Lífið

Enn til miðar á JT tónleikana

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Það er enn von fyrir þá sem langar að sjá Justin Timberlake 24. ágúst.
Það er enn von fyrir þá sem langar að sjá Justin Timberlake 24. ágúst. Vísir/Getty
Þeir sem ætla að skella sér til Vestmannaeyja um helgina geta svo sannarlega dottið í lukkupottinn því þar verður hægt að næla sér í miða á tónleika Justins Timberlake. Uppselt varð á tónleikana fyrir skömmu á örfáum mínútum.

„Við erum að fara að gefa alveg slatta af miðum, þetta virkar þannig að við setjum allavega tvo miða inn í svona ísklumpa og það verða svo tíu til fimmtán ísklumpar á svæðinu,“ segir Anna Kristín Kristjánsdóttir, markaðsstýra Vodafone.

Á ákveðnum augnablikum ætla liðsmenn Vodafone að sleppa Vodafone-blöðrum og er það merki um að leit að ísklumpi sé hafin. „Fólk þarf svo að finna ísklumpinn og brjóta hann upp og þá eru miðarnir þeirra,“ bætir Anna Kristín við. Einum ísklumpi verður sleppt í einu og verða þeir einnig merktir með Vodafone-blöðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.