Verslunarmannahelginni ætti að eyða í bænum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 12:00 Berglind Sunna Stefánsdóttir og Megan Horan lofa gleði og glaum á Innipúkanum um helgina. Fréttablaðið/Arnþór Það er alltaf hægt að fara út á land, allar helgar sumarsins, en þetta er helgin sem maður vill halda sér í bænum,“ segir Berglind Sunna Stefánsdóttir, annar skipuleggjandi Innipúkans sem verður haldinn í miðbæ Reykjavíkur um helgina. „Við erum að skipuleggja þriggja daga tónleikaveislu í Naustinni á skemmtistöðunum Húrra og á Gauknum.“ Berglind Sunna segir að mikið hafi verið lagt upp úr því að hafa mikla breidd í vali á tónlist og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það eru ríflega þrjátíu hljómsveitir að spila, bæði minni og stærri bönd.“ Dagskráin spannar þrjá daga á stöðunum tveimur. „Á Húrra verður almenn dagskrá ef við getum kallað það svo,“ útskýrir Berglind. En á Gauknum verða þemakvöld, þannig geta þungarokkarar þanið raddböndin á föstudeginum, aðdáendur electro stigið dans á laugardeginum og hiphop-senan tekur öll völd á sunnudeginum. Meiri heildarhátíðarstemning verður yfir Innipúkanum í ár en hefur verið þar sem skipuleggjendur fengu leyfi til þess að loka af götunni hjá Naustinni. Þar stendur til að koma upp setuaðstöðu. „Þar verður húllumhæ á laugardeginum þegar við höldum lunch beat,“ segir Berglind. Plötusnúðurinn Ívar Pétur úr FM Belfast stýrir þeirri uppákomu en hann er þekktur fyrir að spila einstaklega skemmtilega danstónlist. Á sunnudeginum verður PubQuiz undir stjórn þeirra Loga Höskuldsonar úr Sudden Weather Change og Teits Magnússonar úr Ojba Rasta. Berglind segir ekki uppselt á hátíðina enn. „En ég er hrædd um að miðarnir fari hratt núna.“Tónleikar með Grísalappalísu eru þekktir fyrir sérstaklega mikla stemningu og stuð og má gera ráð fyrir því að þakið rifni af Húrra á sunnudag.Halda í hefðir Hefð hefur verið fyrir því á hátíðinni að leiða saman þekktan og farsælan tónlistarmann af gamla skólanum og hljómsveit sem hefur nýlega náð vinsældum. Í ár verður engin breyting á því og mun hápunktur hátíðarinnar vera á sunnudagskvöldinu þegar Megas og Grísalappalísa stíga saman á svið. „Tónlistin hans hafði sérstaklega mikil áhrif á mig og Baldur sem semjum textana,“ sagði Gunnar Ragnarsson, söngvari Grísalappalísu, en hljómsveitin er að hans sögn spennt fyrir tónleikunum. Áherslan verður lögð á tónlist Megasar en þó verða tekin tvö lög eftir Grísalappalísu. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Það er alltaf hægt að fara út á land, allar helgar sumarsins, en þetta er helgin sem maður vill halda sér í bænum,“ segir Berglind Sunna Stefánsdóttir, annar skipuleggjandi Innipúkans sem verður haldinn í miðbæ Reykjavíkur um helgina. „Við erum að skipuleggja þriggja daga tónleikaveislu í Naustinni á skemmtistöðunum Húrra og á Gauknum.“ Berglind Sunna segir að mikið hafi verið lagt upp úr því að hafa mikla breidd í vali á tónlist og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það eru ríflega þrjátíu hljómsveitir að spila, bæði minni og stærri bönd.“ Dagskráin spannar þrjá daga á stöðunum tveimur. „Á Húrra verður almenn dagskrá ef við getum kallað það svo,“ útskýrir Berglind. En á Gauknum verða þemakvöld, þannig geta þungarokkarar þanið raddböndin á föstudeginum, aðdáendur electro stigið dans á laugardeginum og hiphop-senan tekur öll völd á sunnudeginum. Meiri heildarhátíðarstemning verður yfir Innipúkanum í ár en hefur verið þar sem skipuleggjendur fengu leyfi til þess að loka af götunni hjá Naustinni. Þar stendur til að koma upp setuaðstöðu. „Þar verður húllumhæ á laugardeginum þegar við höldum lunch beat,“ segir Berglind. Plötusnúðurinn Ívar Pétur úr FM Belfast stýrir þeirri uppákomu en hann er þekktur fyrir að spila einstaklega skemmtilega danstónlist. Á sunnudeginum verður PubQuiz undir stjórn þeirra Loga Höskuldsonar úr Sudden Weather Change og Teits Magnússonar úr Ojba Rasta. Berglind segir ekki uppselt á hátíðina enn. „En ég er hrædd um að miðarnir fari hratt núna.“Tónleikar með Grísalappalísu eru þekktir fyrir sérstaklega mikla stemningu og stuð og má gera ráð fyrir því að þakið rifni af Húrra á sunnudag.Halda í hefðir Hefð hefur verið fyrir því á hátíðinni að leiða saman þekktan og farsælan tónlistarmann af gamla skólanum og hljómsveit sem hefur nýlega náð vinsældum. Í ár verður engin breyting á því og mun hápunktur hátíðarinnar vera á sunnudagskvöldinu þegar Megas og Grísalappalísa stíga saman á svið. „Tónlistin hans hafði sérstaklega mikil áhrif á mig og Baldur sem semjum textana,“ sagði Gunnar Ragnarsson, söngvari Grísalappalísu, en hljómsveitin er að hans sögn spennt fyrir tónleikunum. Áherslan verður lögð á tónlist Megasar en þó verða tekin tvö lög eftir Grísalappalísu.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira