Að vera þjóð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. júlí 2014 07:00 Gunnar Smári Egilsson, sá hugfimi málafylgjumaður, talar nú mjög fyrir því að Ísland gerist fylki í Noregi og færir fyrir því margvísleg fjörleg rök.Ég er skömm og skaðræði… Kannski er honum alvara – kannski ekki – og kannski öðrum þræði. Hann hugsar: Hvað eigum við eiginlega að gera til að hrista upp í þessu steindauða þrátefli sem íslenskt samfélag er um þessar mundir? Ganga í Noreg? Skárra en að ganga í Kína … Reyndar er hann ekki fyrstur til þess að velta fyrir sér mjög róttækri lausn á tilvistarvanda Íslendinga: Jón Ólafsson ritstjóri vildi flytja alla þjóðina til Alaska og staðhæfði að íslensk tunga myndi breiðast þaðan út um alla Ameríku, sigra enskuna sökum yfirburða sinna, og verða alheimstunga. Sagan segir að hann hafi sannfært Ulysses Grant Bandaríkjaforseta yfir viskíflösku um að kaupa Alaska handa Íslendingum, en Íslendingar létu sér fátt um finnast. Nokkrum árum síðar fannst gull í Klondike. Þá værum við aldeilis rík. Eða ekki. Við skulum hugsa þetta út frá Norðmönnum, og þá ekki til þess að taka undir þann dapurlega söng sem stundum heyrist í þessari umræðu, að Norðmenn hafi „engan áhuga á að taka við“ jafn ömurlegu fólki sem Íslendingum. Slíkt tal er til vitnis um sama öfugsnúna hugsunarháttinn um eigið samfélag og gegndarlaus sjálfsupphafning bóluáranna; það er til lítils að hætta að kyrja „Ég er gull og gersemi“ til þess eins að fara að baula „Ég er skömm og skaðræði …“ En sem sé: hugsum þetta út frá Norðmönnum. Dæmin sýna okkur að engri þjóð er hollt að stjórna annarri þjóð; slíkt dregur fram ýmsa mannlega lesti sem grunnt er á í flestu fólki: yfirlæti, ofríki, umburðarleysi og tilætlunarsemi. Gildir þá einu hvort svo mun eiga að heita að Íslendingar séu jafnréttháir Norðmönnum; tilvera Íslendinga mun fara fram á norskum forsendum, segi þeir sig til sveitar þar; þeir verða hjú í eigin landi, og hætt er við að Ísland verði einskær veiðistöð með einhverri risahöfn í Finnafirði og fáu öðru, en við öll farin, að reyna að meika það í Osló. Íslendingum hefur almennt vegnað vel í Noregi en taki öll þjóðin sig til og gerist sérstakt fylki í Noregi gegnir öðru máli um sambýli þessara tveggja einkennilega ólíku þjóða. Íslendingar eru vissulega afkomendur Norðmanna – en líka Kelta, sem skýrir bókmenntahefð okkar og virðingu fyrir tungumálinu, sem fjarlægari er Norðmönnum eins og sást á dögunum þegar norska ríkisstjórnin lagði niður starf við norsku orðabókina. Þeir hafa líka klórað sér mjög í hausnum að undanförnu yfir eigin stjórnarskrá, vegna þess að þeir skilja hana ekki lengur. Fólk í Noregi og á Íslandi hefur í aldanna rás þróað með sér ólík samfélög, ólíka menningu og siði, ólík tungumál, ólíka tilfinningu fyrir umhverfi sínu og heimahögum; maður getur lagað sig að öllu slíku þegar maður flytur til annars lands, en hitt er meiri vandkvæðum bundið, að láta heilt samfélag taka upp nýjan hugsunarhátt; öll ósögðu boðorðin sem tilheyra því mengi sem við nefnum þjóð.Nýlenduhugsun Engin þjóð – og allra síst smáþjóð á borð við Norðmenn – hefur gott af því að hafa yfir annarri þjóð að segja eins og fyrr segir, en hitt er þó verra: að láta aðra þjóð ráða yfir sér. Allt það versta sem Íslendingar hafa þurft að glíma við á seinustu árum er afleiðing af nýlenduhugsunarhætti. Um aldir voru Íslendingar hjálenda Dana með tilheyrandi utanstefnum, klögumálum, bænaskrám og ábyrgðarleysi á eigin stjórn. Bandaríkjamenn tóku hálfpartinn við hlutverki Dana sem „verndari“ þessa þjóðarkrílis gegn afnotum af landi. Kaninn fór endanlega árið 2006. Við þjóðargjaldþroti lá tveimur árum síðar. Þar með er ekki sagt að við séum munaðarlaust barn sem fer um stóreygt og spyr: Hver ætlar nú að sjá um mig? Við eigum ekki að reyna aftur að halla okkur upp að einum sterkum verndara og setja allt okkar traust á hann, og að geta galdrað fram nægilega áhrifamiklar bænaskrár sem við sendum með reglulegu millibili. Okkur mun farnast betur sem þjóð ef við hættum að hugsa sem nýlenda. Allar þjóðir gefa að vísu eftir hluta af svokölluðu fullveldi sínu í þágu sameiginlegra hagsmuna hinna stærri heilda – og er eðlilegur hluti alþjóðavæðingar. Okkur mun best farnast ef við göngum með höfuðið hátt til samstarfs við ótal aðrar þjóðir og treystum á almennar reglur fremur en dynti og velvilja einstakra ráðamanna. Ég sá Gunnar Smára skrifa eitthvað á þá leið að það að halda gangandi íslensku samfélagi með öllum þeim kostnaði sem því fylgdi væri eins og tveir menn ætluðu að bera píanó. Þeir neituðu að horfast í augu við að það vantaði að minnsta kosti tvo í viðbót til að þetta gengi … En að vera þjóð er ekkert að bera píanó á einhvern stað, tveir, fjórir, fimm eða átta: spurningin snýst um hitt: að kunna að spila á það. Maður lærir ekkert frekar á píanó með því að rogast með það á nýjan stað heldur einungis með því að setjast niður og spila á það. Við þurfum að finna okkar tón á ný sem þjóð; ekki með því að vera mestu asnar í heimi og hvað þá með því að vera afbragð annarra þjóða. Það að vera þjóð er ekki að bera píanó. Að vera þjóð er miklu frekar að vera píanó. Að láta ólíkar nótur hljóma, skærar, dimmar, hvítar og svartar, heilar og hálfar – óma saman og njóta sín hver og ein svo að útkoman verði samhljómandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun
Gunnar Smári Egilsson, sá hugfimi málafylgjumaður, talar nú mjög fyrir því að Ísland gerist fylki í Noregi og færir fyrir því margvísleg fjörleg rök.Ég er skömm og skaðræði… Kannski er honum alvara – kannski ekki – og kannski öðrum þræði. Hann hugsar: Hvað eigum við eiginlega að gera til að hrista upp í þessu steindauða þrátefli sem íslenskt samfélag er um þessar mundir? Ganga í Noreg? Skárra en að ganga í Kína … Reyndar er hann ekki fyrstur til þess að velta fyrir sér mjög róttækri lausn á tilvistarvanda Íslendinga: Jón Ólafsson ritstjóri vildi flytja alla þjóðina til Alaska og staðhæfði að íslensk tunga myndi breiðast þaðan út um alla Ameríku, sigra enskuna sökum yfirburða sinna, og verða alheimstunga. Sagan segir að hann hafi sannfært Ulysses Grant Bandaríkjaforseta yfir viskíflösku um að kaupa Alaska handa Íslendingum, en Íslendingar létu sér fátt um finnast. Nokkrum árum síðar fannst gull í Klondike. Þá værum við aldeilis rík. Eða ekki. Við skulum hugsa þetta út frá Norðmönnum, og þá ekki til þess að taka undir þann dapurlega söng sem stundum heyrist í þessari umræðu, að Norðmenn hafi „engan áhuga á að taka við“ jafn ömurlegu fólki sem Íslendingum. Slíkt tal er til vitnis um sama öfugsnúna hugsunarháttinn um eigið samfélag og gegndarlaus sjálfsupphafning bóluáranna; það er til lítils að hætta að kyrja „Ég er gull og gersemi“ til þess eins að fara að baula „Ég er skömm og skaðræði …“ En sem sé: hugsum þetta út frá Norðmönnum. Dæmin sýna okkur að engri þjóð er hollt að stjórna annarri þjóð; slíkt dregur fram ýmsa mannlega lesti sem grunnt er á í flestu fólki: yfirlæti, ofríki, umburðarleysi og tilætlunarsemi. Gildir þá einu hvort svo mun eiga að heita að Íslendingar séu jafnréttháir Norðmönnum; tilvera Íslendinga mun fara fram á norskum forsendum, segi þeir sig til sveitar þar; þeir verða hjú í eigin landi, og hætt er við að Ísland verði einskær veiðistöð með einhverri risahöfn í Finnafirði og fáu öðru, en við öll farin, að reyna að meika það í Osló. Íslendingum hefur almennt vegnað vel í Noregi en taki öll þjóðin sig til og gerist sérstakt fylki í Noregi gegnir öðru máli um sambýli þessara tveggja einkennilega ólíku þjóða. Íslendingar eru vissulega afkomendur Norðmanna – en líka Kelta, sem skýrir bókmenntahefð okkar og virðingu fyrir tungumálinu, sem fjarlægari er Norðmönnum eins og sást á dögunum þegar norska ríkisstjórnin lagði niður starf við norsku orðabókina. Þeir hafa líka klórað sér mjög í hausnum að undanförnu yfir eigin stjórnarskrá, vegna þess að þeir skilja hana ekki lengur. Fólk í Noregi og á Íslandi hefur í aldanna rás þróað með sér ólík samfélög, ólíka menningu og siði, ólík tungumál, ólíka tilfinningu fyrir umhverfi sínu og heimahögum; maður getur lagað sig að öllu slíku þegar maður flytur til annars lands, en hitt er meiri vandkvæðum bundið, að láta heilt samfélag taka upp nýjan hugsunarhátt; öll ósögðu boðorðin sem tilheyra því mengi sem við nefnum þjóð.Nýlenduhugsun Engin þjóð – og allra síst smáþjóð á borð við Norðmenn – hefur gott af því að hafa yfir annarri þjóð að segja eins og fyrr segir, en hitt er þó verra: að láta aðra þjóð ráða yfir sér. Allt það versta sem Íslendingar hafa þurft að glíma við á seinustu árum er afleiðing af nýlenduhugsunarhætti. Um aldir voru Íslendingar hjálenda Dana með tilheyrandi utanstefnum, klögumálum, bænaskrám og ábyrgðarleysi á eigin stjórn. Bandaríkjamenn tóku hálfpartinn við hlutverki Dana sem „verndari“ þessa þjóðarkrílis gegn afnotum af landi. Kaninn fór endanlega árið 2006. Við þjóðargjaldþroti lá tveimur árum síðar. Þar með er ekki sagt að við séum munaðarlaust barn sem fer um stóreygt og spyr: Hver ætlar nú að sjá um mig? Við eigum ekki að reyna aftur að halla okkur upp að einum sterkum verndara og setja allt okkar traust á hann, og að geta galdrað fram nægilega áhrifamiklar bænaskrár sem við sendum með reglulegu millibili. Okkur mun farnast betur sem þjóð ef við hættum að hugsa sem nýlenda. Allar þjóðir gefa að vísu eftir hluta af svokölluðu fullveldi sínu í þágu sameiginlegra hagsmuna hinna stærri heilda – og er eðlilegur hluti alþjóðavæðingar. Okkur mun best farnast ef við göngum með höfuðið hátt til samstarfs við ótal aðrar þjóðir og treystum á almennar reglur fremur en dynti og velvilja einstakra ráðamanna. Ég sá Gunnar Smára skrifa eitthvað á þá leið að það að halda gangandi íslensku samfélagi með öllum þeim kostnaði sem því fylgdi væri eins og tveir menn ætluðu að bera píanó. Þeir neituðu að horfast í augu við að það vantaði að minnsta kosti tvo í viðbót til að þetta gengi … En að vera þjóð er ekkert að bera píanó á einhvern stað, tveir, fjórir, fimm eða átta: spurningin snýst um hitt: að kunna að spila á það. Maður lærir ekkert frekar á píanó með því að rogast með það á nýjan stað heldur einungis með því að setjast niður og spila á það. Við þurfum að finna okkar tón á ný sem þjóð; ekki með því að vera mestu asnar í heimi og hvað þá með því að vera afbragð annarra þjóða. Það að vera þjóð er ekki að bera píanó. Að vera þjóð er miklu frekar að vera píanó. Að láta ólíkar nótur hljóma, skærar, dimmar, hvítar og svartar, heilar og hálfar – óma saman og njóta sín hver og ein svo að útkoman verði samhljómandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun