Hvar er Útvegsspilið? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 09:21 Hver man ekki eftir Útvegsspilinu? Það var spilið sem var dregið fram á tyllidögum á áttunda áratug síðustu aldar á nánast hverju einasta heimili í landinu. Spilið sem margir hafa taugar til. Ég og minn heittelskaði ástmaður höfum leitað að Útvegsspilinu logandi ljósi út um allt síðustu vikur og mánuði. Ég hef heimsótt alla nytjamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni til að finna þetta goðsagnakennda spil en allt kemur fyrir ekki – ég finn það ekki. Og alltaf þegar ég spyr um það hjá mér eldra fólki í þessum verslunum kemur það af fjöllum. Eins og það viti ekkert um hvað ég er að tala. Sömu sögu er að segja um ástvini okkar og fjölskyldu. Það kannast enginn við spilið og hafa margir jafnvel dregið það í efa að það hafi nokkurn tímann verið til. Þetta hefur vakið mikið óöryggi hjá mér og mínum manni. Var spilið ekki örugglega til? Eða er það bara ímyndun ein? Við höfum heyrt að það hafi verið endurútgefið í seinni tíð undir heitinu Allir upp á dekk. Enginn kannast við það spil heldur. Hvað veldur? Nú erum við rólyndisfólk og látum ekki margt slá okkur út af laginu en eina skýringin er samsæri. Samsæri sem felst í því að neita tilvist Útvegsspilsins. Láta sem það hafi aldrei verið til. Kynslóðunum fyrir ofan okkur er greinilega mikið í mun að hindra það að við fáum að spila þetta spil. Ég gæti útskýrt það með einhverjum hætti ef ég myndi nákvæmlega út á hvað spilið gengur. En einhvers staðar er það. Eða hefur verið hylmt yfir brotthvarf spilsins með einhverjum hætti? Óupplýstu sakamáli jafnvel? Það er nóg af þeim. Er það kannski kyrfilega geymt í hvelfingum Seðlabankans? Eru þau ef til vill öll heima hjá Sigmundi Davíð? Voru pappírspeningarnir notaðir sem veð í ekkert í góðærinu? Ég veit ekki með ykkur, en ég heimta svör. P.s. Ef einhver kallar þetta nútímavandamál moldviðri þá tryllist ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hver man ekki eftir Útvegsspilinu? Það var spilið sem var dregið fram á tyllidögum á áttunda áratug síðustu aldar á nánast hverju einasta heimili í landinu. Spilið sem margir hafa taugar til. Ég og minn heittelskaði ástmaður höfum leitað að Útvegsspilinu logandi ljósi út um allt síðustu vikur og mánuði. Ég hef heimsótt alla nytjamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni til að finna þetta goðsagnakennda spil en allt kemur fyrir ekki – ég finn það ekki. Og alltaf þegar ég spyr um það hjá mér eldra fólki í þessum verslunum kemur það af fjöllum. Eins og það viti ekkert um hvað ég er að tala. Sömu sögu er að segja um ástvini okkar og fjölskyldu. Það kannast enginn við spilið og hafa margir jafnvel dregið það í efa að það hafi nokkurn tímann verið til. Þetta hefur vakið mikið óöryggi hjá mér og mínum manni. Var spilið ekki örugglega til? Eða er það bara ímyndun ein? Við höfum heyrt að það hafi verið endurútgefið í seinni tíð undir heitinu Allir upp á dekk. Enginn kannast við það spil heldur. Hvað veldur? Nú erum við rólyndisfólk og látum ekki margt slá okkur út af laginu en eina skýringin er samsæri. Samsæri sem felst í því að neita tilvist Útvegsspilsins. Láta sem það hafi aldrei verið til. Kynslóðunum fyrir ofan okkur er greinilega mikið í mun að hindra það að við fáum að spila þetta spil. Ég gæti útskýrt það með einhverjum hætti ef ég myndi nákvæmlega út á hvað spilið gengur. En einhvers staðar er það. Eða hefur verið hylmt yfir brotthvarf spilsins með einhverjum hætti? Óupplýstu sakamáli jafnvel? Það er nóg af þeim. Er það kannski kyrfilega geymt í hvelfingum Seðlabankans? Eru þau ef til vill öll heima hjá Sigmundi Davíð? Voru pappírspeningarnir notaðir sem veð í ekkert í góðærinu? Ég veit ekki með ykkur, en ég heimta svör. P.s. Ef einhver kallar þetta nútímavandamál moldviðri þá tryllist ég.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun