Íslendingur kennir fólki að ná langt í Hollywood 5. ágúst 2014 09:30 Hjónin Dan Zerin og Anna Zerin hafa umsjón með þáttum þar sem þau spjalla við stjörnur í Hollywood. Vísir/GVA „Þegar fólk kemur til Hollywood í leit að frama, fær það engar leiðbeiningar um hvernig best sé að koma sér á framfæri og vildum við því athuga hvernig nokkrar þekktar stjörnur gerðu það þegar þær komu hingað,“ segir Anna Zerin. Hún, ásamt eiginmanni sínum, Dan Zerin, hefur umsjón með vefþætti sem kallast Entertainment Drive-Thru. Í þættinum tala þau við þekktar stjörnur í Hollywood og fá að heyra hvernig þær tóku sín fyrstu skref í átt að frama. „Við tölum við fólk úr öllum geirum skemmtanabransans og heyrum hvað virkar og hvað virkar ekki, hvaða skólar, síður og bækur hjálpa til og hvaða ráð þau hafa fyrir hlustendur okkar,“ útskýrir Anna. Þau hjónin búa bæði í Los Angeles og kynntust þegar þau stunduðu nám við tónlistarskólann Musicians Institute í Hollywood. Þau starfa einnig saman í tónlist, í hljómsveitinni Anna and the bells. „Hugmyndin kviknaði þegar við fórum að feta okkur áfram í Los Angeles og vildum við fá að heyra sögur fólks sem hefur náð langt.“ Þau hafa tekið viðtal við fólk á borð við Alan Ritchson, sem leikur í Hunger Games og Blue Mountain State, Kevin Farley, sem er grínisti og bróðir Chris Farley, Jennifer Batten, sem var gítarleikari Michaels Jackson, og David Myers sem er trommuleikari Franks Ocean. „Við erum með mjög flotta viðmælendur og vorum nú síðast að klára að taka viðtal við Rhondu Smith, sem er bassaleikari Jeffs Beck og Prince, Tommy Emmanuel, sem er acoustic-gítarsnillingur, og Greg Howe, sem hefur spilað með Michael Jackson, Justin Timberlake og Enrique Iglesias. Við tókum líka viðtöl við upprennandi tónlistarmenn, leikara og grínista. Við höfum talað við íslenskt tónlistarfólk í Los Angeles eins og Jökul Erni Jónsson og Steinunni Ósk Axelsdóttur,“ útskýrir Anna. Jökull Ernir Jónsson hefur einnig aðstoðað hjónin við að klippa þættina. Þá er á stefnuskránni að tala við Íslendinga í haust. „Við munum spjalla við Steed Lord, Hebu sem er makeup-artisti fyrir Tarantino, Eddu Björgvins og marga fleiri.“ Hægt er að nálgast þættina og lesa sér til um gestina á vefsíðunni EntertainmentDrivethru.com. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Þegar fólk kemur til Hollywood í leit að frama, fær það engar leiðbeiningar um hvernig best sé að koma sér á framfæri og vildum við því athuga hvernig nokkrar þekktar stjörnur gerðu það þegar þær komu hingað,“ segir Anna Zerin. Hún, ásamt eiginmanni sínum, Dan Zerin, hefur umsjón með vefþætti sem kallast Entertainment Drive-Thru. Í þættinum tala þau við þekktar stjörnur í Hollywood og fá að heyra hvernig þær tóku sín fyrstu skref í átt að frama. „Við tölum við fólk úr öllum geirum skemmtanabransans og heyrum hvað virkar og hvað virkar ekki, hvaða skólar, síður og bækur hjálpa til og hvaða ráð þau hafa fyrir hlustendur okkar,“ útskýrir Anna. Þau hjónin búa bæði í Los Angeles og kynntust þegar þau stunduðu nám við tónlistarskólann Musicians Institute í Hollywood. Þau starfa einnig saman í tónlist, í hljómsveitinni Anna and the bells. „Hugmyndin kviknaði þegar við fórum að feta okkur áfram í Los Angeles og vildum við fá að heyra sögur fólks sem hefur náð langt.“ Þau hafa tekið viðtal við fólk á borð við Alan Ritchson, sem leikur í Hunger Games og Blue Mountain State, Kevin Farley, sem er grínisti og bróðir Chris Farley, Jennifer Batten, sem var gítarleikari Michaels Jackson, og David Myers sem er trommuleikari Franks Ocean. „Við erum með mjög flotta viðmælendur og vorum nú síðast að klára að taka viðtal við Rhondu Smith, sem er bassaleikari Jeffs Beck og Prince, Tommy Emmanuel, sem er acoustic-gítarsnillingur, og Greg Howe, sem hefur spilað með Michael Jackson, Justin Timberlake og Enrique Iglesias. Við tókum líka viðtöl við upprennandi tónlistarmenn, leikara og grínista. Við höfum talað við íslenskt tónlistarfólk í Los Angeles eins og Jökul Erni Jónsson og Steinunni Ósk Axelsdóttur,“ útskýrir Anna. Jökull Ernir Jónsson hefur einnig aðstoðað hjónin við að klippa þættina. Þá er á stefnuskránni að tala við Íslendinga í haust. „Við munum spjalla við Steed Lord, Hebu sem er makeup-artisti fyrir Tarantino, Eddu Björgvins og marga fleiri.“ Hægt er að nálgast þættina og lesa sér til um gestina á vefsíðunni EntertainmentDrivethru.com.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira