Greindist aftur með æxli í bakinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 07:00 Kári hefur þurft að bíða í óvissu núna í nokkurn tíma og þarf að bíða í viku í viðbót eftir staðfestingu á því hvers kyns æxlið sé. Fréttablaðið/Vilhelm Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira