Matur og mígreni Teitur Guðmundsson skrifar 8. júlí 2014 00:00 Mígreni er sjúkdómur sem leggst með mismunandi þunga á einstaklinga, frekar konur en karla, tíðni kasta er mismunandi sem og tímalengd, sem aftur hefur áhrif á það hversu veikur viðkomandi verður. Kjarnaeinkenni er mikill höfuðverkur sem er oftast á sama stað í höfðinu (verkurinn minn) og honum fylgja mismikil ógleði, uppköst, svimi, ljós og hljóðfælni. Sá sem fær mígrenikast er að vissu leyti úr leik í ákveðinn tíma og er því mikilvægt að reyna að sporna við því að fá þau. Þeir sem eru með mígreni verða með tímanum sannkallaðir meistarar í að þekkja sinn sjúkdóm og sumir hafa eytt miklum tíma í að átta sig á því hvers vegna þeir fá þessi hræðilegu verkjaköst. Það getur verið mikil vinna að kortleggja það, en sem betur fer er mikið vitað um það hver getur verið útleysandi ástæða fyrir slíku í dag. Þar má nefna þætti eins og lítinn eða lélegan svefn, streitu og álag, veikindi, breytingar í tíðahring kvenna, erfðir og umhverfisþætti hvers konar, lyf og fleira. En enn er langt í land að við getum komið fyllilega í veg fyrir sjúkdómseinkennin og byggir það að hluta á því að okkur skortir frekari þekkingu á því hvað veldur þeim.Viðbrögð við fæðu Því hefur lengi verið haldið fram að ákveðnar fæðutegundir kalli fram mígreniköst, matur fellur þannig undir svokallaða „triggera“ sem er þekkt fyrirbrigði í þessu samhengi. Hins vegar eru viðbrögð einstaklinga mismunandi og svara ekki allir því sama. Þessi vísindi hafa því verið frekar ónákvæm og reyndar hefur það verið svo að sjúklingar áttu að halda dagbók yfir þær fæðutegundir sem taldar voru falla undir þennan flokk og reyna svo að átta sig á því hvað þeim bæri að forðast að innbyrða. Nokkrar vinsælar fæðutegundir hafa verið lengi ásakaðar um þetta, eins og þær sem innihalda amínósýruna týramín (rauðvín, kæstir ostar, reyktur fiskur, baunir o.fl.). Einnig hefur MSG, nítrötum sem eru í pylsum, súkkulaði, lauk, banönum, lárperum, mjólkurvörum, hnetum og svo mætti lengi telja verið kennt um þetta í áranna rás. Fyrir nokkru var birt ritrýnd grein í virtu vísindatímariti þar sem gerð var tvíblind rannsókn á mótefnum gegn fæðutegundum og viðbrögðum sjúklinga með þekkt mígreni án áru og hvernig þeir brugðust við ákveðnum triggerum og þau viðbrögð kortlögð. Markmiðið með þeirri rannsókn var að reyna að átta sig betur á því hvort þeir sem sneiddu hjá fæðu sem innihélt efni sem einstaklingurinn hafði verið skilgreindur með hækkað mótefnasvar við myndu síður fá mígreniköst. Slík var raunin og var með þessu móti staðfest á vísindalegan hátt að ákveðnar fæðutegundir sem einstaklingur taldi sig þola illa og jafnvel var farinn að forðast á grundvelli reynslu voru mögulega einhvers konar óþol eða jafnvel ofnæmisviðbrögð. Í rannsókninni voru mæld 266 mótefni sem er nóg til að æra óstöðugan. Ég þekki ekki svo gjörla fjölda þeirra fæðutegunda sem eru prófaðar hér í svokölluðu RAST-prófi sem er slík blóðrannsókn eða í húðprófi en ég er viss um að hann nær ekki þessum fjölda. Þannig má mögulega segja að mígrenisjúkdómur og þá mígreniköst sem tengjast fæðuinntöku séu mögulega vegna ofnæmisviðbragða og að ofnæmispróf ættu hugsanlega að vera hluti af greinandi og forvarnandi meðferð mígrenisjúklinga til viðbótar við almennar ráðleggingar varðandi hegðun og umhverfisþætti sem ýta undir verkjaköstin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Mígreni er sjúkdómur sem leggst með mismunandi þunga á einstaklinga, frekar konur en karla, tíðni kasta er mismunandi sem og tímalengd, sem aftur hefur áhrif á það hversu veikur viðkomandi verður. Kjarnaeinkenni er mikill höfuðverkur sem er oftast á sama stað í höfðinu (verkurinn minn) og honum fylgja mismikil ógleði, uppköst, svimi, ljós og hljóðfælni. Sá sem fær mígrenikast er að vissu leyti úr leik í ákveðinn tíma og er því mikilvægt að reyna að sporna við því að fá þau. Þeir sem eru með mígreni verða með tímanum sannkallaðir meistarar í að þekkja sinn sjúkdóm og sumir hafa eytt miklum tíma í að átta sig á því hvers vegna þeir fá þessi hræðilegu verkjaköst. Það getur verið mikil vinna að kortleggja það, en sem betur fer er mikið vitað um það hver getur verið útleysandi ástæða fyrir slíku í dag. Þar má nefna þætti eins og lítinn eða lélegan svefn, streitu og álag, veikindi, breytingar í tíðahring kvenna, erfðir og umhverfisþætti hvers konar, lyf og fleira. En enn er langt í land að við getum komið fyllilega í veg fyrir sjúkdómseinkennin og byggir það að hluta á því að okkur skortir frekari þekkingu á því hvað veldur þeim.Viðbrögð við fæðu Því hefur lengi verið haldið fram að ákveðnar fæðutegundir kalli fram mígreniköst, matur fellur þannig undir svokallaða „triggera“ sem er þekkt fyrirbrigði í þessu samhengi. Hins vegar eru viðbrögð einstaklinga mismunandi og svara ekki allir því sama. Þessi vísindi hafa því verið frekar ónákvæm og reyndar hefur það verið svo að sjúklingar áttu að halda dagbók yfir þær fæðutegundir sem taldar voru falla undir þennan flokk og reyna svo að átta sig á því hvað þeim bæri að forðast að innbyrða. Nokkrar vinsælar fæðutegundir hafa verið lengi ásakaðar um þetta, eins og þær sem innihalda amínósýruna týramín (rauðvín, kæstir ostar, reyktur fiskur, baunir o.fl.). Einnig hefur MSG, nítrötum sem eru í pylsum, súkkulaði, lauk, banönum, lárperum, mjólkurvörum, hnetum og svo mætti lengi telja verið kennt um þetta í áranna rás. Fyrir nokkru var birt ritrýnd grein í virtu vísindatímariti þar sem gerð var tvíblind rannsókn á mótefnum gegn fæðutegundum og viðbrögðum sjúklinga með þekkt mígreni án áru og hvernig þeir brugðust við ákveðnum triggerum og þau viðbrögð kortlögð. Markmiðið með þeirri rannsókn var að reyna að átta sig betur á því hvort þeir sem sneiddu hjá fæðu sem innihélt efni sem einstaklingurinn hafði verið skilgreindur með hækkað mótefnasvar við myndu síður fá mígreniköst. Slík var raunin og var með þessu móti staðfest á vísindalegan hátt að ákveðnar fæðutegundir sem einstaklingur taldi sig þola illa og jafnvel var farinn að forðast á grundvelli reynslu voru mögulega einhvers konar óþol eða jafnvel ofnæmisviðbrögð. Í rannsókninni voru mæld 266 mótefni sem er nóg til að æra óstöðugan. Ég þekki ekki svo gjörla fjölda þeirra fæðutegunda sem eru prófaðar hér í svokölluðu RAST-prófi sem er slík blóðrannsókn eða í húðprófi en ég er viss um að hann nær ekki þessum fjölda. Þannig má mögulega segja að mígrenisjúkdómur og þá mígreniköst sem tengjast fæðuinntöku séu mögulega vegna ofnæmisviðbragða og að ofnæmispróf ættu hugsanlega að vera hluti af greinandi og forvarnandi meðferð mígrenisjúklinga til viðbótar við almennar ráðleggingar varðandi hegðun og umhverfisþætti sem ýta undir verkjaköstin.