Engan veginn mín upplifun á málinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júní 2014 07:00 Kári er ekki sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu ÍBV en hefur ákveðið að ýta málinu til hliðar. fréttablaðið/getty Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna Kára Kristjáns-málsins en hann vandaði deildinni ekki kveðjurnar í Fréttablaðinu síðasta mánudag. Hana má lesa hér að neðan en ÍBV vildi ekki tjá sig frekar um þetta mál. „Við verðum greinilega að vera sammála um að vera ósammála. Það sem þeir segja er engan veginn upplifun mín á málinu án þess að ég ætli að fara í einhver smáatriði sem tengjast málinu,“ segir Kári Kristján aðspurður um hvað honum finnist um yfirlýsingu ÍBV. „Ég ætla ekki að þrefa við þá um þetta mál neitt frekar. Það er leiðinlegt að það fór eins og það fór. Þetta mál er nú endanlega úr sögunni hjá mér.“ Það er nú orðið endanlega ljóst að Kári Kristján verður ekki leikmaður ÍBV en hvað tekur þá við? Hann er nýbúinn að fá að vita að æxli sem hann er með í bakinu sé góðkynja og þarf hann því hvorki að fara í aðgerð né lyfjameðferð. „Ég á að geta lifað með þetta æxli í bakinu á meðan það er mér ekki til trafala. Engu að síður verð ég áfram undir eftirliti eins og eðlilegt er. Ef eitthvað breytist í vextinum þá þarf að sjálfsögðu að grípa inn í. Það er erfitt að reikna með einhverju þegar heilsufar er annars vegar,“ segir Kári sem er heill heilsu í dag.Má sleppa af mér beislinu „Ég var útskrifaður á þeim nótum að ég mætti sleppa af mér beislinu eftir töluverðan tíma í ró. Ég er því klár í bátana og ekkert því til fyrirstöðu að ég haldi áfram að spila handbolta.“ Kári Kristján er að klára samning hjá danska félaginu Bjerringbro-Silkeborg og verður því atvinnulaus í sumar. Hann er staddur úti í Danmörku þessa dagana að pakka saman búslóðinni sem verður send til Eyja. „Fjölskyldan mín mun búa í Eyjum þar sem stelpan mín er að byrja í skóla heima. Svo verður að koma í ljós hvernig mín mál þróast. Við finnum flöt á því þegar þar að kemur en ég mun fara einn í það. Ég hef ekki lokað neinum dyrum. Það er allt opið hjá mér sama hvort það er hér heima eða erlendis.“ Línumaðurinn sterki segist hafa verið í sambandi við nokkur félög hér heima. „Ég hef heyrt frá mönnum og allt er á frumstigi núna eins og mál hafa þróast. Ég hef ekkert á móti því að spila á Íslandi. Það yrði bara gaman. Við skulum bara vona að Landeyjahöfnin verði opin sem oftast svo að fólkið mitt geti komið sem oftast til mín.“vísir/gettyFréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV ÍþróttafélagsÁ vefmiðlinum visi.is er viðtal við Kára Kristján Kristjánsson, handknattleiksmann og fyrrum leikmann með ÍBV Íþróttafélagi. Í viðtalinu kemur fram hörð gagnrýni á handknattleiksdeildina og er ÍBV m.a. sakað af Kára að stinga hann í bakið og standa ekki við gerða samninga. Fram kemur hjá Kára að viðræður hafi hafist í byrjun maí og að sæst hafi verið á tölur og að hann hafi talið málið í höfn. Handknattleiksdeild ÍBV Íþróttafélags vill því gera grein fyrir málinu frá sinni hendi.Viðræður ÍBV og Kára Kristjáns hófust þann 30. apríl sl. ÍBV taldi Kára, og telur hann enn vera mjög góðan leikmann, og gerði honum því gott tilboð að okkar mati. Kári svaraði því samdægurs og hafnaði því með þeim orðum að menn væru á sitthvorri ströndinni og að annað félag á Íslandi væri í sambandi við hann sem væri að tala allt annað tungumál en við.Í framhaldi af því óskaði ÍBV eftir tilboði frá Kára og sendi hann á okkur sínar hugmyndir þann 2. maí sl. Við höfnuðum þeim hugmyndum daginn eftir og óskuðum honum alls hins besta.Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það. Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl. Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni Fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig. Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við brugðust við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati.Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV. Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum. Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti. Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna Kára Kristjáns-málsins en hann vandaði deildinni ekki kveðjurnar í Fréttablaðinu síðasta mánudag. Hana má lesa hér að neðan en ÍBV vildi ekki tjá sig frekar um þetta mál. „Við verðum greinilega að vera sammála um að vera ósammála. Það sem þeir segja er engan veginn upplifun mín á málinu án þess að ég ætli að fara í einhver smáatriði sem tengjast málinu,“ segir Kári Kristján aðspurður um hvað honum finnist um yfirlýsingu ÍBV. „Ég ætla ekki að þrefa við þá um þetta mál neitt frekar. Það er leiðinlegt að það fór eins og það fór. Þetta mál er nú endanlega úr sögunni hjá mér.“ Það er nú orðið endanlega ljóst að Kári Kristján verður ekki leikmaður ÍBV en hvað tekur þá við? Hann er nýbúinn að fá að vita að æxli sem hann er með í bakinu sé góðkynja og þarf hann því hvorki að fara í aðgerð né lyfjameðferð. „Ég á að geta lifað með þetta æxli í bakinu á meðan það er mér ekki til trafala. Engu að síður verð ég áfram undir eftirliti eins og eðlilegt er. Ef eitthvað breytist í vextinum þá þarf að sjálfsögðu að grípa inn í. Það er erfitt að reikna með einhverju þegar heilsufar er annars vegar,“ segir Kári sem er heill heilsu í dag.Má sleppa af mér beislinu „Ég var útskrifaður á þeim nótum að ég mætti sleppa af mér beislinu eftir töluverðan tíma í ró. Ég er því klár í bátana og ekkert því til fyrirstöðu að ég haldi áfram að spila handbolta.“ Kári Kristján er að klára samning hjá danska félaginu Bjerringbro-Silkeborg og verður því atvinnulaus í sumar. Hann er staddur úti í Danmörku þessa dagana að pakka saman búslóðinni sem verður send til Eyja. „Fjölskyldan mín mun búa í Eyjum þar sem stelpan mín er að byrja í skóla heima. Svo verður að koma í ljós hvernig mín mál þróast. Við finnum flöt á því þegar þar að kemur en ég mun fara einn í það. Ég hef ekki lokað neinum dyrum. Það er allt opið hjá mér sama hvort það er hér heima eða erlendis.“ Línumaðurinn sterki segist hafa verið í sambandi við nokkur félög hér heima. „Ég hef heyrt frá mönnum og allt er á frumstigi núna eins og mál hafa þróast. Ég hef ekkert á móti því að spila á Íslandi. Það yrði bara gaman. Við skulum bara vona að Landeyjahöfnin verði opin sem oftast svo að fólkið mitt geti komið sem oftast til mín.“vísir/gettyFréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV ÍþróttafélagsÁ vefmiðlinum visi.is er viðtal við Kára Kristján Kristjánsson, handknattleiksmann og fyrrum leikmann með ÍBV Íþróttafélagi. Í viðtalinu kemur fram hörð gagnrýni á handknattleiksdeildina og er ÍBV m.a. sakað af Kára að stinga hann í bakið og standa ekki við gerða samninga. Fram kemur hjá Kára að viðræður hafi hafist í byrjun maí og að sæst hafi verið á tölur og að hann hafi talið málið í höfn. Handknattleiksdeild ÍBV Íþróttafélags vill því gera grein fyrir málinu frá sinni hendi.Viðræður ÍBV og Kára Kristjáns hófust þann 30. apríl sl. ÍBV taldi Kára, og telur hann enn vera mjög góðan leikmann, og gerði honum því gott tilboð að okkar mati. Kári svaraði því samdægurs og hafnaði því með þeim orðum að menn væru á sitthvorri ströndinni og að annað félag á Íslandi væri í sambandi við hann sem væri að tala allt annað tungumál en við.Í framhaldi af því óskaði ÍBV eftir tilboði frá Kára og sendi hann á okkur sínar hugmyndir þann 2. maí sl. Við höfnuðum þeim hugmyndum daginn eftir og óskuðum honum alls hins besta.Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það. Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl. Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni Fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig. Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við brugðust við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati.Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV. Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum. Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti. Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00