Gagnrýni

Mikil orka

Baldvin Þormóðsson skrifar
Tónleikar Reykjavíkurdætra

Tónlistarhátíðin Secret Solstice



Það var mikil ró yfir gestum hátíðarinnar og flestir að jafna sig eftir hamagang gærkvöldsins áður en stúlkurnar í Reykjavíkurdætrum stigu á sviðið Gimli.

Það er sem hleypt hefði verið af haglabyssu þegar fyrsti takturinn hefst og inn á sviðið hlaupa hátt í tuttugu kvenskörungar vopnaðir míkrafónum. Það virðist einhvern veginn ekki skipta máli hversu oft þær koma fram, það fylgir þeim alltaf gríðarleg orka og ekki síst kynferðisleg orka.

Rímurnar þeirra flakka á milli þess að fjalla um kynlíf og djammið yfir í hápólitískar ádeilur um femínisma og vanhæfar ríkisstjórnir. Reykjavíkurdætur gáfu stærstu nöfnum hátíðarinnar ekkert eftir og er rappsveitin eitthvað sem vert er að fylgjast með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×