Lífið

Hugmyndin er ekki að vera neitt fansí

Gísli Marteinn og félagar líta á Kaffi Vest sem eins konar samfélagsverkefni.
Gísli Marteinn og félagar líta á Kaffi Vest sem eins konar samfélagsverkefni. MYND/GÍSLI MARTEINN
„Við erum að leita að ömmuborðum og dálítið sérstökum stólum,“ segir Gísli Marteinn, en hann er að setja á fót Kaffi Vest í Vesturbænum.

Félagarnir að baki Kaffi Vest eru nú að auglýsa eftir hlutum á kaffihúsið.

„Við ætlum að setja Íslandsmet í að gera kaffihús fyrir sem minnstan pening,“ segir Gísli og hlær en þeir auglýstu eftir gamaldags plötuspilara og hljómgræjum í síðustu viku.

„Við fengum fjóra spilara og fimm magnara,“ segir Gísli en Vesturbæingar hafa verið duglegir að leggja félögunum lið.

„Í byrjun létum við gera kostnaðaráætlun. Þar var reiknað með milljón í hljóðkerfið. Síðan enduðum við með miklu betri græjur fyrir núll krónur.“

Áhugasamir geta haft samband við Gísla eða fylgst með Facebook-síðu hans.

„Það er líka skemmtileg saga að nágrannarnir séu að koma með gamlar græjur og gamla stóla,“ segir Gísli.

„Þá geta allir átt smá hlutdeild í þessu.“ Gísli segir að þeir félagar hafi alltaf horft á kaffihúsið sem nokkurs konar samfélagsverkefni. „Við höfum engan pening til þess að gera neitt fansí.“

„Við viljum bara gera besta kaffið í bænum, góðan mat og vera vettvangur fyrir fólkið í hverfinu til þess að hittast.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.