Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (PGA) hafa tilnefnt tíu kvikmyndir til hinna árlegu PGA-verðlauna, sem talin eru gefa vísbendingu um hvaða myndir þykja líklegar á Óskarsverðlaunahátíðinni.
PGA-verðlaunin verða veitt þann 19. janúar og auk myndanna tíu verða veitt ýmis heiðursverðlaun. Meðal þeirra sem hljóta heiðursverðlaun eru James Bond-framleiðendurnir Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, og leikstjórinn Peter Jackson.
Myndirnar tíu sem tilnefndar eru til PGA-verðlaunanna eru:
American Hustle
Blue Jasmine
Captain Phillips
Dallas Buyers Club
Gravity
Her
Nebraska
Saving Mr. Banks
12 Years a Slave
Wolf of Wall Street
