Lífið

Sir Ian leikur Holmes 93 ára

Sir Ian McKellen
Leikarinn leikur Holmes 18 árum eldri en hann er sjálfur.
Mynd/APF
Sir Ian McKellen Leikarinn leikur Holmes 18 árum eldri en hann er sjálfur. Mynd/APF AFP/NordicPhotos
Leikarinn góðkunni Sir Ian McKellen fer með hlutverk aldraðs Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd undir stjórn Bill Condon. Myndin heitir einfaldlega Mr. Holmes og lýsir því hvernig spæjarinn aldraði verður heltekin af síðasta glæpamálinu á ferlinum.

Myndin byggir ekki á sögum Sir Arthur Conan Doyle‘s heldur skáldsögu sem kom út árið 2005 og nefnist A Slight Trick of the Mind. Höfundur hennar er Mitch Cullin.



McKellen, sem er 75 ára tvítaði af þessu tilefni: „Meira en 70 leikarar hafa leikið Holmes á undan mér. Núna þegar hann er orðinn 93 ára er röðin komin að mér.“



Frumsýning myndarinnar er fyrirhuguð á næsta ári. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.