„Þurfum að skrifa sjálfar bitastæð kvenhlutverk" Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 09:00 Nanna Kristín yfirgaf öryggið til aðs egja sínar sögur og skapa nýja heima. Vísir/Stefán Förðun/Fríða María með MAC Cosmetics og Blue Lagoon Skincare, Hár/Fríða María með Label.m Er ekki alltaf sagt að það gerist eitthvað á sjö ára fresti? Að þá stokkist upp í lífinu?“ spyr Nanna Kristín Magnúsdóttir brosandi. Hún er leikkona sem sagði upp æviráðningu hjá Þjóðleikhúsinu og yfirgaf öryggið til þess að segja sínar sögur og skapa sínar eigin persónur. Nú, sjö árum síðar, er hún einstæð tveggja barna móðir, handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri, ein á leið út til Toronto til þess að frumsýna stuttmynd sína Tvíliðaleik. Frumsýninguna ber upp á sama dag og frumsýningu kvikmyndarinnar París norðursins, en í henni fer Nanna Kristín með aðalkvenhlutverkið.Langar að segja sínar sögur Fólkið í kringum mig hélt ég væri búin að missa það. Þetta væri nú ekki það sem ætti að gera þegar maður væri með fasta vinnu í leikhúsi; maður ætti bara að vera feginn og þakklátur yfir að vera svo heppinn að vera með vinnu,“ segir hún varðandi þá ákvörðun að segja upp hjá Þjóðleikhúsinu, sjö árum eftir að hún útskrifaðist úr leiklistarskóla. Samhliða fastráðningu í Þjóðleikhúsinu starfaði Nanna ásamt sjálfstæða leikhópnum Vesturporti að kvikmyndunum Börn og Foreldrar ásamt Ragnari Bragasyni kvikmyndaleikstjóra. Hún ber leikstjóranum vel söguna og segir það enga tilviljun að í þau skipti sem hún hefur hlotið Edduna og Grímuna hafi hún verið undir hans stjórn. „Við vorum að framleiða sjálf og tókum þátt í að móta okkur persónur. Þetta kveikti í mér. Mig langaði til þess að segja mínar eigin sögur og gera eitthvað sjálf.“ Á þessum tíma mótuðust langtímamarkmið Nönnu, hana langaði til að semja og leikstýra og árið 2010 lét hún verða af því að fara út í nám. „Ég vildi vita hvernig það er að vera hinum megin við linsuna. Ég hef náttúrulega tekið þátt í kvikmyndum sem leikkona, en ég vildi vita hvernig það er að fara í hin og þessi störf.“ Hún segir það nýtast þeim sem vill leikstýra eigin kvikmyndum."Þessi mynd var bara eitthvað sem ég ætlaði að gera fyrir sjálfa mig."Leikstýrði kasólétt Ég skellti mér til New York í New York Film Academy árið 2010 en þá gekk ég með Unni Maríu. Það var hitabylgja í New York og ég, með bumbuna út í loftið, skaut stutta heimildarmynd,“ segir Nanna Kristín hlæjandi. Unnur María er seinna barn hennar en fyrir á hún Kristin Kol. „Upp frá þessu hugsaði ég með mér að þetta langaði mig til að gera.” Hún sótti um nám í Vancouver Film School, komst inn og fór út til Kanada ásamt fjölskyldunni árið 2012. Námið nýttist strax sem vinna og í sumar var fyrsta leikna stuttmynd sem hún skrifaði, Tvíliðaleikur, valin á Toronto Film Festival. Hún verður frumsýnd þann 5. september. „Þessi mynd var bara eitthvað sem ég ætlaði að gera fyrir sjálfa mig. Bara til þess að athuga hvort ég hefði eitthvað í þetta, hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði til að gera meira af. En svo var hún valin til sýningar. Það segir mér að ég sé að gera eitthvað rétt.” Nanna Kristín að leikstýra Kristbjörgu Kjeld í Tvíliðaleik.Enginn kúlisti Myndin var tekin upp í október á síðasta ári. Á meðan á eftirvinnslunni stóð æfði Nanna Kristín og lék í Borgarleikhúsinu í sýningunni Óskasteinum eftir Ragnar Bragason og hlaut hún fyrir leik sinn Grímuna sem besta leikkona í aukahlutverki. „Það var ótrúlega skemmtilegt, mér þótti það mjög gaman,“ segir Nanna Kristín og í svip hennar má greina sambland af stolti og auðmýkt. „Ég gat ekkert verið kúl á því með það. Mér fannst þetta bara æðislegt.“En er ekki kúlið ofmetið hvort sem er? „Ég er allavega rosalega léleg í kúlinu og pókerfeisinu. Einn vinur minn sagði einu sinni við mig að ég væri svona góð leikkona af því að ég þyrfti að gera svo lítið, maður sæi alltaf hvað persónan mín væri að hugsa eða gera og allar tilfinningarnar. En það væri aftur á móti slæmt fyrir mig sem manneskju af því að ég gæti engan veginn leynt því hvernig mér liði, maður gæti lesið mig inn og út af því að ég væri með svo lítinn pókersvip. Ég væri bara opin. Hér er ég,“ segir hún og leggur ímyndað sjálf á borðið fyrir framan okkur. Með slettu af kæruleysi Störf hennar hafa verið fjölbreytt allt frá því hún útskrifaðist sem leikari. „Ég hef verið mjög heppin með vinnu, ég hef fengið að gera svo margt. Það virðist vera að halda áfram að þróast. Ég er ekki að segja að þetta hafi allt komið upp í hendurnar á mér, ég hef þurft að vinna fyrir þessu. En ég er mjög metnaðargjörn, ég fer „all in“ í þau verkefni sem ég tek að mér. Ég get ekki tekið eitthvað að mér og verið með hálfkák.“ En var ekki erfitt að vera í leikhúsinu og að klára stuttmyndina á sama tíma? „Jú,“ segir Nanna Kristín án þess að hika og hlær. „En það er bara hluti af lífinu. Ég á yndisleg börn svo allt gengur vel þar. Ég var oft að reyna að finna eitthvað jafnvægi í þessu en ég held að maður nái aldrei fullkomnu jafnvægi á milli þess að vera mamma og svo starfsferilsins. Það sem ég er að reyna að temja mér núna er að hafa smá slettu af kæruleysi með. Ég er nefnilega með fullkomnunaráráttu. Nú stefni ég að því að einfalda líf mitt.“ Og hvernig ætlarðu að gera það? „Með því að hugsa minna.“Nanna Kristín í hlutverki sínu í París Norðursins sem er frumsýnd hér á landi í byrjun september.Flateyri betri en Mallorca Nanna Kristín upplifði hið einfalda líf þegar hún bjó á Flateyri í júní 2013 á meðan á tökum á París norðursins stóð. „Mér fannst svo frábært að vakna á Flateyri þegar ég átti ekki að vera í tökum og uppgötvaði að ég þurfti ekki að gera neitt sérstakt. Það var algjör lúxus. Miklu betra en einhver Mallorca-ferð að vera á Flateyri. Horfa á fjöllin og hlusta á kyrrðina.“ Allt tökuliðið og leikararnir dvöldu á Flateyri í um mánuð á meðan á tökum stóð. „Ég held það skili sér rosalega vel í myndinni. Enginn þurfti að fara neitt, allir voru bara á staðnum. Það var enginn asi.“ Nanna Kristín segir þó að þrátt fyrir að myndin hafi verið tekin upp á Flateyri gæti hún átt sér stað hvar sem er í heiminum þar sem hún fjallar um tengsl fólks. „Hafsteinn Gunnar er þannig leikstjóri að maður fyllist öryggi vegna þess að hann er með sterka sýn, veit nákvæmlega hvaða hann vill segja og hvaða hlutverki hver persóna gegnir í framvindu sögunnar. Þrátt fyrir það leyfir hann okkur leikurunum að taka þátt í persónusköpun og verða hluti af þróunarferlinu og það er frelsi sem er fallegt.“Blekking kvenna í klámheimi Ferðina til Toronto hyggst hún þó nýta sér til að kynna verkefni úr eigin smiðju. „Ég er búin að að skrifa kvikmyndahandrit upp úr bókinni hans Steinars Braga, Konur.“ Kvikmyndamiðstöð veitti henni styrk til handritaskrifta. „Ég lagði upp með það þegar ég byrjaði að ég myndi gefa mér tíma í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem maður hristir fram úr erminni. Auðvitað er þetta mín sýn á þessa sögu. Það er hægt að túlka hana á ýmsa vegu og sjá söguna frá mörgum sjónarhornum. Ég varð að vera sönn í mínu og skrifa eins og ég upplifði hana og frá því sjónarhorni sem mér þykir áhugavert. Mér finnst þessi bók ekki endilega vera einhvers konar karlmenn versus konur. Heldur meira hvernig við konur erum, hvert okkar hlutverk er, hvert við erum settar í þessum nútíma, klámvædda heimi. En ég vil ekki meina að honum sé stjórnað af karlmönnum heldur af öllu fólki, bæði karlmönnum og konum.“ Hún gerir hlé á máli sínu og hugsar sig um. „Þetta er kannski eldfimt umræðuefni,“ segir Nanna hugsandi en heldur áfram: „En, sýnin sem ég vil taka snýst um hvernig konur lítillækka sig með því að nota kynvitund sína til þess að komast áfram. Við höldum kannski að við séum orðnar svo klárar að við kunnum að leika leikinn í þeim heimi með því að nota kynvitund okkar. Okkur tekst kannski að blekkja einhverja en aðallega erum við bara að blekkja okkur sjálfar.“En talandi um konur, hvernig er þín reynsla af því að vera kona í þessum bransa? „Í bókmenntasögunni og í leiklistarsögunni eru færri kvenhlutverk. Það er staðreynd. Við getum ekki breytt því, við getum ekki breytt fortíðinni. Við getum hins vegar breytt framtíðinni. Það vantar kannski fleiri bitastæð hlutverk fyrir konur. En það er enginn að fara að gera þetta fyrir okkur, við verðum að gera þetta sjálfar. Það er alls ekki þannig að karlar séu eitthvað á móti kvenpersónum eða vilji ekki skrifa fyrir konur. Þeir handritshöfundar eða leikstjórar sem ég hef unnið með hafa mikinn áhuga á konum og vilja skrifa fyrir þær, en þeir eru náttúrulega ekki konur. Þannig að hvernig er hægt að ætlast til þess að þeir móti einhverja kvenpersónu? Auðvitað skrifa þeir eitthvað, en skiljanlega vill karlmaður skrifa um sína upplifun og sína sögu. Þannig að ég held að þetta sé spurning um að framkvæma. Setjast niður og skrifa. Og maður finnur að það er samhugur meðal kvenna að gera þetta. Það mun bara taka tíma eins og annað.“Á leið inn í frumskóginn Hvað varðar tækifæri í bransanum segist Nanna ekki komin það langt inn í þennan heim að hún hafi rekið sig á að það sé betra eða verra að vera kona. „En ef þú tekur viðtal við mig eftir kannski þrjú ár þá hef ég mögulega einhverja aðra sögu að segja,“ segir Nanna Kristín og hlær. „Ég er að fara inn í frumskóginn núna og leita eftir fjármagni. Þá get ég séð hvort þetta er satt sem fólk segir; að það sé erfiðara í þessum bransa að vera kona.“Hefur mörg járn í eldinum Þessi brosmilda leikkona verður ekki verkefnalaus á næstunni. Hún er um þessar mundir að leika í kvikmynd Ásgríms Sverrissonar, Reykjavík, ásamt Atla Rafni Sigurðssyni. Auk kvikmyndaleiksins er hún annar framleiðandi Harmsögu, leikrits Mikaels Torfasonar, sem fært verður á hvíta tjaldið í framtíðinni, leikur í sjónvarpsþætti og er í fjögurra manna teymi sem skrifar sex þátta sjónvarpsseríu fyrir Saga Film. Eftir áramót stígur hún á leiksvið Þjóðleikhússins á ný, en til stendur að setja upp íslenskan söngleik eftir Hugleik Dagsson sem heitir Loki og byggir á norrænni goðafræði. Leikstjórn verður í höndum Selmu Björnsdóttur og tónlistin verður eftir hljómsveitina Ham. „Þetta er skemmtilegur kokteill, mjög spennandi og ólíkir listamenn. Þetta er svolítið frábrugðið því sem ég var að gera í fyrra, þá var ég í tveimur sýningum á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Nú er það stóra sviðið, söngleikur, Hugleikur Dagsson og Ham, sprengingar og læti.“En næsta langtímamarkmið? Þegar við hittumst eftir sjö ár, hvað verður þá? „Þá verð ég búin að leikstýra minni fyrstu mynd í fullri lengd,“ segir Nanna Kristín án þess að hika. „Og vonandi á ég allavega eina eða kannski fleiri sjónvarpsseríur að baki. Vonandi er ég að leika í leikhúsi. Vonandi verð ég búin að einfalda líf mitt og finna „the total happiness“.“ Hún skellihlær. „Nei, það er náttúrulega ekkert til sem heitir „total happiness“ og ég er ekki að leita að því. Vonandi verð ég bara enn þá leitandi manneskja; að leita að einhverju nýju til þess að framkvæma.“ Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Þung skref að labba inn á krabbameinsdeildina Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Er ekki alltaf sagt að það gerist eitthvað á sjö ára fresti? Að þá stokkist upp í lífinu?“ spyr Nanna Kristín Magnúsdóttir brosandi. Hún er leikkona sem sagði upp æviráðningu hjá Þjóðleikhúsinu og yfirgaf öryggið til þess að segja sínar sögur og skapa sínar eigin persónur. Nú, sjö árum síðar, er hún einstæð tveggja barna móðir, handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri, ein á leið út til Toronto til þess að frumsýna stuttmynd sína Tvíliðaleik. Frumsýninguna ber upp á sama dag og frumsýningu kvikmyndarinnar París norðursins, en í henni fer Nanna Kristín með aðalkvenhlutverkið.Langar að segja sínar sögur Fólkið í kringum mig hélt ég væri búin að missa það. Þetta væri nú ekki það sem ætti að gera þegar maður væri með fasta vinnu í leikhúsi; maður ætti bara að vera feginn og þakklátur yfir að vera svo heppinn að vera með vinnu,“ segir hún varðandi þá ákvörðun að segja upp hjá Þjóðleikhúsinu, sjö árum eftir að hún útskrifaðist úr leiklistarskóla. Samhliða fastráðningu í Þjóðleikhúsinu starfaði Nanna ásamt sjálfstæða leikhópnum Vesturporti að kvikmyndunum Börn og Foreldrar ásamt Ragnari Bragasyni kvikmyndaleikstjóra. Hún ber leikstjóranum vel söguna og segir það enga tilviljun að í þau skipti sem hún hefur hlotið Edduna og Grímuna hafi hún verið undir hans stjórn. „Við vorum að framleiða sjálf og tókum þátt í að móta okkur persónur. Þetta kveikti í mér. Mig langaði til þess að segja mínar eigin sögur og gera eitthvað sjálf.“ Á þessum tíma mótuðust langtímamarkmið Nönnu, hana langaði til að semja og leikstýra og árið 2010 lét hún verða af því að fara út í nám. „Ég vildi vita hvernig það er að vera hinum megin við linsuna. Ég hef náttúrulega tekið þátt í kvikmyndum sem leikkona, en ég vildi vita hvernig það er að fara í hin og þessi störf.“ Hún segir það nýtast þeim sem vill leikstýra eigin kvikmyndum."Þessi mynd var bara eitthvað sem ég ætlaði að gera fyrir sjálfa mig."Leikstýrði kasólétt Ég skellti mér til New York í New York Film Academy árið 2010 en þá gekk ég með Unni Maríu. Það var hitabylgja í New York og ég, með bumbuna út í loftið, skaut stutta heimildarmynd,“ segir Nanna Kristín hlæjandi. Unnur María er seinna barn hennar en fyrir á hún Kristin Kol. „Upp frá þessu hugsaði ég með mér að þetta langaði mig til að gera.” Hún sótti um nám í Vancouver Film School, komst inn og fór út til Kanada ásamt fjölskyldunni árið 2012. Námið nýttist strax sem vinna og í sumar var fyrsta leikna stuttmynd sem hún skrifaði, Tvíliðaleikur, valin á Toronto Film Festival. Hún verður frumsýnd þann 5. september. „Þessi mynd var bara eitthvað sem ég ætlaði að gera fyrir sjálfa mig. Bara til þess að athuga hvort ég hefði eitthvað í þetta, hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði til að gera meira af. En svo var hún valin til sýningar. Það segir mér að ég sé að gera eitthvað rétt.” Nanna Kristín að leikstýra Kristbjörgu Kjeld í Tvíliðaleik.Enginn kúlisti Myndin var tekin upp í október á síðasta ári. Á meðan á eftirvinnslunni stóð æfði Nanna Kristín og lék í Borgarleikhúsinu í sýningunni Óskasteinum eftir Ragnar Bragason og hlaut hún fyrir leik sinn Grímuna sem besta leikkona í aukahlutverki. „Það var ótrúlega skemmtilegt, mér þótti það mjög gaman,“ segir Nanna Kristín og í svip hennar má greina sambland af stolti og auðmýkt. „Ég gat ekkert verið kúl á því með það. Mér fannst þetta bara æðislegt.“En er ekki kúlið ofmetið hvort sem er? „Ég er allavega rosalega léleg í kúlinu og pókerfeisinu. Einn vinur minn sagði einu sinni við mig að ég væri svona góð leikkona af því að ég þyrfti að gera svo lítið, maður sæi alltaf hvað persónan mín væri að hugsa eða gera og allar tilfinningarnar. En það væri aftur á móti slæmt fyrir mig sem manneskju af því að ég gæti engan veginn leynt því hvernig mér liði, maður gæti lesið mig inn og út af því að ég væri með svo lítinn pókersvip. Ég væri bara opin. Hér er ég,“ segir hún og leggur ímyndað sjálf á borðið fyrir framan okkur. Með slettu af kæruleysi Störf hennar hafa verið fjölbreytt allt frá því hún útskrifaðist sem leikari. „Ég hef verið mjög heppin með vinnu, ég hef fengið að gera svo margt. Það virðist vera að halda áfram að þróast. Ég er ekki að segja að þetta hafi allt komið upp í hendurnar á mér, ég hef þurft að vinna fyrir þessu. En ég er mjög metnaðargjörn, ég fer „all in“ í þau verkefni sem ég tek að mér. Ég get ekki tekið eitthvað að mér og verið með hálfkák.“ En var ekki erfitt að vera í leikhúsinu og að klára stuttmyndina á sama tíma? „Jú,“ segir Nanna Kristín án þess að hika og hlær. „En það er bara hluti af lífinu. Ég á yndisleg börn svo allt gengur vel þar. Ég var oft að reyna að finna eitthvað jafnvægi í þessu en ég held að maður nái aldrei fullkomnu jafnvægi á milli þess að vera mamma og svo starfsferilsins. Það sem ég er að reyna að temja mér núna er að hafa smá slettu af kæruleysi með. Ég er nefnilega með fullkomnunaráráttu. Nú stefni ég að því að einfalda líf mitt.“ Og hvernig ætlarðu að gera það? „Með því að hugsa minna.“Nanna Kristín í hlutverki sínu í París Norðursins sem er frumsýnd hér á landi í byrjun september.Flateyri betri en Mallorca Nanna Kristín upplifði hið einfalda líf þegar hún bjó á Flateyri í júní 2013 á meðan á tökum á París norðursins stóð. „Mér fannst svo frábært að vakna á Flateyri þegar ég átti ekki að vera í tökum og uppgötvaði að ég þurfti ekki að gera neitt sérstakt. Það var algjör lúxus. Miklu betra en einhver Mallorca-ferð að vera á Flateyri. Horfa á fjöllin og hlusta á kyrrðina.“ Allt tökuliðið og leikararnir dvöldu á Flateyri í um mánuð á meðan á tökum stóð. „Ég held það skili sér rosalega vel í myndinni. Enginn þurfti að fara neitt, allir voru bara á staðnum. Það var enginn asi.“ Nanna Kristín segir þó að þrátt fyrir að myndin hafi verið tekin upp á Flateyri gæti hún átt sér stað hvar sem er í heiminum þar sem hún fjallar um tengsl fólks. „Hafsteinn Gunnar er þannig leikstjóri að maður fyllist öryggi vegna þess að hann er með sterka sýn, veit nákvæmlega hvaða hann vill segja og hvaða hlutverki hver persóna gegnir í framvindu sögunnar. Þrátt fyrir það leyfir hann okkur leikurunum að taka þátt í persónusköpun og verða hluti af þróunarferlinu og það er frelsi sem er fallegt.“Blekking kvenna í klámheimi Ferðina til Toronto hyggst hún þó nýta sér til að kynna verkefni úr eigin smiðju. „Ég er búin að að skrifa kvikmyndahandrit upp úr bókinni hans Steinars Braga, Konur.“ Kvikmyndamiðstöð veitti henni styrk til handritaskrifta. „Ég lagði upp með það þegar ég byrjaði að ég myndi gefa mér tíma í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem maður hristir fram úr erminni. Auðvitað er þetta mín sýn á þessa sögu. Það er hægt að túlka hana á ýmsa vegu og sjá söguna frá mörgum sjónarhornum. Ég varð að vera sönn í mínu og skrifa eins og ég upplifði hana og frá því sjónarhorni sem mér þykir áhugavert. Mér finnst þessi bók ekki endilega vera einhvers konar karlmenn versus konur. Heldur meira hvernig við konur erum, hvert okkar hlutverk er, hvert við erum settar í þessum nútíma, klámvædda heimi. En ég vil ekki meina að honum sé stjórnað af karlmönnum heldur af öllu fólki, bæði karlmönnum og konum.“ Hún gerir hlé á máli sínu og hugsar sig um. „Þetta er kannski eldfimt umræðuefni,“ segir Nanna hugsandi en heldur áfram: „En, sýnin sem ég vil taka snýst um hvernig konur lítillækka sig með því að nota kynvitund sína til þess að komast áfram. Við höldum kannski að við séum orðnar svo klárar að við kunnum að leika leikinn í þeim heimi með því að nota kynvitund okkar. Okkur tekst kannski að blekkja einhverja en aðallega erum við bara að blekkja okkur sjálfar.“En talandi um konur, hvernig er þín reynsla af því að vera kona í þessum bransa? „Í bókmenntasögunni og í leiklistarsögunni eru færri kvenhlutverk. Það er staðreynd. Við getum ekki breytt því, við getum ekki breytt fortíðinni. Við getum hins vegar breytt framtíðinni. Það vantar kannski fleiri bitastæð hlutverk fyrir konur. En það er enginn að fara að gera þetta fyrir okkur, við verðum að gera þetta sjálfar. Það er alls ekki þannig að karlar séu eitthvað á móti kvenpersónum eða vilji ekki skrifa fyrir konur. Þeir handritshöfundar eða leikstjórar sem ég hef unnið með hafa mikinn áhuga á konum og vilja skrifa fyrir þær, en þeir eru náttúrulega ekki konur. Þannig að hvernig er hægt að ætlast til þess að þeir móti einhverja kvenpersónu? Auðvitað skrifa þeir eitthvað, en skiljanlega vill karlmaður skrifa um sína upplifun og sína sögu. Þannig að ég held að þetta sé spurning um að framkvæma. Setjast niður og skrifa. Og maður finnur að það er samhugur meðal kvenna að gera þetta. Það mun bara taka tíma eins og annað.“Á leið inn í frumskóginn Hvað varðar tækifæri í bransanum segist Nanna ekki komin það langt inn í þennan heim að hún hafi rekið sig á að það sé betra eða verra að vera kona. „En ef þú tekur viðtal við mig eftir kannski þrjú ár þá hef ég mögulega einhverja aðra sögu að segja,“ segir Nanna Kristín og hlær. „Ég er að fara inn í frumskóginn núna og leita eftir fjármagni. Þá get ég séð hvort þetta er satt sem fólk segir; að það sé erfiðara í þessum bransa að vera kona.“Hefur mörg járn í eldinum Þessi brosmilda leikkona verður ekki verkefnalaus á næstunni. Hún er um þessar mundir að leika í kvikmynd Ásgríms Sverrissonar, Reykjavík, ásamt Atla Rafni Sigurðssyni. Auk kvikmyndaleiksins er hún annar framleiðandi Harmsögu, leikrits Mikaels Torfasonar, sem fært verður á hvíta tjaldið í framtíðinni, leikur í sjónvarpsþætti og er í fjögurra manna teymi sem skrifar sex þátta sjónvarpsseríu fyrir Saga Film. Eftir áramót stígur hún á leiksvið Þjóðleikhússins á ný, en til stendur að setja upp íslenskan söngleik eftir Hugleik Dagsson sem heitir Loki og byggir á norrænni goðafræði. Leikstjórn verður í höndum Selmu Björnsdóttur og tónlistin verður eftir hljómsveitina Ham. „Þetta er skemmtilegur kokteill, mjög spennandi og ólíkir listamenn. Þetta er svolítið frábrugðið því sem ég var að gera í fyrra, þá var ég í tveimur sýningum á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Nú er það stóra sviðið, söngleikur, Hugleikur Dagsson og Ham, sprengingar og læti.“En næsta langtímamarkmið? Þegar við hittumst eftir sjö ár, hvað verður þá? „Þá verð ég búin að leikstýra minni fyrstu mynd í fullri lengd,“ segir Nanna Kristín án þess að hika. „Og vonandi á ég allavega eina eða kannski fleiri sjónvarpsseríur að baki. Vonandi er ég að leika í leikhúsi. Vonandi verð ég búin að einfalda líf mitt og finna „the total happiness“.“ Hún skellihlær. „Nei, það er náttúrulega ekkert til sem heitir „total happiness“ og ég er ekki að leita að því. Vonandi verð ég bara enn þá leitandi manneskja; að leita að einhverju nýju til þess að framkvæma.“
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Þung skref að labba inn á krabbameinsdeildina Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira