Stemning og stuð á edrúhátíð Baldvin Þormóðsson skrifar 1. ágúst 2014 17:30 Rúnar Freyr segir hátíðina vera fyrir alla sem vilja koma og skemmta sér edrú. vísir/stefán „Þetta þýðir bara að þarna verður enginn þunnur og enginn á bömmer á leiðinni heim,“ segir Rúnar Freyr Gíslason sem skipuleggur Edrú-hátíðina á Laugalandi í Holtum. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. „Þetta er alltaf að verða stærra og stærra,“ segir Rúnar. „Við erum með massífa dagskrá yfir daginn fyrir börnin og síðan tónleikar um kvöldið.“ Það er sannkölluð tónlistarveisla um kvöldið en á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru til dæmis KK og Maggi Eiríks, Benni Hemm Hemm og Sísí Ey með „acoustic“ sett. Dagskráin yfir alla hátíðina er heldur ekki af verri endanum. Má þar til dæmis nefna knúskeppni, graff-listasmiðju fyrir börn, ratleiki, söngkeppni barnanna og svo lengi mætti telja. „Það eru margir sem halda að hátíðin sé bara fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra en þetta er alls ekki þannig,“ segir Rúnar. „Hátíðin er fyrir alla sem vilja koma og skemmta sér edrú yfir helgina.“ Það hlýtur að teljast erfitt að bóka hljómsveitir á hátíðir um verslunarmannahelgina en þegar vandamál koma upp þá er þeim reddað segir Rúnar. „Trommarinn í Mammút er sem sagt að koma fram með Jóni Jónssyni í Eyjum á föstudagskvöldið,“ útskýrir Rúnar en trommarinn á einmitt að koma fram með Mammút kl. 23 á Edrú-hátíðinni sama kvöld. „Þegar hann er búinn þá brunar hann niður á höfn og Atlantsflug flýgur með hann sérstaklega upp á land þar sem ég sæki hann og hendi honum beint upp á svið.“ Hátíðin kemur einnig til móts við þá sem treysta sér ekki að sofa í tjaldi og bjóða upp á dagpassa á 2.500 krónur. „Þetta er bara klukkustund frá Reykjavík þannig að fólk getur alveg skotist yfir daginn,“ segir Rúnar en hátíðin hefst í dag. „Þetta er bara stemning og stuð í bland við öryggi og alúðlegheit.“ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Þetta þýðir bara að þarna verður enginn þunnur og enginn á bömmer á leiðinni heim,“ segir Rúnar Freyr Gíslason sem skipuleggur Edrú-hátíðina á Laugalandi í Holtum. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. „Þetta er alltaf að verða stærra og stærra,“ segir Rúnar. „Við erum með massífa dagskrá yfir daginn fyrir börnin og síðan tónleikar um kvöldið.“ Það er sannkölluð tónlistarveisla um kvöldið en á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru til dæmis KK og Maggi Eiríks, Benni Hemm Hemm og Sísí Ey með „acoustic“ sett. Dagskráin yfir alla hátíðina er heldur ekki af verri endanum. Má þar til dæmis nefna knúskeppni, graff-listasmiðju fyrir börn, ratleiki, söngkeppni barnanna og svo lengi mætti telja. „Það eru margir sem halda að hátíðin sé bara fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra en þetta er alls ekki þannig,“ segir Rúnar. „Hátíðin er fyrir alla sem vilja koma og skemmta sér edrú yfir helgina.“ Það hlýtur að teljast erfitt að bóka hljómsveitir á hátíðir um verslunarmannahelgina en þegar vandamál koma upp þá er þeim reddað segir Rúnar. „Trommarinn í Mammút er sem sagt að koma fram með Jóni Jónssyni í Eyjum á föstudagskvöldið,“ útskýrir Rúnar en trommarinn á einmitt að koma fram með Mammút kl. 23 á Edrú-hátíðinni sama kvöld. „Þegar hann er búinn þá brunar hann niður á höfn og Atlantsflug flýgur með hann sérstaklega upp á land þar sem ég sæki hann og hendi honum beint upp á svið.“ Hátíðin kemur einnig til móts við þá sem treysta sér ekki að sofa í tjaldi og bjóða upp á dagpassa á 2.500 krónur. „Þetta er bara klukkustund frá Reykjavík þannig að fólk getur alveg skotist yfir daginn,“ segir Rúnar en hátíðin hefst í dag. „Þetta er bara stemning og stuð í bland við öryggi og alúðlegheit.“
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira