„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. ágúst 2014 17:00 Kristín Ólafsdóttir Vísir/Arnþór „Mér finnst þetta ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt – á mjög tragískan hátt - og ég þekki engan sem er ósammála mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, háskólanemi og verkefnastjóri Skyldurækins, átaksverkefni á vegum Hins Hússins til að fræða ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði. „HIV var kannski hommaveira árið 1980 en núna smitast fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir á Íslandi. Forsendurnar fyrir þessari reglu eru barn síns tíma og mér er fyrirmunað að skilja af hverju hún er ekki afnumin,“ bætir Kristín við, sem lagði leið sína í Blóðbankann ásamt hópi ungmenna sem gáfu blóð í nafni samkynhneigðra vina sinna eða fjölskyldumeðlima sem mega ekki gefa blóð. „Ég er að gefa blóð vegna þess að ég veit að það er rosalega mikilvægt. Mér finnst magnað að hugsa til þess að ég geti kannski bjargað mannslífi með nokkrum sentílítrum af blóði, og svo er boðið upp á mjög gott kex þegar maður er búinn,“ segir hún. „Mummi vinur minn er sömu skoðunar - bæði hann og kærastinn hans eru ungir, heilsuhraustir og góðhjartaðir menn sem eru ólmir í að gefa blóð. En þeir mega það ekki. Þessi blóðgjöf er því tileinkuð þeim.“En er þetta í fyrsta sinn sem Kristín gefur blóð? „Nei, mig minnir að ég hafi gefið blóð tvisvar áður. Ég gæti samt verið að ljúga og bara gert það einu sinni, þessu svari verður því að taka með ákveðnum fyrirvara. Þegar ég var í MR lagði Blóðbíllinn, sem starfræktur er af Blóðbankanum, fyrir utan skólann tvisvar á ári og ég rölti í rólegheitum yfir götuna og gaf blóð. Ég hef semsagt gefið blóð í bíl, sem er dálítið töff,“ segir Kristín og hlær. „Ég er ekkert viðkvæm fyrir sprautum, eins og margir, en ég varð fyrir óþægilegri reynslu síðast. Æðarnar í handleggnum á mér eru mjög ljósar og hjúkrunarfræðingurinn, sem var að taka úr mér blóðið, stakk og stakk en hitti aldrei. Hún fann þó æð að lokum, sem betur fer, en ég gekk út með risastóra, fjólubláa marbletti innan á báðum handleggjum. Það leit ekki vel út,“ segir Kristín að lokum.Gefðu ekki blóð ef þú:- hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu eða alnæmisveiru.- ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.- hefur stundað vændi.- hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinn, sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.- hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í ætt þinni.- hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.- hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.- hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri. Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Mér finnst þetta ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt – á mjög tragískan hátt - og ég þekki engan sem er ósammála mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, háskólanemi og verkefnastjóri Skyldurækins, átaksverkefni á vegum Hins Hússins til að fræða ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði. „HIV var kannski hommaveira árið 1980 en núna smitast fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir á Íslandi. Forsendurnar fyrir þessari reglu eru barn síns tíma og mér er fyrirmunað að skilja af hverju hún er ekki afnumin,“ bætir Kristín við, sem lagði leið sína í Blóðbankann ásamt hópi ungmenna sem gáfu blóð í nafni samkynhneigðra vina sinna eða fjölskyldumeðlima sem mega ekki gefa blóð. „Ég er að gefa blóð vegna þess að ég veit að það er rosalega mikilvægt. Mér finnst magnað að hugsa til þess að ég geti kannski bjargað mannslífi með nokkrum sentílítrum af blóði, og svo er boðið upp á mjög gott kex þegar maður er búinn,“ segir hún. „Mummi vinur minn er sömu skoðunar - bæði hann og kærastinn hans eru ungir, heilsuhraustir og góðhjartaðir menn sem eru ólmir í að gefa blóð. En þeir mega það ekki. Þessi blóðgjöf er því tileinkuð þeim.“En er þetta í fyrsta sinn sem Kristín gefur blóð? „Nei, mig minnir að ég hafi gefið blóð tvisvar áður. Ég gæti samt verið að ljúga og bara gert það einu sinni, þessu svari verður því að taka með ákveðnum fyrirvara. Þegar ég var í MR lagði Blóðbíllinn, sem starfræktur er af Blóðbankanum, fyrir utan skólann tvisvar á ári og ég rölti í rólegheitum yfir götuna og gaf blóð. Ég hef semsagt gefið blóð í bíl, sem er dálítið töff,“ segir Kristín og hlær. „Ég er ekkert viðkvæm fyrir sprautum, eins og margir, en ég varð fyrir óþægilegri reynslu síðast. Æðarnar í handleggnum á mér eru mjög ljósar og hjúkrunarfræðingurinn, sem var að taka úr mér blóðið, stakk og stakk en hitti aldrei. Hún fann þó æð að lokum, sem betur fer, en ég gekk út með risastóra, fjólubláa marbletti innan á báðum handleggjum. Það leit ekki vel út,“ segir Kristín að lokum.Gefðu ekki blóð ef þú:- hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu eða alnæmisveiru.- ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.- hefur stundað vændi.- hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinn, sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.- hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í ætt þinni.- hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.- hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.- hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri.
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57