Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það 7. ágúst 2014 12:00 Sigga Dögg Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Sjá meira
Ég sá ótrúlega áhugaverða heimildarmynd um intersex í boði Hinsegin daga. Myndin heitir Intersexion og rekur sögu nokkurra intersex-einstaklinga, bæði persónulega og læknisfræðilega. Hjartað mitt kramdist oft og mörgum sinnum er einstaklingar greindu frá alls konar tilraunastarfsemi skurðlækna og útskúfun samfélagsins. Foreldrarnir treystu og trúðu læknunum sem horfðu á gullfallegt nýfætt barn en í stað þess að sjá kraftaverk, fullkomnun og fegurð, sáu bara eitthvað sem þurfti að laga. Eitthvað var öðruvísi en þeirra læknisfræðilega fyrirfram skilgreinda mót. Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti. Kynfærin voru endurhönnuð til að falla í „eðlilegt“ mót. Annað gæti verið hættulegt, jafnvel leitt af sér stríðni, eða það sem ekki má segja og er með öllu óhugsandi, kynlífsleysi því enginn vill stunda kynlíf með ljótum hálfkláruðum kynfærum. Ég steingleymdi að segja þér hvað intersex er. Einstaklingar sem fæðast með kynfæri sem eru tvíræð í útliti teljast sem intersex. En það er ekki alveg svo auðvelt því kynfærin geta litið „venjulega“ út utan á en eru það mögulega ekki að innan. Það kemur þá ekki í ljós fyrr en um kynþroska þegar hann lætur á sér standa eða seinna þegar fólki gengur erfiðlega að geta barn. Það er áætlað að um 1,7% einstaklinga séu intersex en aðeins brot af þeim einstaklingum sé með tvíræð kynfæri og því eru margir intersex án þess að vita af því. Færustu sérfræðingar og heilbrigðissamtök hvetja foreldra til þess að láta ekki barnið undir skurðarhnífinn heldur bíða og sjá hvað barnið vill gera þegar það hefur aldur og vit til. Sumir vilja láta breyta kynfærunum og aðrir láta þau ósnert. Hér gildir val. Það var svo augljóst í heimildarmyndinni að við þurfum að átta okkur á fjölbreytileika mannslíkamans og hætta að halda að kynlífi snúi að samförum lims og legganga. Kynlíf snýst um unað og þar er stærð kynfæranna ekki lykilatriði heldur einstaklingurinn og hversu vel honum líður í eigin skinni. Í kynfæramyndatökunni hjá mér um daginn töluðu margir þátttakendur um kynfæraskömm. Hversu erfitt það var að vera á einhvern hátt öðru vísi. Það er svo merkilegt að við skulum flokka eitthvað sem öðru vísi þegar það er ekki til neitt viðmið, það er ekki til nein fullkomnun nema fjölbreytileikinn. Það er mikilvægt að við förum að átta okkur á því. Við erum einstaklingar en ekki klofið á okkur. Klof mitt segir hvorki til um hver uppáhaldsliturinn minn sé né hvernig kynlíf ég stunda. Nýlega voru stofnuð intersex-samtök á Íslandi, sem betur fer. Nú er nefnilega komið nóg og við skulum segja stopp við tilraunastarfsemi. Við ætlum að fagna fjölbreytileikanum og hvert öðru. Gleðilega Hinsegin daga.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Sjá meira