Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 11:00 Systkinin Lana og Andy Wachowski ætla að hafa Reykjavík í stóru hlutverki í sinni fyrstu sjónvarpsseríu, Sense8. Vísir/Getty Leikstjórarnir Lana og Andy Wachowski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarpsseríu, Sense8. Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslenskum aukaleikurum fyrir seríuna. Opnar prufur fara fram í húsakynnum Eskimo í Bolholti 4, 2. hæð, í dag og á morgun frá 15–18. „Við leitum að fólki á aldrinum 18-70 ára af öllum stærðum og gerðum og engrar leikreynslu er krafist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknisstörfum sem og klassískum tónlistarmönnum,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo, en um er að ræða einn til tvo tökudaga fyrir íslensku leikarana á tökutímabilinu. Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Þá helst vegna þess að flestar tökurnar munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki. Ekki er vitað mikið um söguþráð seríunnar en söguhetjan ku eiga að vera íslensk. Meðal leikara í seríunni eru þau Daryl Hannah, Naveen Andrews, Freema Agyeman og Brian J. Smith en ekki er vitað hvort þau komi til landsins líka. Naveen Andrews og Daryl Hannah. Tengdar fréttir "Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Leikstjórarnir Lana og Andy Wachowski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarpsseríu, Sense8. Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslenskum aukaleikurum fyrir seríuna. Opnar prufur fara fram í húsakynnum Eskimo í Bolholti 4, 2. hæð, í dag og á morgun frá 15–18. „Við leitum að fólki á aldrinum 18-70 ára af öllum stærðum og gerðum og engrar leikreynslu er krafist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknisstörfum sem og klassískum tónlistarmönnum,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo, en um er að ræða einn til tvo tökudaga fyrir íslensku leikarana á tökutímabilinu. Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Þá helst vegna þess að flestar tökurnar munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki. Ekki er vitað mikið um söguþráð seríunnar en söguhetjan ku eiga að vera íslensk. Meðal leikara í seríunni eru þau Daryl Hannah, Naveen Andrews, Freema Agyeman og Brian J. Smith en ekki er vitað hvort þau komi til landsins líka. Naveen Andrews og Daryl Hannah.
Tengdar fréttir "Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
"Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00