Öllu tjaldað til á Dalvík 9. ágúst 2014 09:30 Hér sjáum við hópinn sem kemur fram á stórtónleikum á Dalvík á laugardagskvöldið. fréttablaðið/daníel „Þetta er nokkurs konar framhald af ótrúlega vel heppnuðum tónleikum í fyrra, það gekk svo vel og því ákveðið að gera þetta aftur,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson en hann kemur fram á og skipuleggur heljarmikla tónleika sem fram fara á laugardagskvöldið á Dalvík. „Það voru um 30 þúsund manns þarna í fyrra, ég lofa mjög flottu sjói,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur staðið fyrir afskaplega vel heppnuðum sýningum, sem hafa verið til heiðurs hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Bee Gees, Elvis Presley, Freddie Mercury og Meatloaf svo að fátt eitt sé nefnt og á tónleikunum verða þekktustu og vinsælustu lögin úr þessum sýningum flutt af miklum sönghetjum. Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Matthías Matthíasson, Dagur Sigurðsson, Stefán Jakobsson, Pétur Örn Guðmundsson, Eiríkur Hauksson, Stefanía Svavarsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Heiða Ólafsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir koma fram auk Friðriks Ómars. Þá verður á sviðinu tíu manna hljómsveit skipuð frábærum hljóðfæraleikurum. „Þetta verður allt saman frítt í boði Samherja og það verður öllu tjaldað til svo að ekki sé meira sagt,“ segir Friðrik Ómar. Risahljóðkerfi, stærsta útisvið landsins, stærsti sjónvarpsskjár landsins sem er um 50 fermetrar og allur ljósabúnaður sem Exton býður upp á verður notað til þess að gera tónleikana sem flottasta. „Það er svo gaman að fá svona verkefni, þetta verða lílkega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Dalvík, ég get ekki beðið,“ segir Friðrik Ómar. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Þetta er nokkurs konar framhald af ótrúlega vel heppnuðum tónleikum í fyrra, það gekk svo vel og því ákveðið að gera þetta aftur,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson en hann kemur fram á og skipuleggur heljarmikla tónleika sem fram fara á laugardagskvöldið á Dalvík. „Það voru um 30 þúsund manns þarna í fyrra, ég lofa mjög flottu sjói,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur staðið fyrir afskaplega vel heppnuðum sýningum, sem hafa verið til heiðurs hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Bee Gees, Elvis Presley, Freddie Mercury og Meatloaf svo að fátt eitt sé nefnt og á tónleikunum verða þekktustu og vinsælustu lögin úr þessum sýningum flutt af miklum sönghetjum. Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Matthías Matthíasson, Dagur Sigurðsson, Stefán Jakobsson, Pétur Örn Guðmundsson, Eiríkur Hauksson, Stefanía Svavarsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Heiða Ólafsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir koma fram auk Friðriks Ómars. Þá verður á sviðinu tíu manna hljómsveit skipuð frábærum hljóðfæraleikurum. „Þetta verður allt saman frítt í boði Samherja og það verður öllu tjaldað til svo að ekki sé meira sagt,“ segir Friðrik Ómar. Risahljóðkerfi, stærsta útisvið landsins, stærsti sjónvarpsskjár landsins sem er um 50 fermetrar og allur ljósabúnaður sem Exton býður upp á verður notað til þess að gera tónleikana sem flottasta. „Það er svo gaman að fá svona verkefni, þetta verða lílkega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Dalvík, ég get ekki beðið,“ segir Friðrik Ómar.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira