Bósakaka Berglind Pétursdóttir skrifar 1. september 2014 00:00 Ég mun aldrei gleyma því þegar pabbi kom heim með stórkostlega bleika Barbapabba-afmælisköku á þriggja ára afmælisdaginn minn. Hvílíkt undur sem mér þótti þetta sköpunarverk. Ég gat því ekki annað en horft djúpt í augu þriggja ára sonar míns og jánkað þegar hann bað um Bósa Ljósár afmælisköku með hendur, fætur og vængi. Eftirað hafa skellt fast hurðum í helstu kökugalleríum bæjarins ákvað ég að taka málin í mínar eigin bakara-hendur. Ég neita að borga þúsundir króna fyrir ofsykrað metnaðarleysi í kökuformi sem hefur enga skírskotun í Leikfangasögu aðra en að plast-Bósi framleiddur í Kína trónir á toppnum. Ég fer og kaupi möndlumjöl og kókoshveiti, lífræn egg og vínsteinslyftiduft. Kaupi líka nýja skó á leiðinni heim, þeir virka ódýrir miðað við lífrænu efnin, visakortið orðið heitt. Komin heim, á hvorki sleif né sleikju, baka aldrei. Upp í bílinn með mig, nýbúin að kaupa hann, get ekki haldið úti svona metnaðarfullu heimili án þess að eiga jeppling. Keyri í úthverfi, kaupi sprautustúta og kökuform og skrái mig í netklúbb, fæ strax tilboð sent í símann. Tíu prósent af hitaþolnum sleikjóplastmótum, ekki slæmt. Heim að baka. Afmælisbarnið gramt því ég hef ekki tíma til að sinna því, stendur bara í útigallanum í forstofunni í marga klukkutíma. Að lokum lítur sköpunarverkið nokkurn veginn út eins og kakan sem Paleo Mom bakaði og ég anda léttar. Bankinn hringir og spyr hvort að kortinu mínu hafi verið stolið, notkunin sé óvenjulega mikil. Ég segi nei en býð þjónustufulltrúanum í afmælið sem þakklætisvott fyrir góða þjónustu. Fer með kökuna í afmælið. Það er haldið heima hjá barnsföður mínum, allir halda að hann hafi bakað kökuna og það er búið að skera hausinn af Bósa áður en sonur minn sér hann. Honum er alveg sama, hann vill pönnuköku með sykri. Minningin lifir á Instagram. Er með allskonar bökunargræjur og matarlit til sölu, ódýrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ég mun aldrei gleyma því þegar pabbi kom heim með stórkostlega bleika Barbapabba-afmælisköku á þriggja ára afmælisdaginn minn. Hvílíkt undur sem mér þótti þetta sköpunarverk. Ég gat því ekki annað en horft djúpt í augu þriggja ára sonar míns og jánkað þegar hann bað um Bósa Ljósár afmælisköku með hendur, fætur og vængi. Eftirað hafa skellt fast hurðum í helstu kökugalleríum bæjarins ákvað ég að taka málin í mínar eigin bakara-hendur. Ég neita að borga þúsundir króna fyrir ofsykrað metnaðarleysi í kökuformi sem hefur enga skírskotun í Leikfangasögu aðra en að plast-Bósi framleiddur í Kína trónir á toppnum. Ég fer og kaupi möndlumjöl og kókoshveiti, lífræn egg og vínsteinslyftiduft. Kaupi líka nýja skó á leiðinni heim, þeir virka ódýrir miðað við lífrænu efnin, visakortið orðið heitt. Komin heim, á hvorki sleif né sleikju, baka aldrei. Upp í bílinn með mig, nýbúin að kaupa hann, get ekki haldið úti svona metnaðarfullu heimili án þess að eiga jeppling. Keyri í úthverfi, kaupi sprautustúta og kökuform og skrái mig í netklúbb, fæ strax tilboð sent í símann. Tíu prósent af hitaþolnum sleikjóplastmótum, ekki slæmt. Heim að baka. Afmælisbarnið gramt því ég hef ekki tíma til að sinna því, stendur bara í útigallanum í forstofunni í marga klukkutíma. Að lokum lítur sköpunarverkið nokkurn veginn út eins og kakan sem Paleo Mom bakaði og ég anda léttar. Bankinn hringir og spyr hvort að kortinu mínu hafi verið stolið, notkunin sé óvenjulega mikil. Ég segi nei en býð þjónustufulltrúanum í afmælið sem þakklætisvott fyrir góða þjónustu. Fer með kökuna í afmælið. Það er haldið heima hjá barnsföður mínum, allir halda að hann hafi bakað kökuna og það er búið að skera hausinn af Bósa áður en sonur minn sér hann. Honum er alveg sama, hann vill pönnuköku með sykri. Minningin lifir á Instagram. Er með allskonar bökunargræjur og matarlit til sölu, ódýrt.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun