Fyrsta mynd Angelinu í fjögur ár Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2014 14:30 Disney-myndin Maleficent fjallar um illu nornina Maleficent sem lagði þau álög á Þyrnirós að áður en sólin gengi til viðar á sextán ára afmælisdegi hennar myndi hún stinga sig á snældu og deyja. Í sögunni sem flestir þekkja er því haldið fram að ástæðan fyrir þessu illvirki nornarinnar sé að hún hafi móðgast þegar henni var ekki boðið að vera við skírn Þyrnirósar. Í þessari mynd kemur hins vegar í ljós að Maleficent hafði aðrar og veigameiri ástæður fyrir gjörðum sínum. Talið er að myndin verði einn af sumarsmellum þessa árs en þetta er fyrsta mynd Angelinu Jolie í fjögur ár; síðast lék hún í kvikmyndinni The Tourist árið 2010. Angelina hafði mikinn áhuga á að leika í myndinni strax frá byrjun, þar sem hún ólst upp við að horfa á Disney-myndir, sérstaklega Þyrnirós frá árinu 1959. „Maleficent hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil stúlka. Ég var dauðhrædd við hana en ég dróst líka að henni. Mig langaði að vita meira um hana. Hún bar með sér þokka og fágun en hún var líka grimm á yndislegan og magnaðan hátt,“ segir Angelina. Hún vildi einnig leika í myndinni fyrir börnin sín en dóttir hennar og Brads Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, leikur unga Þyrnirós í myndinni. Angelina leikur ekki aðeins í myndinni heldur var með puttana í ýmsum málum, þar á meðal búningum og förðun sem var innblásin af söngkonunni Lady Gaga. Þá valdi hún söngkonuna Lönu Del Rey til að syngja titillag myndarinnar, Once Upon a Dream, en lagið kom út í lok janúar á þessu ári. Auk Angelinu fara Elle Fanning, Sharlto Copley, Lesley Manville, Brenton Thwaites, Sam Riley og Imelda Staunton með aðalhlutverkin en leikstjóri er Robert Stromberg.Stærsta frumsýningarhelgi leikkonunnar Maleficent fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina og þénaði 69,4 milljónir dollara, tæpa átta milljarða króna. Er þetta stærsta frumsýningarhelgi Angelinu Jolie til þessa sem og þriðja stærsta frumsýningarhelgi leikkonu í sögunni. Þá þénaði myndin 100,6 milljónir dollara, tæpan ellefu og hálfan milljarð króna, í 47 löndum fyrir utan Bandaríkin um frumsýningarhelgina. Það er þriðja stærsta frumsýningarhelgin í Evrópu á þessu ári og stærsta frumsýningarhelgi Angelinu á alþjóðamarkaði. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Disney-myndin Maleficent fjallar um illu nornina Maleficent sem lagði þau álög á Þyrnirós að áður en sólin gengi til viðar á sextán ára afmælisdegi hennar myndi hún stinga sig á snældu og deyja. Í sögunni sem flestir þekkja er því haldið fram að ástæðan fyrir þessu illvirki nornarinnar sé að hún hafi móðgast þegar henni var ekki boðið að vera við skírn Þyrnirósar. Í þessari mynd kemur hins vegar í ljós að Maleficent hafði aðrar og veigameiri ástæður fyrir gjörðum sínum. Talið er að myndin verði einn af sumarsmellum þessa árs en þetta er fyrsta mynd Angelinu Jolie í fjögur ár; síðast lék hún í kvikmyndinni The Tourist árið 2010. Angelina hafði mikinn áhuga á að leika í myndinni strax frá byrjun, þar sem hún ólst upp við að horfa á Disney-myndir, sérstaklega Þyrnirós frá árinu 1959. „Maleficent hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil stúlka. Ég var dauðhrædd við hana en ég dróst líka að henni. Mig langaði að vita meira um hana. Hún bar með sér þokka og fágun en hún var líka grimm á yndislegan og magnaðan hátt,“ segir Angelina. Hún vildi einnig leika í myndinni fyrir börnin sín en dóttir hennar og Brads Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, leikur unga Þyrnirós í myndinni. Angelina leikur ekki aðeins í myndinni heldur var með puttana í ýmsum málum, þar á meðal búningum og förðun sem var innblásin af söngkonunni Lady Gaga. Þá valdi hún söngkonuna Lönu Del Rey til að syngja titillag myndarinnar, Once Upon a Dream, en lagið kom út í lok janúar á þessu ári. Auk Angelinu fara Elle Fanning, Sharlto Copley, Lesley Manville, Brenton Thwaites, Sam Riley og Imelda Staunton með aðalhlutverkin en leikstjóri er Robert Stromberg.Stærsta frumsýningarhelgi leikkonunnar Maleficent fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina og þénaði 69,4 milljónir dollara, tæpa átta milljarða króna. Er þetta stærsta frumsýningarhelgi Angelinu Jolie til þessa sem og þriðja stærsta frumsýningarhelgi leikkonu í sögunni. Þá þénaði myndin 100,6 milljónir dollara, tæpan ellefu og hálfan milljarð króna, í 47 löndum fyrir utan Bandaríkin um frumsýningarhelgina. Það er þriðja stærsta frumsýningarhelgin í Evrópu á þessu ári og stærsta frumsýningarhelgi Angelinu á alþjóðamarkaði.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira