Lífið

Fimm spennandi notendur á Instagram

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Það kennir ýmissa grasa á Instagram.
Það kennir ýmissa grasa á Instagram. Instagram/biddythehedgehog/tuulavintage
Á Instagram er hægt að finna fjölbreytta flóru af áhugaverðum myndum af öðrum en vinum þínum. Lífið tók saman fimm áhugaverða notendur á Instagram sem vert er að fylgjast með. 

@biddythehedgehog Biddy broddgöltur lendir í ævintýrum. Hann ferðast heimshorna á milli, mótmælir þess á milli, fer í bað og fær nudd. Má gera ráð fyrir því að broddgeltir verði algeng gæludýr eftir því sem vinsældir Biddy, sætasta Instagram notandans, vaxa.
.

@tuulavintage Jessica Stein ferðast mikið og er dugleg að taka fallegar myndir og deila með fylgjendum sínum. Síðan hennar virkar sem hvatning til að drífa sig í ferðalag. Hana er líka hægt að nota við dagdrauma hér á Fróni fyrir þá sem komast hvorki lönd né strönd.
.

@natgeo Gullfallegar myndir af ótrúlegum stöðum í heiminum eru settar inn daglega af þeim sem stýrir Instagram-síðu National Geographic. Ekki skemmir fyrir að hjartnæmar og áhugaverðar sögur fylgja gjarnan með myndunum.
.

@interior123 Norskur innanhússarkitekt hefur vakið mikla athygli á Instagram fyrir smekklegar myndir af heimilum á Norðurlöndunum. Stíllinn er stílhreinn og ljós og hentar einstaklega vel í innblástur fyrir heimilið.
.

@caradelevingne Ofurfyrirsætan Cara Delevingne er gríðarlega vinsæl og veit það. Hún er virk á Instagram, setur inn myndir af sér í myndatökum, á bak við tjöldin, ásamt fræga fólkinu og úr partíum þar sem hún slettir úr klaufunum.
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.