Flottasta hljómsveitarúta landsins tilbúin Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. maí 2014 08:30 Brynjar Berg, hljóðmaður Skítamórals, Einar Ágúst söngvari og Viktor Hólm, rótari Skítamórals, voru sáttir við nýtt útlit rútunnar. visir/daníel „Það hefur alltaf verið ákveðin eftirspurn eftir svona rútum og var því ákveðið að kýla á að gera gamla Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynisson, annar af eigendum fyrirtækisins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna, en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni, einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig langaði alltaf að taka þátt í þessu og bauðst að fara í þetta með Pétri en ég kem í raun bara inn í þetta sem nokkurs konar búst,“ segir Finni. Upphafið á endurbótum á rútunni má rekja til tónleika sem Skítamórall, Á móti sól, Veðurguðirnir og Stuðlabandið héldu til styrktar rútunni en það var í apríl í fyrra. Liner-rútan, sem er í raun eins og lúxushótel á hjólum, kom upphaflega hingað til lands á vegum hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við fluttum hana inn árið 1999 frá Þýskalandi og túruðum mikið í henni, svo hafa ýmsar hljómsveitir notað hana síðan,“ segir Einar Ágúst Víðisson, annar söngvara hljómsveitarinnar Skítamórals, um upphafið.Lúxushótel á hjólumSagan segir að hin þýska og goðsagnakennda þungarokksveit, Rammstein, hafi átt rútuna áður en hún kom hingað til lands. „Við fréttum að þetta hefði upphaflega verið rúta sem Rammstein átti, það var ekki verra,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Rútan hýsir allt að tuttugu manns en svefnpláss er fyrir um níu til tólf manns. Það er allt til alls í rútunni og lítur hún út sem ný í dag en hún er árgerð 1985. „Það eru ekki bara hljómsveitir sem hafa notað rútuna, í gegnum tíðina hefur hún verið notuð í steggjanir og gæsanir, einnig hefur hún verið notuð í kringum kvikmyndabransann. Rútan verður enn í boði fyrir slíkt, þannig að hver sem er getur leigt hana,“ segir Pétur.Rútan heldur af stað í sinn fyrsta túr í dag eftir endurbæturnar með Skítamóral. „Við erum að fara á Patreksfjörð í dag, til Grindavíkur á morgun og svo í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina. Við hlökkum mikið til að dvelja í rútunni, það er svolítill tími síðan við túruðum í henni síðast,“ segir Einar Ágúst. Liner-rútan fór í sinn síðasta túr fyrir tveimur árum með Veðurguðina en hefur staðið kyrr síðan og mætir nú tvíefld til leiks. Þeir Pétur og Finni eiga þó einnig aðra fræga rútu sem kallast Eðlan og er árgerð 1967. „Það er líklega þekktasta rútan hér á landi en hún hefur ekki verið notuð lengi. Það getur þó verið að við tökum hana í gegn á næstunni,“ bætir Pétur við. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Það hefur alltaf verið ákveðin eftirspurn eftir svona rútum og var því ákveðið að kýla á að gera gamla Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynisson, annar af eigendum fyrirtækisins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna, en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni, einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig langaði alltaf að taka þátt í þessu og bauðst að fara í þetta með Pétri en ég kem í raun bara inn í þetta sem nokkurs konar búst,“ segir Finni. Upphafið á endurbótum á rútunni má rekja til tónleika sem Skítamórall, Á móti sól, Veðurguðirnir og Stuðlabandið héldu til styrktar rútunni en það var í apríl í fyrra. Liner-rútan, sem er í raun eins og lúxushótel á hjólum, kom upphaflega hingað til lands á vegum hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við fluttum hana inn árið 1999 frá Þýskalandi og túruðum mikið í henni, svo hafa ýmsar hljómsveitir notað hana síðan,“ segir Einar Ágúst Víðisson, annar söngvara hljómsveitarinnar Skítamórals, um upphafið.Lúxushótel á hjólumSagan segir að hin þýska og goðsagnakennda þungarokksveit, Rammstein, hafi átt rútuna áður en hún kom hingað til lands. „Við fréttum að þetta hefði upphaflega verið rúta sem Rammstein átti, það var ekki verra,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Rútan hýsir allt að tuttugu manns en svefnpláss er fyrir um níu til tólf manns. Það er allt til alls í rútunni og lítur hún út sem ný í dag en hún er árgerð 1985. „Það eru ekki bara hljómsveitir sem hafa notað rútuna, í gegnum tíðina hefur hún verið notuð í steggjanir og gæsanir, einnig hefur hún verið notuð í kringum kvikmyndabransann. Rútan verður enn í boði fyrir slíkt, þannig að hver sem er getur leigt hana,“ segir Pétur.Rútan heldur af stað í sinn fyrsta túr í dag eftir endurbæturnar með Skítamóral. „Við erum að fara á Patreksfjörð í dag, til Grindavíkur á morgun og svo í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina. Við hlökkum mikið til að dvelja í rútunni, það er svolítill tími síðan við túruðum í henni síðast,“ segir Einar Ágúst. Liner-rútan fór í sinn síðasta túr fyrir tveimur árum með Veðurguðina en hefur staðið kyrr síðan og mætir nú tvíefld til leiks. Þeir Pétur og Finni eiga þó einnig aðra fræga rútu sem kallast Eðlan og er árgerð 1967. „Það er líklega þekktasta rútan hér á landi en hún hefur ekki verið notuð lengi. Það getur þó verið að við tökum hana í gegn á næstunni,“ bætir Pétur við.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira