Sýnist ég verða á Skype fram í nóvember Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. september 2014 06:00 Kjartan reynir fyrir sér í Danmörku. vísir/daníel „Ég var búinn að ganga frá þessu á föstudag en spilaði síðasta leikinn með KR gegn Stjörnunni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem er orðinn leikmaður danska B-deildarliðsins Horsens en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kjartan á reyndar eftir að gangast undir læknisskoðun og tjáði Fréttablaðinu að hann væri ekki viss um að hann þyrfti að fara í hana. Hann skoðaði málið vel áður en hann samdi og talaði meðal annars við marga í Danmörku um Horsens. „Eftir að hafa kynnt mér félagið og danska boltann vel þá var aldrei spurning um að stökkva á þetta tilboð. Þetta er eitt af þremur stærstu liðum deildarinnar og Horsens á að vera í úrvalsdeild. Þetta er nýr völlur og frábærar aðstæður hérna,“ segir framherjinn sem á að rífa upp markaskorun liðsins en það hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum deildarinnar. „Þá vantaði mann í teiginn til að klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði við Óla Kristjáns og fleiri og ég hef greinilega fengið ágætis meðmæli. Þjálfarinn hefur trú á mér og sannfærði mig.“ Mörgum finnst skrítið að Kjartan skuli fara í dönsku B-deildina en hvað finnst honum? „Danska úrvalsdeildin er sú besta á Norðurlöndunum. Hér vilja liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki farið í hvaða lið sem er í þessari deild en þetta er klúbbur sem talað er vel um og spilar fínan bolta,“ segir Kjartan en hann var til í nýja áskorun. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu Pepsi-deildar umhverfi og þurfti breytingu. Ég var alvarlega meiddur og munaði engu að ferlinum lyki snemma hjá mér. Ég hef unnið vel í mínum málum og gott að komast aftur út orðinn 28 ára. Ég hef séð stráka eins og Guðjón Baldvins og fleiri sem hafa unnið sig upp úr neðrideildarboltanum. Ef maður stendur sig vel þá er þetta frábær gluggi.“ Kjartan er umdeildur leikmaður og hefur fengið að heyra það úr stúkunni. Það truflar hann ekkert en hann segir það hafa truflað fjölskylduna. „Ég fæ að svara fyrir mig inni á vellinum en umræðan var oft einhliða um mig. Ég er samt ekki að flýja land út af umræðunni. Þetta var bara frábært tækifæri sem ég stökk á.“ Kjartan mætir á sína fyrstu æfingu með Horsens í dag en hann verður án fjölskyldunnar næstu mánuði. „Það var erfitt að kveðja því ég á konu og fjögurra ára stelpu á skemmtilegum aldri heima. Það verður Skype fram í nóvember sýnist mér,“ segir Kjartan Henry Finnbogason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
„Ég var búinn að ganga frá þessu á föstudag en spilaði síðasta leikinn með KR gegn Stjörnunni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem er orðinn leikmaður danska B-deildarliðsins Horsens en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kjartan á reyndar eftir að gangast undir læknisskoðun og tjáði Fréttablaðinu að hann væri ekki viss um að hann þyrfti að fara í hana. Hann skoðaði málið vel áður en hann samdi og talaði meðal annars við marga í Danmörku um Horsens. „Eftir að hafa kynnt mér félagið og danska boltann vel þá var aldrei spurning um að stökkva á þetta tilboð. Þetta er eitt af þremur stærstu liðum deildarinnar og Horsens á að vera í úrvalsdeild. Þetta er nýr völlur og frábærar aðstæður hérna,“ segir framherjinn sem á að rífa upp markaskorun liðsins en það hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum deildarinnar. „Þá vantaði mann í teiginn til að klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði við Óla Kristjáns og fleiri og ég hef greinilega fengið ágætis meðmæli. Þjálfarinn hefur trú á mér og sannfærði mig.“ Mörgum finnst skrítið að Kjartan skuli fara í dönsku B-deildina en hvað finnst honum? „Danska úrvalsdeildin er sú besta á Norðurlöndunum. Hér vilja liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki farið í hvaða lið sem er í þessari deild en þetta er klúbbur sem talað er vel um og spilar fínan bolta,“ segir Kjartan en hann var til í nýja áskorun. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu Pepsi-deildar umhverfi og þurfti breytingu. Ég var alvarlega meiddur og munaði engu að ferlinum lyki snemma hjá mér. Ég hef unnið vel í mínum málum og gott að komast aftur út orðinn 28 ára. Ég hef séð stráka eins og Guðjón Baldvins og fleiri sem hafa unnið sig upp úr neðrideildarboltanum. Ef maður stendur sig vel þá er þetta frábær gluggi.“ Kjartan er umdeildur leikmaður og hefur fengið að heyra það úr stúkunni. Það truflar hann ekkert en hann segir það hafa truflað fjölskylduna. „Ég fæ að svara fyrir mig inni á vellinum en umræðan var oft einhliða um mig. Ég er samt ekki að flýja land út af umræðunni. Þetta var bara frábært tækifæri sem ég stökk á.“ Kjartan mætir á sína fyrstu æfingu með Horsens í dag en hann verður án fjölskyldunnar næstu mánuði. „Það var erfitt að kveðja því ég á konu og fjögurra ára stelpu á skemmtilegum aldri heima. Það verður Skype fram í nóvember sýnist mér,“ segir Kjartan Henry Finnbogason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira