Íslenski boltinn

Ekkert mál að koma aftur heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert á ferðinni á móti Víkingi.
Albert á ferðinni á móti Víkingi. vísir/vilhelm
Albert Brynjar Ingason er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins, en hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Fylkis á Þór á mánudagskvöldið. Alls hefur Albert skorað fjögur mörk í fjórum leikjum síðan hann kom frá FH í síðasta mánuði.

Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hann vera ánægður með að vera kominn aftur í Árbæinn:

„Það var ekkert mál að koma aftur. Ég þekki allt og alla í kringum félagið og það var ánægjulegt að hafa byrjað strax að skora. En það mikilvægasta er að ná í stig, sem við höfum verið að gera að undanförnu,“ sagði Albert.

Fylkir hefur fengið tíu stig í síðustu sex leikjum, sem hafa allir verið á heimavelli, en liðið á einn leik eftir í þessari miklu heimaleikjatörn. Albert segir mikilvægt fyrir Fylki að standa sig vel á heimavelli:

„Við viljum gera þetta að alvöru heimavelli, fyrst hann er orðinn svona flottur. Það er ótrúlegt hvað það breytir miklu að fá nýja stúku,“ sagði Albert að endingu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×