Íslendingar eru alltaf að verða umburðarlyndari Kristjana Arnarsdóttir skrifar 18. júlí 2014 10:00 Fréttablaðið/Daníel „Tónlistin hefur þannig lagað séð alltaf fylgt mér en ég var ekkert endilega ákveðin í því að feta þennan veg þegar ég var lítil. Þá hafði ég allt aðra drauma. Þrettán ára byrjaði ég að spila og syngja, fékk þá kóngabláan rafmagnsgítar og magnara í fermingargjöf. Í kjölfarið byrjaði ég í rokkbandi. Það náði reyndar ekki neinu flugi, enda ekki beint minn kaffibolli,“ segir tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir, öllu betur þekkt undir listamannsnafninu Elín Ey, um upphafið að tónlistarferlinum. Elín á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana en hún kemur úr stórri fjölskyldu hæfileikaríks tónlistarfólks. Foreldrar hennar eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson og öll systkini Elínar hafa komið við sögu í tónlistinni. „Það var aldrei nein pressa frá mömmu og pabba að við færum í tónlistina. Ég held að þau hefðu verið alveg jafn ánægð ef við hefðum farið í aðra átt en svona þróaðist þetta.“ Elín og eldri systur hennar tvær, Sigríður og Elísabet, stofnuðu hljómsveitina Sísý Ey fyrir nokkrum árum þegar sameiginleg vinkona benti þeim á að þær hefðu alla burði til þess að stofna band. „Vinkona okkar, Carmen Jóhannsdóttir, kynnti mig fyrir þessari house-tónlistarstefnu og var með hugmynd um að við systurnar myndum syngja saman. Við vorum allar til í þetta, höfðum vissulega sungið eitthvað saman áður en ekki svona. Við fengum svo Friðfinn Oculus til liðs við okkur og Carmen var okkur innan handar við lagasmíðarnar,“ segir Elín. Fyrsta lag hljómsveitarinnar, Ain't Got Nobody, sló rækilega í gegn og fékk mikla spilun hjá plötusnúðum landsins. Í kjölfarið snerust hjólin hratt, hljómsveitin spilaði á Sónar-hátíðinni hér heima sem og í Stokkhólmi og í Barcelona. „Þetta var alveg magnað. Sónar er frábær hátíð og vel að öllu staðið. Barcelona var allt annar skali, við höfðum auðvitað aldrei spilað á svona stórri hátíð. En við fengum mjög fínar viðtökur sem var alveg frábært.“ Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar er í bígerð og segir Elín hana svo gott sem tilbúna. „Á plötunni verða lög sem við höfum samið saman og mun svipa til þess sem við höfum áður sent frá okkur. Okkur gengur vel að semja saman sem er frábært því það er alls ekki sjálfgefið að systur geti unnið svona náið saman. Þar að auki eru mamma og pabbi ánægð með okkur, þessi tónlist er heldur ný fyrir þeim en þau eru að fíla þetta.“ Erfitt að semja á íslenskuElín hefur undanfarið unnið að gerð sólóplötu sem hún segir að verði töluvert persónulegri en það sem hún hefur áður sent frá sér. „Vinnan við plötuna hefur tekið mjög langan tíma. Ég hef alltaf samið á ensku og meira í einhverjum kántrí-blúsfíling. Svo fékk ég þessa flugu í höfuðið að gera plötu á íslensku og það hefur tekið lengri tíma, mér finnst erfiðara að semja á íslensku. Það er persónulegra og á sama tíma er það krefjandi að koma orðunum frá sér án þess að þau hljómi klisjulega. Ég hef verið að skoða gömul íslensk ljóð og fara aftur í gamla tímann,“ segir Elín, sem vonast til þess að platan verði tilbúin á þessu ári. „Ég er með svolítinn verkkvíða og verð að passa mig á því að fara ekki út í of mikla fullkomnunaráráttu með þetta allt saman. En ég hlakka mikið til að gefa hana út.” Elín er í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, vöruhönnuði og listakonu. Hér eru þær saman með dóttur Hörpu, Emblu.Það rann upp fyrir Elínu á unglingsárunum að hún væri samkynhneigð. Hún segir fjölskylduna hafa tekið þeim fregnum afar vel. „Það tóku allir þessu rosalega vel og það má segja að ég hafi verið mjög heppin. Það var mjög erfitt á sínum tíma að finnast maður frábrugðinn öðrum. Ég kem út úr skápnum þegar ég er sextán ára og kynnist þá stelpu sem var í sambandi með konu. Það var þá sem ég sá að þetta var algjörlega eðlilegt en ég hafði aldrei áður þekkt neinn sem var samkynhneigður.“ Hún segir Ísland standa afar framarlega þegar kemur að stöðu samkynhneigðra. „Hér ríkir ofboðslegt frelsi til þess að vera maður sjálfur og Íslendingar eru alltaf að verða umburðarlyndari og eru sem betur fer farnir að minnka það mikið að skilgreina fólk. Það á ekki að þurfa að skilgreina hvað maður er, hvort maður er samkynhneigður, gagnkynhneigður eða bara hvað sem er. Í dag eru flestir hættir að spá í þetta og það er ómetanlegt að finna stuðninginn hér á Íslandi,“ segir Elín, og bætir við að eldri systir hennar, Elísabet, sé einnig samkynhneigð. Elín er í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, vöruhönnuði og listakonu, en þær hafa verið saman í eitt ár. „Harpa er frábær. Hún er mér mikill innblástur í tónlistinni og veitir mér stuðning. Embla dóttir hennar er líka dásamleg og við erum miklir vinir.“Talið berst að framtíðinni en þar verður tónlistin í forgrunni. „Ég gæti hugsað mér að flytja til Bandaríkjanna einhvern tíma, hvort sem það verður til þess að elta tónlistina eða bara skipta aðeins um umhverfi og sækja nýjan innblástur. Í haust ætla ég að drífa mig í FÍH og bæta við mig tónfræði og hljómfræði, ég finn að ég klessi stundum á vegg þegar ég er að semja tónlist því þá er ég ekki með þessa grundvallarkunnáttu. En þá er frábært að bæta því við sig. Annars ætla ég að setja sólóplötuna á fullt núna, hún er um það bil hálfnuð. Ég næ þá kannski tveimur plötum fyrir jólin, það væri æðislegt.“ Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Tónlistin hefur þannig lagað séð alltaf fylgt mér en ég var ekkert endilega ákveðin í því að feta þennan veg þegar ég var lítil. Þá hafði ég allt aðra drauma. Þrettán ára byrjaði ég að spila og syngja, fékk þá kóngabláan rafmagnsgítar og magnara í fermingargjöf. Í kjölfarið byrjaði ég í rokkbandi. Það náði reyndar ekki neinu flugi, enda ekki beint minn kaffibolli,“ segir tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir, öllu betur þekkt undir listamannsnafninu Elín Ey, um upphafið að tónlistarferlinum. Elín á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana en hún kemur úr stórri fjölskyldu hæfileikaríks tónlistarfólks. Foreldrar hennar eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson og öll systkini Elínar hafa komið við sögu í tónlistinni. „Það var aldrei nein pressa frá mömmu og pabba að við færum í tónlistina. Ég held að þau hefðu verið alveg jafn ánægð ef við hefðum farið í aðra átt en svona þróaðist þetta.“ Elín og eldri systur hennar tvær, Sigríður og Elísabet, stofnuðu hljómsveitina Sísý Ey fyrir nokkrum árum þegar sameiginleg vinkona benti þeim á að þær hefðu alla burði til þess að stofna band. „Vinkona okkar, Carmen Jóhannsdóttir, kynnti mig fyrir þessari house-tónlistarstefnu og var með hugmynd um að við systurnar myndum syngja saman. Við vorum allar til í þetta, höfðum vissulega sungið eitthvað saman áður en ekki svona. Við fengum svo Friðfinn Oculus til liðs við okkur og Carmen var okkur innan handar við lagasmíðarnar,“ segir Elín. Fyrsta lag hljómsveitarinnar, Ain't Got Nobody, sló rækilega í gegn og fékk mikla spilun hjá plötusnúðum landsins. Í kjölfarið snerust hjólin hratt, hljómsveitin spilaði á Sónar-hátíðinni hér heima sem og í Stokkhólmi og í Barcelona. „Þetta var alveg magnað. Sónar er frábær hátíð og vel að öllu staðið. Barcelona var allt annar skali, við höfðum auðvitað aldrei spilað á svona stórri hátíð. En við fengum mjög fínar viðtökur sem var alveg frábært.“ Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar er í bígerð og segir Elín hana svo gott sem tilbúna. „Á plötunni verða lög sem við höfum samið saman og mun svipa til þess sem við höfum áður sent frá okkur. Okkur gengur vel að semja saman sem er frábært því það er alls ekki sjálfgefið að systur geti unnið svona náið saman. Þar að auki eru mamma og pabbi ánægð með okkur, þessi tónlist er heldur ný fyrir þeim en þau eru að fíla þetta.“ Erfitt að semja á íslenskuElín hefur undanfarið unnið að gerð sólóplötu sem hún segir að verði töluvert persónulegri en það sem hún hefur áður sent frá sér. „Vinnan við plötuna hefur tekið mjög langan tíma. Ég hef alltaf samið á ensku og meira í einhverjum kántrí-blúsfíling. Svo fékk ég þessa flugu í höfuðið að gera plötu á íslensku og það hefur tekið lengri tíma, mér finnst erfiðara að semja á íslensku. Það er persónulegra og á sama tíma er það krefjandi að koma orðunum frá sér án þess að þau hljómi klisjulega. Ég hef verið að skoða gömul íslensk ljóð og fara aftur í gamla tímann,“ segir Elín, sem vonast til þess að platan verði tilbúin á þessu ári. „Ég er með svolítinn verkkvíða og verð að passa mig á því að fara ekki út í of mikla fullkomnunaráráttu með þetta allt saman. En ég hlakka mikið til að gefa hana út.” Elín er í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, vöruhönnuði og listakonu. Hér eru þær saman með dóttur Hörpu, Emblu.Það rann upp fyrir Elínu á unglingsárunum að hún væri samkynhneigð. Hún segir fjölskylduna hafa tekið þeim fregnum afar vel. „Það tóku allir þessu rosalega vel og það má segja að ég hafi verið mjög heppin. Það var mjög erfitt á sínum tíma að finnast maður frábrugðinn öðrum. Ég kem út úr skápnum þegar ég er sextán ára og kynnist þá stelpu sem var í sambandi með konu. Það var þá sem ég sá að þetta var algjörlega eðlilegt en ég hafði aldrei áður þekkt neinn sem var samkynhneigður.“ Hún segir Ísland standa afar framarlega þegar kemur að stöðu samkynhneigðra. „Hér ríkir ofboðslegt frelsi til þess að vera maður sjálfur og Íslendingar eru alltaf að verða umburðarlyndari og eru sem betur fer farnir að minnka það mikið að skilgreina fólk. Það á ekki að þurfa að skilgreina hvað maður er, hvort maður er samkynhneigður, gagnkynhneigður eða bara hvað sem er. Í dag eru flestir hættir að spá í þetta og það er ómetanlegt að finna stuðninginn hér á Íslandi,“ segir Elín, og bætir við að eldri systir hennar, Elísabet, sé einnig samkynhneigð. Elín er í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, vöruhönnuði og listakonu, en þær hafa verið saman í eitt ár. „Harpa er frábær. Hún er mér mikill innblástur í tónlistinni og veitir mér stuðning. Embla dóttir hennar er líka dásamleg og við erum miklir vinir.“Talið berst að framtíðinni en þar verður tónlistin í forgrunni. „Ég gæti hugsað mér að flytja til Bandaríkjanna einhvern tíma, hvort sem það verður til þess að elta tónlistina eða bara skipta aðeins um umhverfi og sækja nýjan innblástur. Í haust ætla ég að drífa mig í FÍH og bæta við mig tónfræði og hljómfræði, ég finn að ég klessi stundum á vegg þegar ég er að semja tónlist því þá er ég ekki með þessa grundvallarkunnáttu. En þá er frábært að bæta því við sig. Annars ætla ég að setja sólóplötuna á fullt núna, hún er um það bil hálfnuð. Ég næ þá kannski tveimur plötum fyrir jólin, það væri æðislegt.“
Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið