Þurfum að spila þéttan varnarleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júlí 2014 07:15 Atli Viðar og félagar leika í Hvíta-Rússlandi. Fréttablaðið/Valli FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. FH mætir Neman frá Grodno í Hvíta-Rússlandi en bærinn liggur við landamærin við Pólland. Stjarnan leikur gegn skoska liðinu Motherwell. „Ferðalagið gekk mjög vel og þetta lítur allt saman vel út,“ sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið í gær en FH-ingar lögðu snemma af stað á þriðjudagsmorgun og komu á áfangastað í gær eftir að hafa gist í Póllandi á leið sinni til Grodno. Hann segir að FH-ingar mæti ágætlega undirbúnir til leiks. „Við teljum okkur vita eitt og annað um þá. Þetta er hörkulið og eins og önnur frá Austur-Evrópu vel skipulagt og gott í að halda boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Þar að auki er sumardeild hér í Hvíta-Rússlandi og því er liðið í hörkuformi, eins og við. Það hefur hentað íslenskum liðum illa að spila gegn slíkum liðum og ég á því von á erfiðum leik.“ Neman Grodno hafnaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra en þar í landi hefur BATE Borisov borið höfuð og herðar yfir önnur lið og unnið meistaratitilinn átta ár í röð. „Við spiluðum við BATE bæði 2007 og 2010 og þó svo að þetta lið sé ekki jafn sterkt er það afar öflugt. Það er ljóst að við þurfum að spila þéttan varnarleik og komast frá leiknum þannig að við eigum möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika,“ segir Heimir. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx samdi nýverið við FH og er kominn með leikheimild fyrir Evrópukeppnina. „Hann er góður leikmaður sem styrkir hópinn. Ég veit ekki hvort hann byrji í kvöld en reikna með að hann komi við sögu,“ segir þjálfarinn. Bæði FH og Stjarnan komust auðveldlega áfram úr fyrstu umferðinni en fá nú mun sterkari andstæðinga. Garðbæingar leika gegn Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor, á eftir Celtic sem vann 1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefja leik í Hvíta-Rússlandi klukkan 17.00 í dag og Stjarnan mætir Motherwell klukkan 18.45. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. FH mætir Neman frá Grodno í Hvíta-Rússlandi en bærinn liggur við landamærin við Pólland. Stjarnan leikur gegn skoska liðinu Motherwell. „Ferðalagið gekk mjög vel og þetta lítur allt saman vel út,“ sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið í gær en FH-ingar lögðu snemma af stað á þriðjudagsmorgun og komu á áfangastað í gær eftir að hafa gist í Póllandi á leið sinni til Grodno. Hann segir að FH-ingar mæti ágætlega undirbúnir til leiks. „Við teljum okkur vita eitt og annað um þá. Þetta er hörkulið og eins og önnur frá Austur-Evrópu vel skipulagt og gott í að halda boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Þar að auki er sumardeild hér í Hvíta-Rússlandi og því er liðið í hörkuformi, eins og við. Það hefur hentað íslenskum liðum illa að spila gegn slíkum liðum og ég á því von á erfiðum leik.“ Neman Grodno hafnaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra en þar í landi hefur BATE Borisov borið höfuð og herðar yfir önnur lið og unnið meistaratitilinn átta ár í röð. „Við spiluðum við BATE bæði 2007 og 2010 og þó svo að þetta lið sé ekki jafn sterkt er það afar öflugt. Það er ljóst að við þurfum að spila þéttan varnarleik og komast frá leiknum þannig að við eigum möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika,“ segir Heimir. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx samdi nýverið við FH og er kominn með leikheimild fyrir Evrópukeppnina. „Hann er góður leikmaður sem styrkir hópinn. Ég veit ekki hvort hann byrji í kvöld en reikna með að hann komi við sögu,“ segir þjálfarinn. Bæði FH og Stjarnan komust auðveldlega áfram úr fyrstu umferðinni en fá nú mun sterkari andstæðinga. Garðbæingar leika gegn Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor, á eftir Celtic sem vann 1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefja leik í Hvíta-Rússlandi klukkan 17.00 í dag og Stjarnan mætir Motherwell klukkan 18.45. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira