Allt bara hugmyndir Baldvin Þormóðsson skrifar 28. ágúst 2014 17:00 Margrét Bjarnadóttir segir að verkin á sýningunni séu sjálfstæð en sjá megi tengingar á milli þeirra. mynd/einkasafn „Þetta eru verk sem ég hef verið að vinna að síðustu ár og eiga ekki beint heima á sviði þar sem ég er vanari að vinna,“ segir danshöfundurinn Margrét Bjarnadóttir en hún opnar sýningu sína LIFE-EFI í Kling og Bang klukkan 17.00 í dag á vegum Reykjavík Dance Festival. „Þetta er svona önnur hlið á því sem ég hef verið að gera,“ segir Margrét. „Þetta eru ljósmyndir, teikningar og vídeóverk en þetta eru allt bara hugmyndir og því ekkert frábrugðið því sem ég geri vanalega en samt í öðru formi,“ lýsir listamaðurinn en sýningin er fyrsta einkasýning Margrétar í safni. „Ég held að það séu tengingar á milli verkanna á sýningunni en þau eru samt sjálfstæð,“ segir Margrét. „Ljósmyndirnar eru eitt verk og myndbandsverkið annað en ég held að það megi finna tengingar á milli.“ Meðal verka Margrétar á sýningunni eru til dæmis svonefnd anagröm þar sem búið er að endurraða stöfum í nöfnum fólks og finna út nýja merkingu sem lýsir persónunni. Sem dæmi er hún með fjölmiðlamanninn „Egill Helgason“ og hefur endurraðað stöfunum sem „og lesa helling.“ „Þetta eru annaðhvort þjóðþekktir einstaklingar eða bara vinir mínir,“ segir Margrét en hún er með fjórtán slík anagröm. „Ég þarf að þekkja persónuna eða vita nógu mikið um hana af því þetta eru ekki bara einhver orð. Þau þurfa að kallast á við persónuna á bak við nafnið.“ Annað verk sem Margrét sýnir í dag er myndbandsverk þar sem hún fékk til sín fimm einstaklinga, sem misst hafa einhvern nákominn, til þess að reyna að muna og kalla fram hreyfingar eða háttalag viðkomandi manneskju. „Þetta er fimm rása myndbandsverk þar sem hver einstaklingur er á sínu sjónvarpi og allt sýnt samtímis,“ lýsir Margrét. Eins og áður hefur komið fram verður sýningin opnuð í Kling og Bang í dag klukkan fimm en hún mun standa í mánuð. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Þetta eru verk sem ég hef verið að vinna að síðustu ár og eiga ekki beint heima á sviði þar sem ég er vanari að vinna,“ segir danshöfundurinn Margrét Bjarnadóttir en hún opnar sýningu sína LIFE-EFI í Kling og Bang klukkan 17.00 í dag á vegum Reykjavík Dance Festival. „Þetta er svona önnur hlið á því sem ég hef verið að gera,“ segir Margrét. „Þetta eru ljósmyndir, teikningar og vídeóverk en þetta eru allt bara hugmyndir og því ekkert frábrugðið því sem ég geri vanalega en samt í öðru formi,“ lýsir listamaðurinn en sýningin er fyrsta einkasýning Margrétar í safni. „Ég held að það séu tengingar á milli verkanna á sýningunni en þau eru samt sjálfstæð,“ segir Margrét. „Ljósmyndirnar eru eitt verk og myndbandsverkið annað en ég held að það megi finna tengingar á milli.“ Meðal verka Margrétar á sýningunni eru til dæmis svonefnd anagröm þar sem búið er að endurraða stöfum í nöfnum fólks og finna út nýja merkingu sem lýsir persónunni. Sem dæmi er hún með fjölmiðlamanninn „Egill Helgason“ og hefur endurraðað stöfunum sem „og lesa helling.“ „Þetta eru annaðhvort þjóðþekktir einstaklingar eða bara vinir mínir,“ segir Margrét en hún er með fjórtán slík anagröm. „Ég þarf að þekkja persónuna eða vita nógu mikið um hana af því þetta eru ekki bara einhver orð. Þau þurfa að kallast á við persónuna á bak við nafnið.“ Annað verk sem Margrét sýnir í dag er myndbandsverk þar sem hún fékk til sín fimm einstaklinga, sem misst hafa einhvern nákominn, til þess að reyna að muna og kalla fram hreyfingar eða háttalag viðkomandi manneskju. „Þetta er fimm rása myndbandsverk þar sem hver einstaklingur er á sínu sjónvarpi og allt sýnt samtímis,“ lýsir Margrét. Eins og áður hefur komið fram verður sýningin opnuð í Kling og Bang í dag klukkan fimm en hún mun standa í mánuð.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“