Sumarflensan Berglind Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2014 00:00 Ég fékk flensu í lægðinni um daginn og er nýstaðin upp úr nær sjö daga pest. Einum sýklalyfjakúr og um það bil fjórum sjónvarpsþáttaseríum síðar er ég aðeins að hressast. Líkami minn er samt krambúleraður eftir alla þessa hvíld. Ég get varla hreyft mig vegna stirðleika og líður í raun enn hræðilega því ég hef ekki endurheimt orkuna til að hreyfa mig og stunda lífið eins og ég geri venjulega. Mig langar ekkert meira en að valhoppa um engi og akra og synda yfir Ermarsundið en geri það auðvitað ekki, heilsunnar vegna. Það er langt síðan ég var lasin í svona langan tíma, stöku flensa hér og þar, tveir til þrír dagar, Strepsils og búið spil. Hér var þó um að ræða dramatísk hitaköst, hósta sem bergmálaði um Þingholtin og slímuga hnerra hvurs slímlosandi áhrif bitnuðu ýmist á tölvuskjánum eða andliti sambýlismanns míns. Það leiðinlegasta við að vera veik var þó ekki slímið, slenið eða eirðarleysið. Það gerðist svolítið sem hendir mig aldrei. Mig langaði ekki í kaffi. Ég gat ekki hugsað mér að hella upp á ljúfan bolla. Tilgangur minn á morgnana í hinu heilbrigða lífi er að vakna við að ég kveiki á kaffivélinni og sýp svo á þessum allra meina elixír meðan ég les Bakþanka ýmissa vandaðra einstaklinga. En bakteríurnar höfðu völdin og þær heimtuðu að ég baðaði mig í heitu sítrónuvatni og drykki te. Ég sem skil ekki te. En það eru líka jákvæðar hliðar við að verða aðeins veikur. Í miðju hóstakasti fattar maður að það er ekki sjálfsagt að vera heill heilsu og geta hlaupið um engi í sumarlegum kjól. Og svo getur maður horft á tíu bíómyndir í röð og fengið sér blund inn á milli án þess að vera stimplaður löggildur haugur. Ég er að minnsta kosti mjög fegin að það er búið að finna upp internetið. Þegar pabbi varð veikur í gamla daga fékk hann bara ískalt Malt og Vikuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun
Ég fékk flensu í lægðinni um daginn og er nýstaðin upp úr nær sjö daga pest. Einum sýklalyfjakúr og um það bil fjórum sjónvarpsþáttaseríum síðar er ég aðeins að hressast. Líkami minn er samt krambúleraður eftir alla þessa hvíld. Ég get varla hreyft mig vegna stirðleika og líður í raun enn hræðilega því ég hef ekki endurheimt orkuna til að hreyfa mig og stunda lífið eins og ég geri venjulega. Mig langar ekkert meira en að valhoppa um engi og akra og synda yfir Ermarsundið en geri það auðvitað ekki, heilsunnar vegna. Það er langt síðan ég var lasin í svona langan tíma, stöku flensa hér og þar, tveir til þrír dagar, Strepsils og búið spil. Hér var þó um að ræða dramatísk hitaköst, hósta sem bergmálaði um Þingholtin og slímuga hnerra hvurs slímlosandi áhrif bitnuðu ýmist á tölvuskjánum eða andliti sambýlismanns míns. Það leiðinlegasta við að vera veik var þó ekki slímið, slenið eða eirðarleysið. Það gerðist svolítið sem hendir mig aldrei. Mig langaði ekki í kaffi. Ég gat ekki hugsað mér að hella upp á ljúfan bolla. Tilgangur minn á morgnana í hinu heilbrigða lífi er að vakna við að ég kveiki á kaffivélinni og sýp svo á þessum allra meina elixír meðan ég les Bakþanka ýmissa vandaðra einstaklinga. En bakteríurnar höfðu völdin og þær heimtuðu að ég baðaði mig í heitu sítrónuvatni og drykki te. Ég sem skil ekki te. En það eru líka jákvæðar hliðar við að verða aðeins veikur. Í miðju hóstakasti fattar maður að það er ekki sjálfsagt að vera heill heilsu og geta hlaupið um engi í sumarlegum kjól. Og svo getur maður horft á tíu bíómyndir í röð og fengið sér blund inn á milli án þess að vera stimplaður löggildur haugur. Ég er að minnsta kosti mjög fegin að það er búið að finna upp internetið. Þegar pabbi varð veikur í gamla daga fékk hann bara ískalt Malt og Vikuna.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun