Frjáls landbúnaður Þorsteinn Pálsson skrifar 21. júní 2014 07:00 Samtök atvinnulífsins létu það álit í ljós á dögunum að afnema ætti þá undanþágu frá samkeppnislögum sem afurðasölufyrirtæki í mjólkuriðnaði njóta. Þetta leiddi til nokkurra ýfinga innan dyra. Afurðasölurnar ríghalda í þessa skipan. Alþingi ákvað þetta frávik frá meginreglum samkeppnisréttarins á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Fyllilega var því tímabært að einhver ræki hornin í þessa tímaskekkju. Með nokkurri einföldun má segja að samkeppnisrétturinn geymi brýnustu siðareglur viðskiptalífsins. Fráleitt væri að halda því fram að siðgæðisvitund þeirra sem halda vilja í undanþáguna sé rýrari en annarra sem stunda viðskipti. En fram hjá því verður ekki litið að þetta eðli samkeppnisréttarins gerir ríkari kröfur til rökstuðnings fyrir frávikum en fram hefur komið. Þegar að öllu er gætt er mjólk alls ekki þeirrar sérstöku náttúru að viðskipti með hana þurfi að vera á einhverju öðru plani en almennt gengur og gerist. Ekki kæmi á óvart að margir bændur hefðu í raun metnað til þess að vera ekki á undanþágu frá lögbundnum siðareglum þegar kemur að viðskiptum með afurðir þeirra. Athyglisvert er að ekkert hefur heyrst um afstöðu stjórnvalda til þessa álitaefnis. En í raun gefur þessi litla áminning Samtaka atvinnulífsins tilefni til að spyrja spurninga um landbúnaðarkerfið í heild. Hver er framtíðarsýn stjórnvalda með þessa rótgrónu atvinnugrein?Komið að vegamótum Enginn atvinnuvegur býr við jafn rammgerð höft og landbúnaðurinn. Bændur njóta framtakssemi sinnar upp að ákveðnu marki. Eigi að síður lýtur vöxtur og viðgangur greinarinnar pólitískri miðstýringu. Það merkilega er að um landbúnaðarstefnuna hefur verið breið sátt. Ágreiningur um hana hefur ekki komið upp á ríkisstjórnarborðið í áratugi. Á það er að líta í þessu samhengi að framleiðniaukning hefur orðið í flestum greinum landbúnaðarins. Búskapur er víða til fyrirmyndar. Vöruvöndun hefur farið fram og vöruframboð batnað. Því má heldur ekki gleyma að landbúnaður er ríkisstyrktur í flestum ríkjum þó að óvíða sé það í jafn miklum mæli og hér. Allt kunna þetta að vera skýringar á þeirri kyrrð sem ríkt hefur um landbúnaðarstefnuna. Þrátt fyrir þetta bendir margt til að komið sé að vegamótum. Að minnsta kosti er engan veginn sjálfgefið að unnt sé að halda áfram á sömu braut. Ekki er einu sinni víst að vilji til að halda í gamalt kerfi dugi til að halda í horfinu. Aðstæður eru að breytast það hratt að ekki verður hjá því komist að horfast í augu við það sem skrifað er á vegginn. Velja þarf nýja leið til að viðhalda landbúnaði í landinu. Allar grundvallarbreytingar eru flóknar og viðkvæmar. Eins og ævinlega þegar hagsmunaárekstrar verða munu ýmsir telja að þeir verji stöðu sína best með því að horfast ekki í augu við breytta tíma og nýjar aðstæður. En þá er hollt að hafa í huga að öll miðstýrð kerfi hafa sinn tíma og engum er greiði gerður með því að festast í tímaskekkju.Augljós viðvörunarmerki Þótt litið sé fram hjá gömlum og nýjum hugmyndafræðilegum ágreiningi um miðstýringu og markaðslögmál blasa nú við fjölmörg atriði sem eru augljós viðvörunarmerki. Nefna má tvö til skýringar: Annað veit að skattgreiðendum. Þeir geta ekki greitt niður ríkisskuldirnar með þeim hraða sem nauðsyn krefur. Þá ráða þeir ekki við þá miklu og óhjákvæmilegu fjárfestingu í húsnæði og tækni í heilbrigðiskerfinu sem framundan er á næsta áratug. Við svo búið hafa skattborgararnir einfaldlega ekki efni á þeim gríðarlegu háu styrkjum sem nú renna til landbúnaðarins. Þessi forgangsröðun verður ekki umflúin. Og þegar skattborgararnir breytast í launafólk og neytendur hafa þeir heldur ekki efni á þeirri rammgerðu tollvernd sem er við lýði. Hitt atriðið veit að bændunum sjálfum. Því eru einfaldlega takmörk sett hversu langt er unnt að ganga í hagræðingu og fækkun býla til að ná nauðsynlegri framleiðniaukningu. Heilu héruðin munu óhjákvæmilega láta undan að öllu óbreyttu. Margt bendir til að eina leiðin til framleiðniaukningar í framtíðinni sé aukið olnbogarými á stærri mörkuðum og meira verslunarfrelsi. Sumir munu ekki standast slíkar breytingar en aðrir munu finna í þeim nýja viðspyrnu. Alltént er engin átakalaus leið sýnileg fyrir bændur. En vöxturinn í ferðaþjónustu mun auðvelda byggðunum að laga sig að nýjum aðstæðum í landbúnaði ef menn opna augun. Það er fyrst og fremst viðfangsefni stjórnmálanna að bregðast við. En áhyggjuefni er að landbúnaðarráðherrann sýnir enga skapandi hugsun um nýjar leiðir og ný markmið. Svo eru það þeir sem gæta hagsmuna launafólks og framleiðenda. Þeir verða einnig að taka þátt í málefnalegri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Samtök atvinnulífsins létu það álit í ljós á dögunum að afnema ætti þá undanþágu frá samkeppnislögum sem afurðasölufyrirtæki í mjólkuriðnaði njóta. Þetta leiddi til nokkurra ýfinga innan dyra. Afurðasölurnar ríghalda í þessa skipan. Alþingi ákvað þetta frávik frá meginreglum samkeppnisréttarins á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Fyllilega var því tímabært að einhver ræki hornin í þessa tímaskekkju. Með nokkurri einföldun má segja að samkeppnisrétturinn geymi brýnustu siðareglur viðskiptalífsins. Fráleitt væri að halda því fram að siðgæðisvitund þeirra sem halda vilja í undanþáguna sé rýrari en annarra sem stunda viðskipti. En fram hjá því verður ekki litið að þetta eðli samkeppnisréttarins gerir ríkari kröfur til rökstuðnings fyrir frávikum en fram hefur komið. Þegar að öllu er gætt er mjólk alls ekki þeirrar sérstöku náttúru að viðskipti með hana þurfi að vera á einhverju öðru plani en almennt gengur og gerist. Ekki kæmi á óvart að margir bændur hefðu í raun metnað til þess að vera ekki á undanþágu frá lögbundnum siðareglum þegar kemur að viðskiptum með afurðir þeirra. Athyglisvert er að ekkert hefur heyrst um afstöðu stjórnvalda til þessa álitaefnis. En í raun gefur þessi litla áminning Samtaka atvinnulífsins tilefni til að spyrja spurninga um landbúnaðarkerfið í heild. Hver er framtíðarsýn stjórnvalda með þessa rótgrónu atvinnugrein?Komið að vegamótum Enginn atvinnuvegur býr við jafn rammgerð höft og landbúnaðurinn. Bændur njóta framtakssemi sinnar upp að ákveðnu marki. Eigi að síður lýtur vöxtur og viðgangur greinarinnar pólitískri miðstýringu. Það merkilega er að um landbúnaðarstefnuna hefur verið breið sátt. Ágreiningur um hana hefur ekki komið upp á ríkisstjórnarborðið í áratugi. Á það er að líta í þessu samhengi að framleiðniaukning hefur orðið í flestum greinum landbúnaðarins. Búskapur er víða til fyrirmyndar. Vöruvöndun hefur farið fram og vöruframboð batnað. Því má heldur ekki gleyma að landbúnaður er ríkisstyrktur í flestum ríkjum þó að óvíða sé það í jafn miklum mæli og hér. Allt kunna þetta að vera skýringar á þeirri kyrrð sem ríkt hefur um landbúnaðarstefnuna. Þrátt fyrir þetta bendir margt til að komið sé að vegamótum. Að minnsta kosti er engan veginn sjálfgefið að unnt sé að halda áfram á sömu braut. Ekki er einu sinni víst að vilji til að halda í gamalt kerfi dugi til að halda í horfinu. Aðstæður eru að breytast það hratt að ekki verður hjá því komist að horfast í augu við það sem skrifað er á vegginn. Velja þarf nýja leið til að viðhalda landbúnaði í landinu. Allar grundvallarbreytingar eru flóknar og viðkvæmar. Eins og ævinlega þegar hagsmunaárekstrar verða munu ýmsir telja að þeir verji stöðu sína best með því að horfast ekki í augu við breytta tíma og nýjar aðstæður. En þá er hollt að hafa í huga að öll miðstýrð kerfi hafa sinn tíma og engum er greiði gerður með því að festast í tímaskekkju.Augljós viðvörunarmerki Þótt litið sé fram hjá gömlum og nýjum hugmyndafræðilegum ágreiningi um miðstýringu og markaðslögmál blasa nú við fjölmörg atriði sem eru augljós viðvörunarmerki. Nefna má tvö til skýringar: Annað veit að skattgreiðendum. Þeir geta ekki greitt niður ríkisskuldirnar með þeim hraða sem nauðsyn krefur. Þá ráða þeir ekki við þá miklu og óhjákvæmilegu fjárfestingu í húsnæði og tækni í heilbrigðiskerfinu sem framundan er á næsta áratug. Við svo búið hafa skattborgararnir einfaldlega ekki efni á þeim gríðarlegu háu styrkjum sem nú renna til landbúnaðarins. Þessi forgangsröðun verður ekki umflúin. Og þegar skattborgararnir breytast í launafólk og neytendur hafa þeir heldur ekki efni á þeirri rammgerðu tollvernd sem er við lýði. Hitt atriðið veit að bændunum sjálfum. Því eru einfaldlega takmörk sett hversu langt er unnt að ganga í hagræðingu og fækkun býla til að ná nauðsynlegri framleiðniaukningu. Heilu héruðin munu óhjákvæmilega láta undan að öllu óbreyttu. Margt bendir til að eina leiðin til framleiðniaukningar í framtíðinni sé aukið olnbogarými á stærri mörkuðum og meira verslunarfrelsi. Sumir munu ekki standast slíkar breytingar en aðrir munu finna í þeim nýja viðspyrnu. Alltént er engin átakalaus leið sýnileg fyrir bændur. En vöxturinn í ferðaþjónustu mun auðvelda byggðunum að laga sig að nýjum aðstæðum í landbúnaði ef menn opna augun. Það er fyrst og fremst viðfangsefni stjórnmálanna að bregðast við. En áhyggjuefni er að landbúnaðarráðherrann sýnir enga skapandi hugsun um nýjar leiðir og ný markmið. Svo eru það þeir sem gæta hagsmuna launafólks og framleiðenda. Þeir verða einnig að taka þátt í málefnalegri umræðu.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun