Hvað gera verslunarmenn um verslunarmannahelgi? 28. júlí 2014 13:30 Bára, Guðmundur, Sara, Kormákur og Svava. Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira