Struku frá Alcatraz-eyjunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2014 09:30 Hér stendur Oddur Kristjánsson á bakka San Francisco borgar og er með Alcatraz-eyjuna ógnvænlegu í baksýn. mynd/einkasafn „Þetta er auðvitað alltaf erfitt en líka mjög skemmtilegt,“ segir Oddur Kristjánsson þríþrautarkappi en hann tók þátt í þríþrautarkeppni sem kallast einfaldlega, Flóttinn frá Alcatraz og fer fram í San Francisco-flóa eins og gefur að skilja. Ásamt Oddi tóku átta Íslendingar þátt í keppninni og á meðal þeirra var Pétur Már Ómarsson. „Það fyrsta sem ég hugsaði eftir að ég kláraði þetta var að ég væri til í að gera þetta aftur,“ segir Pétur Már. Um er ræða mjög vinsæla þríþrautarkeppni en það er þó mikið happdrætti hvort fólk kemst að. „Fólk skráir sig á vefsíðu keppninnar, það var alveg slatti af Íslendingum sem skráði sig en við komumst bara átta að,“ bætir Pétur Már við, en keppnin fer fram einu sinni á ári í júní. Þátttakendurnir fyrir utan Odd Kristjánsson og Pétur Má Ómarsson voru þau Ármann Þorvaldsson, Ásgeir Ragnarsson, Magnús Ragnarsson, Ólöf Pétursdóttir, Ingi Helgason og Guðmundur Gíslason. Af Íslendingunum náði Oddur bestum árangri. „Ég var fyrstur af Íslendingunum og var sextándi í mínum aldursflokki þannig að ég er sáttur. Ég kem úr Iron Man-umhverfinu og hef keppt í Iron Man þrisvar sinnum og þar eru vegalengdirnar talsvert meiri,“ segir Oddur. „Ég held að þessi keppni sé á bucket-listanum hjá ansi mörgum þríþrautarköppum,“ bætir Pétur Már við.Hér er þríþrautarkappinn Oddur Kristjánsson í sólinni í San Francisco að lokinni keppni.mynd/einkasafnÍ hefðbundinni Iron Man-keppni er 3,8 kílómetra sund, hjólreiðar í 180 kílómetra og 42,4 kílómetra langt hlaup en í keppninni í San Francisco eru vegalengdirnar styttri eða 2,5 kílómetra langt sund í San Francisco-flóanum, 800 metra langt hlaup um svokallað skiptisvæði, hjólreiðar í 25 kílómetra og hlaup í 13 kílómetra. Eins og margir vita eru miklar og brattar brekkur eitt af einkennum San Francisco. Hvernig er að synda í þessum umtalaða flóa, voru engir hákarlar? „Við sluppum við hákarlana, það er mjög ólíklegt að þú rekist á hákarl þarna en öldugangurinn og straumurinn var mikill,“ segir Pétur Már. „Við vorum hræddari um að rekast á sæljónin, við höfum heyrt að það sé ekki skemmtilegt að rekast á þau. Hvítháfurinn hefur látið mjög lítið á sér bera á þessum slóðum,“ bætir Oddur við. Sjórinn var um fimmtán gráða heitur. Það voru þó einhverjir sem gáfust upp fljótlega og hættu keppni en allir Íslendingarnir kláruðu keppnina. Þeir Íslendingar sem tóku þátt eru allir vanir þríþrautarkeppendur. „Við þekktumst flest en það voru þó tveir sem ég hafði ekki hitt áður,“ segir Oddur. Hann og Pétur Már æfa þríþraut hjá Ægi þríþraut og segja mikinn uppgang vera í íþróttinni.Fólk á sundi í San Francisco-flóanum.Ýmislegt um Alcatraz-eyjuna Alcatraz-eyja liggur í San Francisco-flóa, um 2,5 kílómetra utan við strendur San Francisco-borgar og er oft nefnd The Rock. Eyjan er líklega þekktust fyrir að hafa hýst eitt alræmdasta fangelsi sögunnar, Alcatraz-fangelsið, en það var starfrækt frá árinu 1934 til ársins 1963. Fangelsið hýsti hættulegustu glæpamennina en Al Capone er líklega þekktasti glæpamaðurinn sem dvaldi þar. 36 fangar reyndu að strjúka af eyjunni í fjórtán tilraunum á þessum 29 árum.Clarence Anglin, John Anglin og Frank Morris eru þeir einu sem hafa aldrei fundist en þeir hurfu árið 1962 og hefur ekkert til þeirra spurst síðan þeir hurfu úr klefum sínum. Margir telja þó að þeir hafi drukknað í flóanum.John Paul Scott strauk einnig úr fangelsinu árið 1962 og er eini fanginn sem vitað er til að hafi synt til lands en hann var handsamaður í San Francisco skömmu síðar. Oddur hefur keppt víða um heim, meðal annars í Roth í Þýskalandi, Panama City í Flórída og synti þar í Mexíkóflóa. Hann fer svo til Kaupmannahafnar í ágúst að keppa. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
„Þetta er auðvitað alltaf erfitt en líka mjög skemmtilegt,“ segir Oddur Kristjánsson þríþrautarkappi en hann tók þátt í þríþrautarkeppni sem kallast einfaldlega, Flóttinn frá Alcatraz og fer fram í San Francisco-flóa eins og gefur að skilja. Ásamt Oddi tóku átta Íslendingar þátt í keppninni og á meðal þeirra var Pétur Már Ómarsson. „Það fyrsta sem ég hugsaði eftir að ég kláraði þetta var að ég væri til í að gera þetta aftur,“ segir Pétur Már. Um er ræða mjög vinsæla þríþrautarkeppni en það er þó mikið happdrætti hvort fólk kemst að. „Fólk skráir sig á vefsíðu keppninnar, það var alveg slatti af Íslendingum sem skráði sig en við komumst bara átta að,“ bætir Pétur Már við, en keppnin fer fram einu sinni á ári í júní. Þátttakendurnir fyrir utan Odd Kristjánsson og Pétur Má Ómarsson voru þau Ármann Þorvaldsson, Ásgeir Ragnarsson, Magnús Ragnarsson, Ólöf Pétursdóttir, Ingi Helgason og Guðmundur Gíslason. Af Íslendingunum náði Oddur bestum árangri. „Ég var fyrstur af Íslendingunum og var sextándi í mínum aldursflokki þannig að ég er sáttur. Ég kem úr Iron Man-umhverfinu og hef keppt í Iron Man þrisvar sinnum og þar eru vegalengdirnar talsvert meiri,“ segir Oddur. „Ég held að þessi keppni sé á bucket-listanum hjá ansi mörgum þríþrautarköppum,“ bætir Pétur Már við.Hér er þríþrautarkappinn Oddur Kristjánsson í sólinni í San Francisco að lokinni keppni.mynd/einkasafnÍ hefðbundinni Iron Man-keppni er 3,8 kílómetra sund, hjólreiðar í 180 kílómetra og 42,4 kílómetra langt hlaup en í keppninni í San Francisco eru vegalengdirnar styttri eða 2,5 kílómetra langt sund í San Francisco-flóanum, 800 metra langt hlaup um svokallað skiptisvæði, hjólreiðar í 25 kílómetra og hlaup í 13 kílómetra. Eins og margir vita eru miklar og brattar brekkur eitt af einkennum San Francisco. Hvernig er að synda í þessum umtalaða flóa, voru engir hákarlar? „Við sluppum við hákarlana, það er mjög ólíklegt að þú rekist á hákarl þarna en öldugangurinn og straumurinn var mikill,“ segir Pétur Már. „Við vorum hræddari um að rekast á sæljónin, við höfum heyrt að það sé ekki skemmtilegt að rekast á þau. Hvítháfurinn hefur látið mjög lítið á sér bera á þessum slóðum,“ bætir Oddur við. Sjórinn var um fimmtán gráða heitur. Það voru þó einhverjir sem gáfust upp fljótlega og hættu keppni en allir Íslendingarnir kláruðu keppnina. Þeir Íslendingar sem tóku þátt eru allir vanir þríþrautarkeppendur. „Við þekktumst flest en það voru þó tveir sem ég hafði ekki hitt áður,“ segir Oddur. Hann og Pétur Már æfa þríþraut hjá Ægi þríþraut og segja mikinn uppgang vera í íþróttinni.Fólk á sundi í San Francisco-flóanum.Ýmislegt um Alcatraz-eyjuna Alcatraz-eyja liggur í San Francisco-flóa, um 2,5 kílómetra utan við strendur San Francisco-borgar og er oft nefnd The Rock. Eyjan er líklega þekktust fyrir að hafa hýst eitt alræmdasta fangelsi sögunnar, Alcatraz-fangelsið, en það var starfrækt frá árinu 1934 til ársins 1963. Fangelsið hýsti hættulegustu glæpamennina en Al Capone er líklega þekktasti glæpamaðurinn sem dvaldi þar. 36 fangar reyndu að strjúka af eyjunni í fjórtán tilraunum á þessum 29 árum.Clarence Anglin, John Anglin og Frank Morris eru þeir einu sem hafa aldrei fundist en þeir hurfu árið 1962 og hefur ekkert til þeirra spurst síðan þeir hurfu úr klefum sínum. Margir telja þó að þeir hafi drukknað í flóanum.John Paul Scott strauk einnig úr fangelsinu árið 1962 og er eini fanginn sem vitað er til að hafi synt til lands en hann var handsamaður í San Francisco skömmu síðar. Oddur hefur keppt víða um heim, meðal annars í Roth í Þýskalandi, Panama City í Flórída og synti þar í Mexíkóflóa. Hann fer svo til Kaupmannahafnar í ágúst að keppa.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira