Reynsluboltar í kennarastólinn Álfrún Pálsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 22:00 Saga Sigurðardóttir og Ellen Loftsdóttir sjá um stílista- og ljósmyndanámskeið á vegum Reykjavik Fashion Academy sem hefjast í lok september. Mynd/Saga Sig Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir hafa starfað í tískubransanum hérlendis sem erlendis um hríð og ætla nú að nýta þá reynslu og miðla áfram í skóla Reykjavík Fashion Academy. Þær munu halda utan um stílista- og ljósmyndanám skólans og eru spenntar að hefjast handa. „Hlutverk okkar er fyrst og fremst að sníða/búa til námið og halda utan um námið í heild sinni, skipuleggja það, ráða inn gestakennara með sérhæfni sem og vera nemendum innan handar meðan á náminu stendur,“ segir Ellen og Saga bætir við: „Við munum leggja mikið upp úr skapandi hugsun, hugmyndavinnu og að hjálpa nemendum að finna sinn stíl. Ásamt því að fara í praktísk, tæknileg og undirstöðuatriði í greinunum tveim.“ Ellen og Saga segjast leggja mikið upp úr tengslum við atvinnulífið á námskeiðunum tveimur. „Okkur finnst það mjög mikilvægt að geta sýnt hvernig þessi heimur virkar með því að leyfa nemendum að spreyta sig á sínum eigin verkefnum undir leiðsögn kennara. Ásamt því fá nemendur að fylgjast með í tökum og kynnast þannig tísku-og auglýsingabransanum hér heima og úti,“ segir Ellen.Flottur dúett.Saga og Ellen eru báðar búsettar erlendis, Saga í London og Ellen í Kaupmannahöfn, svo þær gera ráð fyrir að veturinn bjóði upp á mikið flakk milli landa. Á meðan á náminu stendur – hvert námskeið er fimm vikur að lengd –gera þær ráð fyrir að vera á Íslandi. „Maður er alltaf með eitthvað skemmtilegt í pípunum. Til dæmis er ég að fara að mynda fyrir norsku útgáfuna af ELLE með ljósmyndaranum Herði Ingasyni og munu nemendur fá að fylgjast náið með því ferli,“ segir Ellen og Saga tekur undir. „Ég hef verið að koma mikið til Íslands að mynda á árinu. Ég var að klára að mynda fyrir tónskáldið Önnu Þorvalds. Svo er ég á leiðinni út á land í nokkra daga að mynda herferð með listakonunni og ilmvatnshönnuðinum Andreu Maack og svo er ég að vinna með Jör og Aftur. Við Rebekka Rafnsdóttir erum einnig að vinna að heimildarmynd á Íslandi og svo eru fleiri verkefni á döfinni.“ Þær eru spenntar að hefjast handa við kennsluna. „Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að kenna og mjög gefandi, hef bæði verið að halda fyrirlestra í St. Martins í London og í Ljósmyndaskólanum hérna heima,“ segir Saga og Ellen segir verkefnið vissulega krefjandi. „Þetta leggst mjög vel í mig og er ég mjög spennt að takast á við þetta skemmtilega en sömuleiðis krefjandi verkefni. Það er alltaf gaman að geta miðlað reynslu sinni til þeirra sem yngri eru og ekki síst að fá innblástur frá þeim.“ Aðspurðar hvaða eiginleika þurfi til að ná langt í þessum harða heimi tískunnar stendur ekki á svörum frá stöllunum: „Gefast ekki upp þótt á móti blási, vera tilbúin að leggja hart að sér og síðast en ekki síst að hafa ástríðu og óbilandi trú á sjálfum sér.“ Tengdar fréttir Gera fæðinguna eitthvað til að hlakka til Jóga-og heilsustöðin Andartak ætlar í fyrsta sinn á Íslandi að standa fyrir kennaranámi í meðgöngujóga. 29. ágúst 2014 23:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir hafa starfað í tískubransanum hérlendis sem erlendis um hríð og ætla nú að nýta þá reynslu og miðla áfram í skóla Reykjavík Fashion Academy. Þær munu halda utan um stílista- og ljósmyndanám skólans og eru spenntar að hefjast handa. „Hlutverk okkar er fyrst og fremst að sníða/búa til námið og halda utan um námið í heild sinni, skipuleggja það, ráða inn gestakennara með sérhæfni sem og vera nemendum innan handar meðan á náminu stendur,“ segir Ellen og Saga bætir við: „Við munum leggja mikið upp úr skapandi hugsun, hugmyndavinnu og að hjálpa nemendum að finna sinn stíl. Ásamt því að fara í praktísk, tæknileg og undirstöðuatriði í greinunum tveim.“ Ellen og Saga segjast leggja mikið upp úr tengslum við atvinnulífið á námskeiðunum tveimur. „Okkur finnst það mjög mikilvægt að geta sýnt hvernig þessi heimur virkar með því að leyfa nemendum að spreyta sig á sínum eigin verkefnum undir leiðsögn kennara. Ásamt því fá nemendur að fylgjast með í tökum og kynnast þannig tísku-og auglýsingabransanum hér heima og úti,“ segir Ellen.Flottur dúett.Saga og Ellen eru báðar búsettar erlendis, Saga í London og Ellen í Kaupmannahöfn, svo þær gera ráð fyrir að veturinn bjóði upp á mikið flakk milli landa. Á meðan á náminu stendur – hvert námskeið er fimm vikur að lengd –gera þær ráð fyrir að vera á Íslandi. „Maður er alltaf með eitthvað skemmtilegt í pípunum. Til dæmis er ég að fara að mynda fyrir norsku útgáfuna af ELLE með ljósmyndaranum Herði Ingasyni og munu nemendur fá að fylgjast náið með því ferli,“ segir Ellen og Saga tekur undir. „Ég hef verið að koma mikið til Íslands að mynda á árinu. Ég var að klára að mynda fyrir tónskáldið Önnu Þorvalds. Svo er ég á leiðinni út á land í nokkra daga að mynda herferð með listakonunni og ilmvatnshönnuðinum Andreu Maack og svo er ég að vinna með Jör og Aftur. Við Rebekka Rafnsdóttir erum einnig að vinna að heimildarmynd á Íslandi og svo eru fleiri verkefni á döfinni.“ Þær eru spenntar að hefjast handa við kennsluna. „Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að kenna og mjög gefandi, hef bæði verið að halda fyrirlestra í St. Martins í London og í Ljósmyndaskólanum hérna heima,“ segir Saga og Ellen segir verkefnið vissulega krefjandi. „Þetta leggst mjög vel í mig og er ég mjög spennt að takast á við þetta skemmtilega en sömuleiðis krefjandi verkefni. Það er alltaf gaman að geta miðlað reynslu sinni til þeirra sem yngri eru og ekki síst að fá innblástur frá þeim.“ Aðspurðar hvaða eiginleika þurfi til að ná langt í þessum harða heimi tískunnar stendur ekki á svörum frá stöllunum: „Gefast ekki upp þótt á móti blási, vera tilbúin að leggja hart að sér og síðast en ekki síst að hafa ástríðu og óbilandi trú á sjálfum sér.“
Tengdar fréttir Gera fæðinguna eitthvað til að hlakka til Jóga-og heilsustöðin Andartak ætlar í fyrsta sinn á Íslandi að standa fyrir kennaranámi í meðgöngujóga. 29. ágúst 2014 23:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Gera fæðinguna eitthvað til að hlakka til Jóga-og heilsustöðin Andartak ætlar í fyrsta sinn á Íslandi að standa fyrir kennaranámi í meðgöngujóga. 29. ágúst 2014 23:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“