Bakaði pítsu fyrir Steinda Jr og Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2014 09:00 Sigurður Friðriksson kann sitt fag í flatbökusmíði. Vísir/Daníel „Ég myndi kannski ekki segja að ég sé besti pitsubakari Domino´s en ég er allavega yngsti vaktstjórinn í Skeifunni,“ segir hinn 18 ára gamli flatbökusmiður, Sigurður Friðriksson, sem stal senunni á kosninganótt þegar hann heillaði þjóðina með fögrum flatbökubakstri í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað. Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum. Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“ Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“ Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.Þetta er ein myndarleg baka.Fyrir utan pitsubakstur leikur Sigurður á saxófón og hefur unnið til verðlauna á þeim vettvangi og einnig komist í sjónvarpið. „Ég spilaði á saxófón í fjögur ár og við komumst í sjónvarpið að mig minnir þegar við unnum til verðlauna á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ég keppti þar með skólahljómsveit Grafarvogs.“ Uppáhaldslag Sigurðar að spila er lagið Careless Whisper með George Michael. Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“ Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira
„Ég myndi kannski ekki segja að ég sé besti pitsubakari Domino´s en ég er allavega yngsti vaktstjórinn í Skeifunni,“ segir hinn 18 ára gamli flatbökusmiður, Sigurður Friðriksson, sem stal senunni á kosninganótt þegar hann heillaði þjóðina með fögrum flatbökubakstri í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað. Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum. Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“ Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“ Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.Þetta er ein myndarleg baka.Fyrir utan pitsubakstur leikur Sigurður á saxófón og hefur unnið til verðlauna á þeim vettvangi og einnig komist í sjónvarpið. „Ég spilaði á saxófón í fjögur ár og við komumst í sjónvarpið að mig minnir þegar við unnum til verðlauna á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ég keppti þar með skólahljómsveit Grafarvogs.“ Uppáhaldslag Sigurðar að spila er lagið Careless Whisper með George Michael. Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira