Bakaði pítsu fyrir Steinda Jr og Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2014 09:00 Sigurður Friðriksson kann sitt fag í flatbökusmíði. Vísir/Daníel „Ég myndi kannski ekki segja að ég sé besti pitsubakari Domino´s en ég er allavega yngsti vaktstjórinn í Skeifunni,“ segir hinn 18 ára gamli flatbökusmiður, Sigurður Friðriksson, sem stal senunni á kosninganótt þegar hann heillaði þjóðina með fögrum flatbökubakstri í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað. Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum. Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“ Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“ Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.Þetta er ein myndarleg baka.Fyrir utan pitsubakstur leikur Sigurður á saxófón og hefur unnið til verðlauna á þeim vettvangi og einnig komist í sjónvarpið. „Ég spilaði á saxófón í fjögur ár og við komumst í sjónvarpið að mig minnir þegar við unnum til verðlauna á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ég keppti þar með skólahljómsveit Grafarvogs.“ Uppáhaldslag Sigurðar að spila er lagið Careless Whisper með George Michael. Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“ Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Sjá meira
„Ég myndi kannski ekki segja að ég sé besti pitsubakari Domino´s en ég er allavega yngsti vaktstjórinn í Skeifunni,“ segir hinn 18 ára gamli flatbökusmiður, Sigurður Friðriksson, sem stal senunni á kosninganótt þegar hann heillaði þjóðina með fögrum flatbökubakstri í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Þau komu hálftíma fyrir útsendingu og spurðu hvort þau mættu taka viðtal við mig. Þegar viðtalið hófst var törnin að byrja og mikið að gera,“ segir Sigurður sem var önnum kafinn þegar viðtalið átti sér stað. Sigurður hefur unnið á Domino´s í tvö ár og því býsna reyndur í flatbökubransanum. Hefur hann bakað pitsu fyrir einhverja fræga einstaklinga? „Já, ég hef bakað fyrir Steinda jr., Ingó Veðurguð og Gunnar Nelson. Ég hef eflaust bakað fyrir fleiri þekkta einstaklinga, sem ég man bara ekki eftir.“ Spurður út í hina fullkomnu pitsu, þá segir Sigurður þolinmæðina skipta mestu máli. „Það þarf þolinmæði ef þú ætlar að búa til góða pitsu, einnig er gott að hafa tíma, annars gengur þetta ekki upp.“ Þrátt fyrir viðtalið vinsæla segist Sigurður ekki hafa orðið fyrir miklu aðkasti. „Það kom einn kúnni upp að mér í gær og sagðist þekkja mig frá því í viðtalinu,“ segir Sigurður en hann bætir við að vinabeiðnir og pot á fésbókarsíðu sinni hafi verið í lágmarki þrátt fyrir viðtalið.Þetta er ein myndarleg baka.Fyrir utan pitsubakstur leikur Sigurður á saxófón og hefur unnið til verðlauna á þeim vettvangi og einnig komist í sjónvarpið. „Ég spilaði á saxófón í fjögur ár og við komumst í sjónvarpið að mig minnir þegar við unnum til verðlauna á Nótunni, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Ég keppti þar með skólahljómsveit Grafarvogs.“ Uppáhaldslag Sigurðar að spila er lagið Careless Whisper með George Michael. Hann stundar nám á tölvubraut með áherslu á kerfisfræði í Tækniskólanum og hefur áhuga á forritun og tónlist. „Ég er netstjóri hjá lan-nefnd Tækniskólans og sé um að allir séu með jafnan netaðgang í laninu og díla líka við tæknileg vandamál. Ég veit ekki alveg hvað ég ætla gera í framhaldinu en kann vel við mig hjá Domino´s.“
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Sjá meira