Kóngar einn dag í mánuð Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 18. júní 2014 00:00 Enginn ræður yfir okkur. Er það að vera sjálfstæður? Á sautjánda júní fagna Íslendingar sjálfstæði þjóðarinnar. Enginn kóngur, hvorki danskur né norskur, getur hirt eitt einasta kúgildi eða þorskhaus af okkur lengur. Á sautjánda júní fyrir sjötíu árum, þegar Ísland varð lýðveldi, steig amma mín fyrsta dansinn við afa á Þingvöllum. Þau voru þá á sextánda ári og búin að vera skotin í einhvern tíma. Það var víst rigning, en í minningu ömmu var sól. Þau voru sjálfstæð og stuttu síðar gift. Fyrsti dansinn af mörgum. Á sautjánda júní fyrir tuttugu árum var fimmtíu ára lýðveldisafmælið. Ég var sex ára og í fyrsta sinn föst í bílaumferð. Í minningunni sat öll fjölskyldan stöppuð saman inni í fjölskyldubílnum og komst aldrei lengra en í Ártúnsbrekkuna. Lýðveldisafmælið á Þingvöllum varð aldrei minning hjá mér. Við vorum sjálfstæð, gáfumst upp á traffíkinni og brunuðum heim. Þegar þetta er skrifað, á sjötíu ára lýðveldisafmæli Íslendinga, er ég á ferð um Suðurríki Bandaríkjanna ásamt fjórum öðrum sjálfstæðum stúlkum. Við höfum kynnst gestrisni Suðurríkjanna, hún er sannarlega ólík þeirri íslensku þótt hún sé ágæt líka. Við kunnum eiginlega ekkert að haga okkur, allir kalla okkur kittycats og opna veitingastaðina sína fyrir okkur, hægri vinstri. Foreldrar okkar hafa mismiklar áhyggjur af okkur. Ein móðirin hefur stöðugar áhyggjur af því að við verðum étnar af krókódílum (hún veit ekki að það er líklegra að það verði hákarl), við höfum fengið tvö símtöl frá öðrum foreldrum og ein móðirin er spennt yfir öllum kræsingunum sem við höfum sporðrennt á ferð okkar. Pabbi er aftur á móti sultuslakur. Ég hef ekki heyrt í honum síðan við lögðum af stað fyrir utan einn tölvupóst, þar sem hann gat ómögulega fundið einhver múffuform og spurði hvort ég væri nokkuð með þau í láni. Ég held það sé ekki áhugaleysi, ég held það sé bara hans leið til að segja að hann treystir mér. Í kvöld fögnum við í fánalitunum, á hvítum sandi við bláan sjó – fimm sólbrenndar stúlkur. Hæ, hó og jibbí-jei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun
Enginn ræður yfir okkur. Er það að vera sjálfstæður? Á sautjánda júní fagna Íslendingar sjálfstæði þjóðarinnar. Enginn kóngur, hvorki danskur né norskur, getur hirt eitt einasta kúgildi eða þorskhaus af okkur lengur. Á sautjánda júní fyrir sjötíu árum, þegar Ísland varð lýðveldi, steig amma mín fyrsta dansinn við afa á Þingvöllum. Þau voru þá á sextánda ári og búin að vera skotin í einhvern tíma. Það var víst rigning, en í minningu ömmu var sól. Þau voru sjálfstæð og stuttu síðar gift. Fyrsti dansinn af mörgum. Á sautjánda júní fyrir tuttugu árum var fimmtíu ára lýðveldisafmælið. Ég var sex ára og í fyrsta sinn föst í bílaumferð. Í minningunni sat öll fjölskyldan stöppuð saman inni í fjölskyldubílnum og komst aldrei lengra en í Ártúnsbrekkuna. Lýðveldisafmælið á Þingvöllum varð aldrei minning hjá mér. Við vorum sjálfstæð, gáfumst upp á traffíkinni og brunuðum heim. Þegar þetta er skrifað, á sjötíu ára lýðveldisafmæli Íslendinga, er ég á ferð um Suðurríki Bandaríkjanna ásamt fjórum öðrum sjálfstæðum stúlkum. Við höfum kynnst gestrisni Suðurríkjanna, hún er sannarlega ólík þeirri íslensku þótt hún sé ágæt líka. Við kunnum eiginlega ekkert að haga okkur, allir kalla okkur kittycats og opna veitingastaðina sína fyrir okkur, hægri vinstri. Foreldrar okkar hafa mismiklar áhyggjur af okkur. Ein móðirin hefur stöðugar áhyggjur af því að við verðum étnar af krókódílum (hún veit ekki að það er líklegra að það verði hákarl), við höfum fengið tvö símtöl frá öðrum foreldrum og ein móðirin er spennt yfir öllum kræsingunum sem við höfum sporðrennt á ferð okkar. Pabbi er aftur á móti sultuslakur. Ég hef ekki heyrt í honum síðan við lögðum af stað fyrir utan einn tölvupóst, þar sem hann gat ómögulega fundið einhver múffuform og spurði hvort ég væri nokkuð með þau í láni. Ég held það sé ekki áhugaleysi, ég held það sé bara hans leið til að segja að hann treystir mér. Í kvöld fögnum við í fánalitunum, á hvítum sandi við bláan sjó – fimm sólbrenndar stúlkur. Hæ, hó og jibbí-jei.