Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Haraldur Guðmundsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 08:00 Reynir Traustason, ritstjóri DV, var bjartsýnn fyrir fundinn og sagðist reikna með því að verða áfram ritstjóri. Vísir/Anton Aðalfundi DV ehf. var frestað um eina viku í gær þegar í ljós kom að ársreikningur félagsins hafði ekki legið fyrir í fimm daga eins og lög gera ráð fyrir. Fundurinn fór fram í litlu herbergi í kjallara Hótel Natura. Áður en hann hófst sagði Reynir Traustason, ritstjóri DV, stjórnarmaður og hluthafi í félaginu, að hann væri bjartsýnn á að hann yrði áfram ritstjóri. Stuttu seinna sagði Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, að hann hefði mætt einungis til að koma Reyni frá. Fundurinn stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma mátti sjá nokkra fundarmenn ganga hröðum skrefum inn og út úr salnum og blaðamenn DV, sem biðu í ofvæni eftir fréttum af framtíð miðilsins. Reynir Traustason segir hluthafa sem vilji sölsa undir sig blaðið hafa náð að fresta fundinum með því að gera ársreikning félagsins að ágreiningsefni. „Stjórn DV er með álit lögmanns um að formaður stjórnarinnar, Þorsteinn Guðnason, hafi brotið lög í mjög mörgum tilvikum með því að selja eirikjonsson.is, verðlaust fyrirbæri, inn í DV fyrir hlutafé. Stjórnin ætlaði, til að fría sjálfa sig, að bakka út úr málinu, til að rifta kaupunum og leiðrétta ársreikninginn í samræmi við það,“ segir Reynir og heldur áfram: „Þetta féllust þeir ekki á, hvorki hinn grunaði né fylgismenn hans. Við verðum því að leggja fram gamla ársreikninginn og takast svo á um málið á fundinum næsta föstudag, hvort fyrirtækið vilji kaupa þetta dót sem er einskis virði,“ segir Reynir. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Þorsteins Guðnasonar, gefur lítið fyrir ásakanir Reynis um lögbrot. Hann segir Reyni og meirihluta stjórnarinnar hafa gerst sek um að selja ritstjóranum hlutabréf sem hafi áður verið seld öðrum eiganda félagsins og að í því felist refsivert athæfi. Hann segir klúður við vinnu við ársreikning DV hafa valdið því að fundinum var frestað og ásakar ristjórann um bolabrögð. „Reynir Traustason átti 9,66 prósent í félaginu og hefði því ekki átt að geta farið með nema fimm prósent á fundinum. En af því að hann sat á stjórnarfundi DV fyrir aðalfundinn, þar sem var verið að véla um þessi mál, gat hann fengið meirihluta stjórnarinnar til að samþykkja að hlutabréfaeign hans dreifðist þannig til vina og vandamanna að þau nýttust að fullu á fundinum. Með þessu móti var Reynir og hirðin í kringum hann búin að tryggja sér væntanlega meirihluta á hluthafafundinum,“ segir Sigurður. Hann segir að allir hluthafar sem eigi fimm prósent eða meira í félaginu muni á næstu dögum framselja hlutabréf sín þannig að atkvæðisréttur þeirra nýtist að fullu. „Þá verður Reynir Traustason kominn í algjöran minnihluta í félaginu,“ segir Sigurður. Reynir segir fundinn hljóta að enda með ósköpum. „Ágreiningsmálið í félaginu er það hvort við ætlum að blessa lögbrotið meinta með því að leyfa þessu að ganga fram og svo er staðan mín, því það eru ákveðnir hluthafar sem vilja reka mig. Ég óttast ekki neitt og verð alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara.“ Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Aðalfundi DV ehf. var frestað um eina viku í gær þegar í ljós kom að ársreikningur félagsins hafði ekki legið fyrir í fimm daga eins og lög gera ráð fyrir. Fundurinn fór fram í litlu herbergi í kjallara Hótel Natura. Áður en hann hófst sagði Reynir Traustason, ritstjóri DV, stjórnarmaður og hluthafi í félaginu, að hann væri bjartsýnn á að hann yrði áfram ritstjóri. Stuttu seinna sagði Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, að hann hefði mætt einungis til að koma Reyni frá. Fundurinn stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma mátti sjá nokkra fundarmenn ganga hröðum skrefum inn og út úr salnum og blaðamenn DV, sem biðu í ofvæni eftir fréttum af framtíð miðilsins. Reynir Traustason segir hluthafa sem vilji sölsa undir sig blaðið hafa náð að fresta fundinum með því að gera ársreikning félagsins að ágreiningsefni. „Stjórn DV er með álit lögmanns um að formaður stjórnarinnar, Þorsteinn Guðnason, hafi brotið lög í mjög mörgum tilvikum með því að selja eirikjonsson.is, verðlaust fyrirbæri, inn í DV fyrir hlutafé. Stjórnin ætlaði, til að fría sjálfa sig, að bakka út úr málinu, til að rifta kaupunum og leiðrétta ársreikninginn í samræmi við það,“ segir Reynir og heldur áfram: „Þetta féllust þeir ekki á, hvorki hinn grunaði né fylgismenn hans. Við verðum því að leggja fram gamla ársreikninginn og takast svo á um málið á fundinum næsta föstudag, hvort fyrirtækið vilji kaupa þetta dót sem er einskis virði,“ segir Reynir. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Þorsteins Guðnasonar, gefur lítið fyrir ásakanir Reynis um lögbrot. Hann segir Reyni og meirihluta stjórnarinnar hafa gerst sek um að selja ritstjóranum hlutabréf sem hafi áður verið seld öðrum eiganda félagsins og að í því felist refsivert athæfi. Hann segir klúður við vinnu við ársreikning DV hafa valdið því að fundinum var frestað og ásakar ristjórann um bolabrögð. „Reynir Traustason átti 9,66 prósent í félaginu og hefði því ekki átt að geta farið með nema fimm prósent á fundinum. En af því að hann sat á stjórnarfundi DV fyrir aðalfundinn, þar sem var verið að véla um þessi mál, gat hann fengið meirihluta stjórnarinnar til að samþykkja að hlutabréfaeign hans dreifðist þannig til vina og vandamanna að þau nýttust að fullu á fundinum. Með þessu móti var Reynir og hirðin í kringum hann búin að tryggja sér væntanlega meirihluta á hluthafafundinum,“ segir Sigurður. Hann segir að allir hluthafar sem eigi fimm prósent eða meira í félaginu muni á næstu dögum framselja hlutabréf sín þannig að atkvæðisréttur þeirra nýtist að fullu. „Þá verður Reynir Traustason kominn í algjöran minnihluta í félaginu,“ segir Sigurður. Reynir segir fundinn hljóta að enda með ósköpum. „Ágreiningsmálið í félaginu er það hvort við ætlum að blessa lögbrotið meinta með því að leyfa þessu að ganga fram og svo er staðan mín, því það eru ákveðnir hluthafar sem vilja reka mig. Ég óttast ekki neitt og verð alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara.“
Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira