Lúxusvöruverslun opnar á Laugavegi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. júní 2014 10:00 Húsnæðið að Laugavegi 77 er að lifna við með innkomu margra nýrra þjónustufyrirtækja í húsið. Vísir/Daníel Galleria Reykjavík, ný sérvöruverslun (e. department store) var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir verslunina vilja bjóða upp á úrval í mismunandi verð- og gæðaflokki. Merkin sem verslunin hefur á boðstólnum eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Michael Kors. Þá mun verslunin bjóða upp á úr í hæsta verðflokki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá mun verslunin hafa á boðstólum íslenska hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo flotta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi listamenn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Landsbankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opnast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versluninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækjargötu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Galleria Reykjavík, ný sérvöruverslun (e. department store) var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir verslunina vilja bjóða upp á úrval í mismunandi verð- og gæðaflokki. Merkin sem verslunin hefur á boðstólnum eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Michael Kors. Þá mun verslunin bjóða upp á úr í hæsta verðflokki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá mun verslunin hafa á boðstólum íslenska hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo flotta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi listamenn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Landsbankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opnast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versluninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækjargötu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira