Skóli og (of)þjálfun Teitur Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2014 07:00 Sem foreldri vill maður börnum sínum allt hið besta, vonar að þeim gangi vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur og að þau dafni og þroskist eðlilega. Í þessu samhengi er eðlilegt að fylgjast vel með því sem þau eru að gera og einnig finna flestir foreldrar fyrir vissum kvíðahnút í maga þegar þau krossa fingur og átta sig í leiðinni að þau geta ekki stýrt öllu eins og þau kannski gjarnan vildu, sem er líka gott að vissu leyti. Þá verða breytingar eftir því sem þau eldast og er ekkert barn eins svo það er ekki hægt að stóla á að það sem virkaði áður geri það endilega í dag. Það er það sem gerir foreldrahlutverkið svo skemmtilegt og spennandi. Við berum mikla ábyrgð á þessum einstaklingum og að skila þeim út í samfélagið á báðum fótum þannig að þeir geti séð um sig sjálfir og hugsanlega okkur eldra fólkið þegar fram í sækir. Hægt er að misstíga sig víða, maður lærir af slíku, svo lengi sem ekki er dvalið um of á sama stað heldur þroskast áfram. Það er engin töfraformúla til og hver og einn verður að feta sína braut. Því er áhugavert að fylgjast með foreldrum fullum af stolti við hvern áfanga í skólagöngu þegar allt hefur blessast, sérstaklega þegar nálgast fullorðinsár barnanna og hægt er að sleppa af þeim takinu ef svo má segja. Foreldrar horfa til baka og gleðjast yfir að hafa staðist „prófið“, að koma barni á legg, sjálfstæðum einstaklingi sem nýtir sína hæfileika, líður vel og dafnar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.Grundvallaratriði Andleg jafnt sem líkamleg heilsa er vissulega grundvallaratriði í því að vel takist til og þurfum við því sem berum ábyrgðina að tryggja að svo sé. Mikið hefur verið fjallað um mismunandi áherslur í menntamálum og það hvernig verði að koma til móts við þá sem standa höllum fæti á ýmsum sviðum, t.d. les- og skrifblindir, en ýmsir fleiri, og hefur orðið bylting á því miðað við það sem áður tíðkaðist þar sem stimpillinn tossi í skóla jafngilti hálfgerðri útskúfun úr ákveðnu samfélagi og stuðningsneti sem skólafélagar eru á þessum mótandi árum hvers einstaklings. Opin umræða um einelti og viðbrögð við því hefur líka skilað miklu, en betur má ef duga skal. Við höfum býsna lengi hampað þeim sem duglegir eru og gengur vel, sérstaklega í bóknámi, en verknám sækir á og er það af hinu góða. Við þurfum fagfólk á öllum sviðum og því betri menntun og þjálfun, því meiri ávinningur. Á sama tíma og börnin eru í skóla þá eru mörg sem stunda íþróttir og hefur verið mikil sókn í því undanfarin ár sem er gott enda hugtakið heilbrigð sál í hraustum líkama okkur öllum vel þekkt og má hvetja til hreyfingar fyrir alla aldurshópa. Mjög margt er í boði og nýta foreldrar sér sennilega flestir styrki sveitarfélaga til slíkrar iðkunar. Iðulega er einhver tenging slíkrar þjálfunar við þann tíma þegar skóla er lokið, jafnvel ekið úr dagvistun yngri barna á æfingasvæði sem er þakklátt og foreldrar barna, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, eru eflaust mjög fegin líkt og atvinnurekendur þeirra þar sem skutl og skreppitúrar eru færri sökum þessa.Aukið álag Ég er eitt þeirra foreldra sem treysti á þessa þjónustu og er hrifinn, en eftir því sem börnin mín eldast sé ég að bæði skólatíminn lengist, kröfurnar varðandi námið aukast og meiri tíma er varið í heimanám. Á sama tíma og slíkt gerist aukast kröfurnar í íþróttunum og bæði viðvera og fjöldi tíma á æfingum eykst og álagið þar með. Mér er ljóst sem fagmanni að á viðkvæmum tíma uppvaxtaráranna er nauðsynlegt að leggja talsvert inn fyrir seinni tíma og er ég þar að vísa í beinastyrk, þroska ónæmiskerfisins og margt fleira. Sá sem æfir of mikið eykur hættuna á því að meiðast, fá vöðvaverki og jafnvel niðurbrot, svefntruflun og depurðareinkenni, veikindatíðni eykst og einbeiting minnkar. Þessu fylgir oft líkamleg og andleg þreyta sem aftur skapar vandamál í skóla og lærdómi. Því er mikilvægt að jafnvægi sé til staðar. Mjög hefur verið fjallað um ofþjálfun í heimi læknavísinda undanfarið og er líklegt að meiri skaði en ávinningur hljótist af sé ekki gætt hófs. Ég hef talsverðar áhyggjur af því að við séum ekki að skoða þetta samhengi nægjanlega vel. Samvera fjölskyldu er einnig grundvallarþáttur í þroskaferli barna. Sú samvera er mismunandi en flestir ættu að temja sér þá reglu að borða saman að kvöldi geti þeir það og halda þá stund hátíðlega. Því ættu t.a.m. íþróttafélög að forðast æfingatíma á milli 18.30 og 20.00 sem ég tel ekki uppbyggilegan. Æfingar að kvöldi hafa tíðkast lengi, en ættu ekki að vera í boði fyrir yngri hópa og allra síst að vera eftir 21.30 þar sem slíkt getur ýtt undir svefntruflun og sömuleiðis dregið úr möguleikum til ástundunar heimanáms sem eykst með árunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun
Sem foreldri vill maður börnum sínum allt hið besta, vonar að þeim gangi vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur og að þau dafni og þroskist eðlilega. Í þessu samhengi er eðlilegt að fylgjast vel með því sem þau eru að gera og einnig finna flestir foreldrar fyrir vissum kvíðahnút í maga þegar þau krossa fingur og átta sig í leiðinni að þau geta ekki stýrt öllu eins og þau kannski gjarnan vildu, sem er líka gott að vissu leyti. Þá verða breytingar eftir því sem þau eldast og er ekkert barn eins svo það er ekki hægt að stóla á að það sem virkaði áður geri það endilega í dag. Það er það sem gerir foreldrahlutverkið svo skemmtilegt og spennandi. Við berum mikla ábyrgð á þessum einstaklingum og að skila þeim út í samfélagið á báðum fótum þannig að þeir geti séð um sig sjálfir og hugsanlega okkur eldra fólkið þegar fram í sækir. Hægt er að misstíga sig víða, maður lærir af slíku, svo lengi sem ekki er dvalið um of á sama stað heldur þroskast áfram. Það er engin töfraformúla til og hver og einn verður að feta sína braut. Því er áhugavert að fylgjast með foreldrum fullum af stolti við hvern áfanga í skólagöngu þegar allt hefur blessast, sérstaklega þegar nálgast fullorðinsár barnanna og hægt er að sleppa af þeim takinu ef svo má segja. Foreldrar horfa til baka og gleðjast yfir að hafa staðist „prófið“, að koma barni á legg, sjálfstæðum einstaklingi sem nýtir sína hæfileika, líður vel og dafnar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.Grundvallaratriði Andleg jafnt sem líkamleg heilsa er vissulega grundvallaratriði í því að vel takist til og þurfum við því sem berum ábyrgðina að tryggja að svo sé. Mikið hefur verið fjallað um mismunandi áherslur í menntamálum og það hvernig verði að koma til móts við þá sem standa höllum fæti á ýmsum sviðum, t.d. les- og skrifblindir, en ýmsir fleiri, og hefur orðið bylting á því miðað við það sem áður tíðkaðist þar sem stimpillinn tossi í skóla jafngilti hálfgerðri útskúfun úr ákveðnu samfélagi og stuðningsneti sem skólafélagar eru á þessum mótandi árum hvers einstaklings. Opin umræða um einelti og viðbrögð við því hefur líka skilað miklu, en betur má ef duga skal. Við höfum býsna lengi hampað þeim sem duglegir eru og gengur vel, sérstaklega í bóknámi, en verknám sækir á og er það af hinu góða. Við þurfum fagfólk á öllum sviðum og því betri menntun og þjálfun, því meiri ávinningur. Á sama tíma og börnin eru í skóla þá eru mörg sem stunda íþróttir og hefur verið mikil sókn í því undanfarin ár sem er gott enda hugtakið heilbrigð sál í hraustum líkama okkur öllum vel þekkt og má hvetja til hreyfingar fyrir alla aldurshópa. Mjög margt er í boði og nýta foreldrar sér sennilega flestir styrki sveitarfélaga til slíkrar iðkunar. Iðulega er einhver tenging slíkrar þjálfunar við þann tíma þegar skóla er lokið, jafnvel ekið úr dagvistun yngri barna á æfingasvæði sem er þakklátt og foreldrar barna, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, eru eflaust mjög fegin líkt og atvinnurekendur þeirra þar sem skutl og skreppitúrar eru færri sökum þessa.Aukið álag Ég er eitt þeirra foreldra sem treysti á þessa þjónustu og er hrifinn, en eftir því sem börnin mín eldast sé ég að bæði skólatíminn lengist, kröfurnar varðandi námið aukast og meiri tíma er varið í heimanám. Á sama tíma og slíkt gerist aukast kröfurnar í íþróttunum og bæði viðvera og fjöldi tíma á æfingum eykst og álagið þar með. Mér er ljóst sem fagmanni að á viðkvæmum tíma uppvaxtaráranna er nauðsynlegt að leggja talsvert inn fyrir seinni tíma og er ég þar að vísa í beinastyrk, þroska ónæmiskerfisins og margt fleira. Sá sem æfir of mikið eykur hættuna á því að meiðast, fá vöðvaverki og jafnvel niðurbrot, svefntruflun og depurðareinkenni, veikindatíðni eykst og einbeiting minnkar. Þessu fylgir oft líkamleg og andleg þreyta sem aftur skapar vandamál í skóla og lærdómi. Því er mikilvægt að jafnvægi sé til staðar. Mjög hefur verið fjallað um ofþjálfun í heimi læknavísinda undanfarið og er líklegt að meiri skaði en ávinningur hljótist af sé ekki gætt hófs. Ég hef talsverðar áhyggjur af því að við séum ekki að skoða þetta samhengi nægjanlega vel. Samvera fjölskyldu er einnig grundvallarþáttur í þroskaferli barna. Sú samvera er mismunandi en flestir ættu að temja sér þá reglu að borða saman að kvöldi geti þeir það og halda þá stund hátíðlega. Því ættu t.a.m. íþróttafélög að forðast æfingatíma á milli 18.30 og 20.00 sem ég tel ekki uppbyggilegan. Æfingar að kvöldi hafa tíðkast lengi, en ættu ekki að vera í boði fyrir yngri hópa og allra síst að vera eftir 21.30 þar sem slíkt getur ýtt undir svefntruflun og sömuleiðis dregið úr möguleikum til ástundunar heimanáms sem eykst með árunum.