Kallar Özil alltaf bróður sinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2014 09:30 Sterkur svipur. „Ég hef oft sagt við manninn minn að ég ætti að reyna að græða eitthvað á þessu,“ segir kennarinn Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil en hún uppgötvaði það fyrir algjöra slysni. „Ég var að kenna fyrir nokkrum árum þegar Özil var að spila með Real Madrid. Nokkrir strákar byrjuðu að benda á mig í tímanum og ég spurði þá hvað væri í gangi. Þeir þorðu ekki að segja það við mig fyrst því þeir héldu að ég myndi móðgast. Síðan sögðu þeir mér að ég væri lík fótboltamanni sem héti Mesut Özil. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég ákvað að gúggla hann og sá strax líkindi með okkur,“ segir Sigríður, sem oftast gengur undir nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið setti Sigga Lísa mynd af Özil á Facebook og fékk vægast sagt góð viðbrögð.Siggu Lísu finnst mjög fyndið að henni sé líkt við knattspyrnukappann.Mynd/úr einkasafni„Það fannst öllum þetta sjúklega fyndið. Mig skiptir þetta engu máli og mér sjálfri finnst þetta mjög fyndið. Sérstaklega finnst mér fyndið að fólk hafi gaman af þessu og ég tek þessu létt,“ segir Sigga Lísa glöð í bragði. Hún hefur snúið þessu upp í grín. „Ég er aðdáandi hans á Facebook og Instagram og kalla hann alltaf bróður minn. Á öskudaginn ákvað ég að vera Özil og það sáu allir að ég var hann þótt ég væri ekki með nafnið hans aftan á treyjunni. Hann er samt örugglega ekki eins stoltur af þessu og ég.“ En eru engar líkur á að Sigga Lísa og Özil séu í raun skyld? „Ég hef spurt mömmu og hún segir nei. En hvað veit maður?“ Özil spilar með þýska landsliðinu sem keppir um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu næstu helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu stolt af „bróður“ sínum. „Ég held með Þýskalandi af því að bróðir minn er í liðinu.“Özil spilar með Arsenal og þýska landsliðinu.vísir/getty Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
„Ég hef oft sagt við manninn minn að ég ætti að reyna að græða eitthvað á þessu,“ segir kennarinn Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil en hún uppgötvaði það fyrir algjöra slysni. „Ég var að kenna fyrir nokkrum árum þegar Özil var að spila með Real Madrid. Nokkrir strákar byrjuðu að benda á mig í tímanum og ég spurði þá hvað væri í gangi. Þeir þorðu ekki að segja það við mig fyrst því þeir héldu að ég myndi móðgast. Síðan sögðu þeir mér að ég væri lík fótboltamanni sem héti Mesut Özil. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég ákvað að gúggla hann og sá strax líkindi með okkur,“ segir Sigríður, sem oftast gengur undir nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið setti Sigga Lísa mynd af Özil á Facebook og fékk vægast sagt góð viðbrögð.Siggu Lísu finnst mjög fyndið að henni sé líkt við knattspyrnukappann.Mynd/úr einkasafni„Það fannst öllum þetta sjúklega fyndið. Mig skiptir þetta engu máli og mér sjálfri finnst þetta mjög fyndið. Sérstaklega finnst mér fyndið að fólk hafi gaman af þessu og ég tek þessu létt,“ segir Sigga Lísa glöð í bragði. Hún hefur snúið þessu upp í grín. „Ég er aðdáandi hans á Facebook og Instagram og kalla hann alltaf bróður minn. Á öskudaginn ákvað ég að vera Özil og það sáu allir að ég var hann þótt ég væri ekki með nafnið hans aftan á treyjunni. Hann er samt örugglega ekki eins stoltur af þessu og ég.“ En eru engar líkur á að Sigga Lísa og Özil séu í raun skyld? „Ég hef spurt mömmu og hún segir nei. En hvað veit maður?“ Özil spilar með þýska landsliðinu sem keppir um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu næstu helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu stolt af „bróður“ sínum. „Ég held með Þýskalandi af því að bróðir minn er í liðinu.“Özil spilar með Arsenal og þýska landsliðinu.vísir/getty
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira