Lífið

Enn bætist við á Secret Solstice

Friðrik segist spenntur fyrir hátíðinni, sem er haldin í fyrsta sinn í ár.
Friðrik segist spenntur fyrir hátíðinni, sem er haldin í fyrsta sinn í ár. Fréttablaðið/Valli
„Eivør opnar stóra sviðið klukkan tólf á föstudeginum og slær þar með tóninn fyrir hátíðina þar sem undraheimur goðanna mun rísa,“ segir FriðrikÓlafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice, en hátíðin verður haldin í Laugardalnum dagana 20.–22. júní.

Breskir skipuleggjendur sem sérhæfa sig í uppsetningu útihátíða koma að uppsetningu hátíðarinnar og koma til með að breyta Laugardalnum í goðaheim, en tvö risasvið verða sett upp auk þriggja minni, sem öll munu bera nöfn úr goðafræðunum.

„Stóra sviðið heitir Valhöll og mun listahópurinn Irma skreyta öll sviðin i anda goðafræðinnar,“ bætir Friðrik við.

„Þá eru Forgotten Lores að koma saman eftir tveggja ára dvala og munu hita upp fyrir Schoolboy Q sem spilar á aðalsviðinu á sunnudeginum á þessari björtustu helgi ársins.“

Fleiri tónlistaratriði bætast nú við dagskrána, sem inniheldur stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Schoolboy Q og Kerri Chandler.

Þeir sem bætast við listann eru Eivør, Snorri Helga, Original Melody, Geimfarar, Forgotten Lores, Kiasmos, Sin Fang, Bloodgroup, Brain Police, Solaris Sun Glaze. Eddie House, Nicolaas Black, Subb-An, Robert James, Real Eyes, Kiddi og GHST.

Alls verða um 150 tónlistaratriði á hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.