Lífið

Club Soda fer fram um helgina

Bjarki Ármannsson skrifar
Natalie lofar „mjög, mjög góðri skemmtun.“
Natalie lofar „mjög, mjög góðri skemmtun.“ Vísir/Daníel
„Þetta verður mega stuð,“ segir Natalie Gunnarsdóttir plötusnúður, ein þeirra sem kemur fram í Club Soda-danspartíinu sem fer fram á skemmtistaðnum Dolly um helgina. Þetta er fimmta árið í röð sem aðstandendur Club Soda fagna Gay Pride helginni með þéttri tónlistardagskrá, en viðburðurinn hét áður Reif í rassinn.

„Til að byrja með vildum við bjóða upp á þann valmöguleika að geta farið á fleiri en einn stað á Gay Pride og bjóða upp á aðeins meiri fjölbreytni,“ segir Natalie, sem þeytir skífum á laugardagskvöld undir heitinu DJ Yamaho. „Þetta hefur alltaf gengið svo vel og verið svo skemmtilegt að við höfum alltaf gert þetta aftur. Þetta er eiginlega orðið að föstum lið.“

Í ár bætist hip-hop tónlist inn í dagskránna, sem fyrst og fremst hefur einkennst af danstónlist undanfarin ár. Bandaríski rapparinn Zebra Katz mun flytja rímur fyrir tónleikagesti og einnig stíga á svið rappsveitin Þrjár basískar og plötusnúðurinn DJ Gay Latino Man mun spila vel valið hip-hop.

„Við ætlum að vera bara með hip-hop á efri hæðinni og svo á þeirri neðri verður brjáluð danstónlist allt kvöld,“ segir Natalie. „Ég lofa mjög, mjög góðri skemmtun, það er alltaf ógeðslega gaman.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.