Glysprófíll og gagnleg ráð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 13:30 Lífið kíkir á það helsta sem er að gerast á samfélagsmiðlum í dag en þar kennir ávallt ýmissa grasa.FacebookUseful DIY Hver elskar ekki að breyta gömlum hlutum og gefa þeim nýtt hlutverk? Eða föndra eitthvað gagnlegt inn á heimilið og búa þannig til minningar? Á þessari Facebook-síðu er hægt að fá óteljandi hugmyndir að verkefnum sem hægt er að framkvæma sjálfur, jafnt stór sem smá. Þá erum við ekki aðeins að tala um verkefni fyrir handlagna heldur einnig ljúffengar uppskriftir að vinsælum réttum. Tæplega fjögur hundruð þúsund manns líkar við síðuna og eru aðdáendur hennar óhræddir við að láta í sér heyra og gefa hver öðrum góð ráð við framkvæmd hinna ýmsu verkefna.InstagramMert AlasMert Alas er annar helmingur ljósmyndaradúósins Mert og Marcus. Mert og Marcus, sem heitir fullu nafni Marcus Piggott, kynntust fyrst á Englandi árið 1994 og hafa síðan þá unnið saman að einhverju leyti. Í dag eru þeir þekktastir fyrir að taka myndir af kraftmiklum konum og hafa unnið fyrir tímarit á borð við bandaríska og ítalska Vogue, W og Pop. Kúnnar þeirra eru til dæmis tískurisarnir Louis Vuitton, Missoni, Giorgio Armani, Roberto Cavalli og Fendi. Mert deilir hinu og þessu úr lífi sínu á Instagram, þar á meðal myndum af stórvinkonum sínum Kate Moss og Naomi Campbell. Sannkallaður glysprófíll.PinterestIndian Makeup and Beauty Blog Makeupandbeauty.com er með kröftuga Pinterest-síðu þar sem hægt er að fá ýmis ráð og hugmyndir að förðun. Indian Makeup and Beauty Blog, betur þekkt sem IMBB, var stofnað árið 2009 og er nú eitt stærsta bloggsvæði heims en rúmlega sjö hundruð pennar starfa fyrir bloggið. Metnaður stofnendanna Rati og Sanjeev er að hafa Pinterest-síðuna og bloggið mjög fallegt og stílhreint og hefur það vakið athygli um heim allan. Á Pinterest-síðunni er ekki aðeins um indverska förðun að ræða, þótt nafnið gefi annað til kynna, heldur sitt lítið af hverju úr heimi fegurðar. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Lífið kíkir á það helsta sem er að gerast á samfélagsmiðlum í dag en þar kennir ávallt ýmissa grasa.FacebookUseful DIY Hver elskar ekki að breyta gömlum hlutum og gefa þeim nýtt hlutverk? Eða föndra eitthvað gagnlegt inn á heimilið og búa þannig til minningar? Á þessari Facebook-síðu er hægt að fá óteljandi hugmyndir að verkefnum sem hægt er að framkvæma sjálfur, jafnt stór sem smá. Þá erum við ekki aðeins að tala um verkefni fyrir handlagna heldur einnig ljúffengar uppskriftir að vinsælum réttum. Tæplega fjögur hundruð þúsund manns líkar við síðuna og eru aðdáendur hennar óhræddir við að láta í sér heyra og gefa hver öðrum góð ráð við framkvæmd hinna ýmsu verkefna.InstagramMert AlasMert Alas er annar helmingur ljósmyndaradúósins Mert og Marcus. Mert og Marcus, sem heitir fullu nafni Marcus Piggott, kynntust fyrst á Englandi árið 1994 og hafa síðan þá unnið saman að einhverju leyti. Í dag eru þeir þekktastir fyrir að taka myndir af kraftmiklum konum og hafa unnið fyrir tímarit á borð við bandaríska og ítalska Vogue, W og Pop. Kúnnar þeirra eru til dæmis tískurisarnir Louis Vuitton, Missoni, Giorgio Armani, Roberto Cavalli og Fendi. Mert deilir hinu og þessu úr lífi sínu á Instagram, þar á meðal myndum af stórvinkonum sínum Kate Moss og Naomi Campbell. Sannkallaður glysprófíll.PinterestIndian Makeup and Beauty Blog Makeupandbeauty.com er með kröftuga Pinterest-síðu þar sem hægt er að fá ýmis ráð og hugmyndir að förðun. Indian Makeup and Beauty Blog, betur þekkt sem IMBB, var stofnað árið 2009 og er nú eitt stærsta bloggsvæði heims en rúmlega sjö hundruð pennar starfa fyrir bloggið. Metnaður stofnendanna Rati og Sanjeev er að hafa Pinterest-síðuna og bloggið mjög fallegt og stílhreint og hefur það vakið athygli um heim allan. Á Pinterest-síðunni er ekki aðeins um indverska förðun að ræða, þótt nafnið gefi annað til kynna, heldur sitt lítið af hverju úr heimi fegurðar.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“