Lífið

Justin Timberlake borðar mat frá Vox

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Frá tónleikum Justins Timberlake í Staples Center í Los Angeles þann 12. ágúst síðastliðinn.
Frá tónleikum Justins Timberlake í Staples Center í Los Angeles þann 12. ágúst síðastliðinn. Vísir/Getty
Mikið er um að vera í knattspyrnuhöllinni Kórnum þessa dagana þar sem verið er að standsetja húsið undir tónleika Justins Timberlake sem fram fara næstkomandi sunnudagskvöld. Öllu verður umturnað í Kórnum en nánast allur hljóð- og ljósabúnaður, sviðs- og annar tæknibúnaður hér á landi verður notaður í Kórnum, ásamt 18 tonnum af tæknibúnaði sem kemur að utan. Talið er að um 500 manns komi til með að starfa í kringum tónleikana.

Í gærkvöldi fóru fram síðustu tónleikar Justins Timberlake áður en hann kemur fram á Íslandi, þegar hann kom fram í PGE-höllinni í Gdansk í Póllandi. Um síðustu helgi var Timberlake aðalnúmerið þegar hann kom fram á V-hátíðinni á Englandi.

Kröfulisti Justins Timberlake er hóflegur en Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Justin og hans fólk muni borða mat frá Vox og að einhverjir drykkir séu sérpantaðir að utan.

Sviðið rís hægt og rólega í Kórnum.Vísir/Arnþór
Fólk á vegum söngvarans hefur verið í sambandi við tónleikahaldara hér á landi vegna ólgunnar í Bárðarbungu. „Þeir höfðu séð umfjöllun fjölmiðla erlendis og hringdu í okkur í gær. Þetta var mjög gott samtal. Þeir vildu fá að vita þetta frá fólkinu sem býr hér á Íslandi, hvernig þetta væri í raun og veru,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari.

„Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur. Við höldum áfram að undirbúa tónleikana. Við fylgjumst vel með fréttum en eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að við þurfum að hafa áhyggjur. Bárðarbunga er í 400 kílómetra fjarlægð frá Keflavík og vindáttin er þannig að það er ólíklegt að þetta hafi áhrif á flug, eftir því sem við best vitum.“

Fjöldi fólks vinnur nú hörðum höndum við að standsetja Kórinn fyrir tónleika Justins Timberlake.Vísir/arnþór
Það verður ýmislegt til sölu á tónleikunum:

Bolir

Derhúfur

Vesti

Hettupeysur

Stuttbuxur

Bollar

Plaköt

Snjallsímahulstur

Skotglös

Lyklakippur

Armbönd

Ýmislegt annað

Um það bil 1.300 sæti eru samtals í stúkunni og þar af um 800 sæti í A svæði og um 500 sæti í B svæði. Um 14.700 manns verða á gólfinu 24. ágúst.Vísir/Arnþór
Lagalisti frá tónleikum Justins Timberlake í Póllandi í gærkvöldi:

Pusher Love Girl

Rock Your Body

FutureSex/LoveSound

My Love

TKO

Summer Love

LoveStoned

Until the End of Time

Holy Grail (JAY Z cover)

Cry Me a River

Señorita

Take Back the Night

Shake Your Body (Down to the Ground) (The Jacksons cover)

Not a Bad Thing

What Goes Around... Comes Around

Suit & Tie

SexyBack

Mirrors

Næsta stopp hjá Justin Timberlake er í Kópavogi.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

GusGus hitar upp fyrir Timberlake

Íslenska rafsveitin GusGus mun sjá um að hita mannskapinn upp fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í ágúst. Mikil tilhlökkun er innan sveitarinnar sem ætlar að leika sín þekktustu lög.

Þungavigtarhljómsveit með JT

Mikið fagfólk er á leið til landsins með einni skærustu poppstjörnu heims, Justin Timberlake. Hljómsveitin á bak við hann er ekkert slor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.