Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það 7. ágúst 2014 12:00 Sigga Dögg Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira