Á mála hjá breskri framleiðsluskrifstofu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 12:00 „Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“ Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
„Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira