Lífið

Á heimaslóð Hallgríms

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Steinunn við í Grafarkirkju á Höfðaströnd.
Steinunn við í Grafarkirkju á Höfðaströnd.
„Það er smá átak að gera þetta en það er skemmtilegt,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur um upplestur á bók sinni Heimanfylgju, skáldsögu um uppvöxt Hallgríms Péturssonar, byggða á heimildum um ættfólk hans og samtíð. 

Hún byrjaði lesturinn síðasta laugardag að Gröf á Höfðaströnd, þar sem Hallgrímur sleit barnsskónum, en færði sig svo heim til Hóla og situr við í Auðunarstofu á Hólum frá klukkan 16 til 18 og 20 til 22 í dag og næstu þrjá daga. 

Spurð hvort enginn leysi hana af svarar hún:

„Jú, Einar minn tekur kafla og kafla,“ og á þar við eiginmann sinn, Einar Karl Haraldsson. „Ég þarf að komast út að næra mig og pissa og kannski hrista mig til hita!“

Upplestur Steinunnar er í aðdraganda Hólahátíðar sem haldin verður um næstu helgi og er tileinkuð bernsku- og æskuárum Hallgríms í Skagafirði, í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá fæðingu hans.

 

„Mig langar að gefa Skagfirðingum og ferðalöngum færi á að kynnast Hallgrími aðeins sem barni og unglingi og átta sig á við hvaða skilyrði hann ólst upp, hvað hann tók sér fyrir hendur og hvað var að gerast í kringum hann.

Eftir að hann flutti til Hóla upplifði hann mikla átakatíma bæði í einkalífi og í samfélaginu,“ segir Steinunn og tekur fram að aðgangur að lestrinum sé ókeypis og frjáls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.