Steinunni Höllu hrósað af Bretaprins 5. júní 2014 18:00 teinunn Halla (til hægri) ásamt Kate vinkonu sinni. MYND/Úr einkasafni „Ég var þvílíkt stressuð til að byrja með en fannst svo ekkert mál að spjalla við hann. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann stoppaði mig, sneri sér við, benti á mig og sagði „good acting“. Ekki leiðinlegt að fá svona hrós frá Bretaprinsinum!“ segir Steinunn Halla McQueen, íslenskur leiklistarnemi í Stratford-Upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares, en hún sýndi verk eftir skáldið ódauðlega fyrir framan Karl Bretaprins í vikunni. „Við settum saman útdrætti úr Henry IV. Við vorum fjórtán saman að setja þetta upp ásamt leikstjóranum Chris White sem hefur unnið mikið með The Royal Shakespeare Company. Við vorum stór hópur og lékum mismunandi hlutverk. Ég lék Lady Percy og einnig nokkur minni hlutverk,“ útskýrir Steinunn. „Þetta byrjaði með því að það var verið að fara að setja upp stutta sýningu í The House Of Parliament í samvinnu við The Royal Shakespeare Company. Þetta var í tilefni 450 ára afmæli Shakespeares. Við sýndum svo fyrir fullum sal af breskum þingmönnum. Það var mögnuð upplifun og sýningin gekk svo vel að The Royal Shakespeare Company vildi að við sýndum oftar,“ segir Steinunn, en stuttu síðar fékk hópurinn tölvupóst um að meðlimir konungsfjölskyldunnar vildu sjá sýninguna. „Það var ekki fyrr en einhverju síðar sem okkur var tilkynnt að um væri að ræða Karl Bretaprins – og þá var okkur kennt að heilsa honum og ávarpa eftir reglunum. Þetta var alveg mögnuð reynsla og hann var vinalegur. Hann spjallaði heillengi við mig og Kate, vinkonu mína sem tók líka þátt í uppsetningunni, um skólann okkar og sýninguna.“Karl Bretaprins stoppaði Steinunni Höllu eftir sýninguna og hrósaði henni fyrir leik sinn. Fréttablaðið/GettySteinunn Halla er 21 árs gömul og er að klára fyrsta árið sitt í skólanum um þessar mundir. „Ég tók mér árshlé frá skóla eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla og flutti til Englands, aðallega til að finna mér vinnu og bæta mig í ensku áður en ég fór í áheyrnarprufur fyrir skóla hérna úti.“ Steinunn stefnir á frekara nám í leiklist. „Ég er á biðlista hjá leiklistarskólanum East 15. Svo er aldrei að vita – mig langar að reyna fyrir mér í leiklistinni hérna úti. En ég vil líka hafa allar dyr opnar og væri alveg til í að reyna fyrir mér í leiklistinni á Íslandi. Eftir að hafa farið mikið í leikhús hérna úti og séð marga magnaða leikhópa þá er það eiginlega draumurinn – að stofna leikhóp og ferðast um allan heim.“ Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Ég var þvílíkt stressuð til að byrja með en fannst svo ekkert mál að spjalla við hann. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann stoppaði mig, sneri sér við, benti á mig og sagði „good acting“. Ekki leiðinlegt að fá svona hrós frá Bretaprinsinum!“ segir Steinunn Halla McQueen, íslenskur leiklistarnemi í Stratford-Upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares, en hún sýndi verk eftir skáldið ódauðlega fyrir framan Karl Bretaprins í vikunni. „Við settum saman útdrætti úr Henry IV. Við vorum fjórtán saman að setja þetta upp ásamt leikstjóranum Chris White sem hefur unnið mikið með The Royal Shakespeare Company. Við vorum stór hópur og lékum mismunandi hlutverk. Ég lék Lady Percy og einnig nokkur minni hlutverk,“ útskýrir Steinunn. „Þetta byrjaði með því að það var verið að fara að setja upp stutta sýningu í The House Of Parliament í samvinnu við The Royal Shakespeare Company. Þetta var í tilefni 450 ára afmæli Shakespeares. Við sýndum svo fyrir fullum sal af breskum þingmönnum. Það var mögnuð upplifun og sýningin gekk svo vel að The Royal Shakespeare Company vildi að við sýndum oftar,“ segir Steinunn, en stuttu síðar fékk hópurinn tölvupóst um að meðlimir konungsfjölskyldunnar vildu sjá sýninguna. „Það var ekki fyrr en einhverju síðar sem okkur var tilkynnt að um væri að ræða Karl Bretaprins – og þá var okkur kennt að heilsa honum og ávarpa eftir reglunum. Þetta var alveg mögnuð reynsla og hann var vinalegur. Hann spjallaði heillengi við mig og Kate, vinkonu mína sem tók líka þátt í uppsetningunni, um skólann okkar og sýninguna.“Karl Bretaprins stoppaði Steinunni Höllu eftir sýninguna og hrósaði henni fyrir leik sinn. Fréttablaðið/GettySteinunn Halla er 21 árs gömul og er að klára fyrsta árið sitt í skólanum um þessar mundir. „Ég tók mér árshlé frá skóla eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla og flutti til Englands, aðallega til að finna mér vinnu og bæta mig í ensku áður en ég fór í áheyrnarprufur fyrir skóla hérna úti.“ Steinunn stefnir á frekara nám í leiklist. „Ég er á biðlista hjá leiklistarskólanum East 15. Svo er aldrei að vita – mig langar að reyna fyrir mér í leiklistinni hérna úti. En ég vil líka hafa allar dyr opnar og væri alveg til í að reyna fyrir mér í leiklistinni á Íslandi. Eftir að hafa farið mikið í leikhús hérna úti og séð marga magnaða leikhópa þá er það eiginlega draumurinn – að stofna leikhóp og ferðast um allan heim.“
Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira