Lúxusvöruverslun opnar á Laugavegi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. júní 2014 10:00 Húsnæðið að Laugavegi 77 er að lifna við með innkomu margra nýrra þjónustufyrirtækja í húsið. Vísir/Daníel Galleria Reykjavík, ný sérvöruverslun (e. department store) var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir verslunina vilja bjóða upp á úrval í mismunandi verð- og gæðaflokki. Merkin sem verslunin hefur á boðstólnum eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Michael Kors. Þá mun verslunin bjóða upp á úr í hæsta verðflokki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá mun verslunin hafa á boðstólum íslenska hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo flotta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi listamenn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Landsbankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opnast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versluninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækjargötu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Galleria Reykjavík, ný sérvöruverslun (e. department store) var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir verslunina vilja bjóða upp á úrval í mismunandi verð- og gæðaflokki. Merkin sem verslunin hefur á boðstólnum eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Michael Kors. Þá mun verslunin bjóða upp á úr í hæsta verðflokki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá mun verslunin hafa á boðstólum íslenska hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo flotta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi listamenn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Landsbankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opnast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versluninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækjargötu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira