Guðjón Pétur jafnaði 16 ára gamalt met Arnórs Guðjohnsen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 06:00 Guðjón Pétur í baráttunni gegn sínum gömlu liðsfélögum. Vísir/Arnþór Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fjögur mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili í efstu deild frá árinu 1977.Arnór Guðjohnsen afrekaði það með Val sumarið 1998 eða fyrir sextán árum og nú í sumar hefur Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson náð að leika það eftir í sumar þótt enn séu fimm umferðir eftir af Pepsi-deildinni. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum leikjum Blika í Pepsi-deildinni.Aukaæfingarnar á Álftanesinu „Aukaæfingarnar eru lykillinn að þessu og ég æfi alltaf aukalega. Ég er búinn að æfa þær á Álftanesvellinum síðan ég var pínu lítill og ég æfi aukaspyrnurnar ennþá daginn í dag á Álftanesvelinum,“ segir Guðjón Pétur. En stendur eitthvað af þessum fjórum mörkum upp úr? „Ég myndi segja að Fylkismarkið hafi verið mikilvægasta markið af þessum fjórum. Þetta var fyrsti leikurinn eftir að nýr þjálfari tók við og við vorum líka komnir 1-0 undir. Það var mikilvægt að tapa ekki leiknum og ég náði þarna að jafna leikinn,“ sagði Guðjón Pétur. Guðjón Pétur var reyndar nálægt því að skora eitt mark til viðbótar beint úr aukaspyrnu en Blikar skoruðu eitt marka sinna á móti Þór í sumar eftir að aukaspyrna Guðjóns var varin í slá og Elfar Freyr Helgason skallaði frákastið inn í markið á marklínunni.Öll eftir að Gummi Ben tók við Það vekur athygli að Guðjón Pétur hefur skorað öll aukaspyrnumörkin sín eftir að Guðmundur Benediktsson tók við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. „Ég fékk þá bara að spila þá. Ég fékk ekki að spila þegar Óli var með liðið í byrjun tímabilsins. Það er erfitt að skora ef að maður spilar ekki. Gummi hefur gefið mér mikið traust og mikið hrós og það hefur gefið manni auka kraft til að gera þetta almennilega,“ segir Guðjón sem auk þess að skora þessu mörk hefur verið duglegur að búa til mörk fyrir liðsfélaga sína. Gamla metið var orðið sextán ára gamalt. Arnór Guðjohnsen átti frábæra heimkomu í íslenska boltann sumarið 1998 eftir tuttugu ár í atvinnumennsku en hann skoraði þá meðal annars fjögur aukaspyrnumörk í fyrstu sex leikjum sínum með Val. Arnór var þá að bæta fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en í sumar.Man eftir gulu skónum „Ég man alveg eftir þessu. Ég man sérstaklega eftir aukaspyrnu hjá honum þetta sumar þegar hann var í gulum skóm og setti hann yfir vegginn á Hlíðarenda. Það þótti mjög merkilegt,“ segir Guðjón léttur og bætir við: „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón ákveðinn. Miðað við framgöngu hans að undanförnu eru miklar líkur á því að svo verði.Þorir einhver að brjóta? Það má búast við því að varnarmenn mótherja Blika hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir gefa Blikum aukaspyrnu nálægt vítateignum. „Það er vonandi að mótherjarnir okkar þori ekki að brjóta af sér í kringum teiginn og að við getum bara hlaupið í gegn. Það væri frábært,“ segir Guðjón að lokum. Guðjón Pétur fær fimm leiki til að eignast metið einn en næsti leikur Blika er á móti Fylki á sunnudagskvöldið. Guðjón skoraði einmitt fyrsta aukaspyrnumark sumarsins í fyrri leiknum á móti Fylkismönnum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Breiðablik 2-2 | Enn gera Blikar jafntefli Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn 2-2 í 17. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Sanngjörn úrslit í fjörugum leik. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fjögur mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili í efstu deild frá árinu 1977.Arnór Guðjohnsen afrekaði það með Val sumarið 1998 eða fyrir sextán árum og nú í sumar hefur Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson náð að leika það eftir í sumar þótt enn séu fimm umferðir eftir af Pepsi-deildinni. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum leikjum Blika í Pepsi-deildinni.Aukaæfingarnar á Álftanesinu „Aukaæfingarnar eru lykillinn að þessu og ég æfi alltaf aukalega. Ég er búinn að æfa þær á Álftanesvellinum síðan ég var pínu lítill og ég æfi aukaspyrnurnar ennþá daginn í dag á Álftanesvelinum,“ segir Guðjón Pétur. En stendur eitthvað af þessum fjórum mörkum upp úr? „Ég myndi segja að Fylkismarkið hafi verið mikilvægasta markið af þessum fjórum. Þetta var fyrsti leikurinn eftir að nýr þjálfari tók við og við vorum líka komnir 1-0 undir. Það var mikilvægt að tapa ekki leiknum og ég náði þarna að jafna leikinn,“ sagði Guðjón Pétur. Guðjón Pétur var reyndar nálægt því að skora eitt mark til viðbótar beint úr aukaspyrnu en Blikar skoruðu eitt marka sinna á móti Þór í sumar eftir að aukaspyrna Guðjóns var varin í slá og Elfar Freyr Helgason skallaði frákastið inn í markið á marklínunni.Öll eftir að Gummi Ben tók við Það vekur athygli að Guðjón Pétur hefur skorað öll aukaspyrnumörkin sín eftir að Guðmundur Benediktsson tók við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. „Ég fékk þá bara að spila þá. Ég fékk ekki að spila þegar Óli var með liðið í byrjun tímabilsins. Það er erfitt að skora ef að maður spilar ekki. Gummi hefur gefið mér mikið traust og mikið hrós og það hefur gefið manni auka kraft til að gera þetta almennilega,“ segir Guðjón sem auk þess að skora þessu mörk hefur verið duglegur að búa til mörk fyrir liðsfélaga sína. Gamla metið var orðið sextán ára gamalt. Arnór Guðjohnsen átti frábæra heimkomu í íslenska boltann sumarið 1998 eftir tuttugu ár í atvinnumennsku en hann skoraði þá meðal annars fjögur aukaspyrnumörk í fyrstu sex leikjum sínum með Val. Arnór var þá að bæta fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en í sumar.Man eftir gulu skónum „Ég man alveg eftir þessu. Ég man sérstaklega eftir aukaspyrnu hjá honum þetta sumar þegar hann var í gulum skóm og setti hann yfir vegginn á Hlíðarenda. Það þótti mjög merkilegt,“ segir Guðjón léttur og bætir við: „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón ákveðinn. Miðað við framgöngu hans að undanförnu eru miklar líkur á því að svo verði.Þorir einhver að brjóta? Það má búast við því að varnarmenn mótherja Blika hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir gefa Blikum aukaspyrnu nálægt vítateignum. „Það er vonandi að mótherjarnir okkar þori ekki að brjóta af sér í kringum teiginn og að við getum bara hlaupið í gegn. Það væri frábært,“ segir Guðjón að lokum. Guðjón Pétur fær fimm leiki til að eignast metið einn en næsti leikur Blika er á móti Fylki á sunnudagskvöldið. Guðjón skoraði einmitt fyrsta aukaspyrnumark sumarsins í fyrri leiknum á móti Fylkismönnum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Breiðablik 2-2 | Enn gera Blikar jafntefli Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn 2-2 í 17. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Sanngjörn úrslit í fjörugum leik. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Breiðablik 2-2 | Enn gera Blikar jafntefli Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn 2-2 í 17. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Sanngjörn úrslit í fjörugum leik. 24. ágúst 2014 00:01