Lífið

Sá frumlegasti með nýja bók

Gunnar Karl Gíslason sendir frá sér sína fyrstu bók.
Gunnar Karl Gíslason sendir frá sér sína fyrstu bók. vísir/gva
Gunnar Karl Gíslason hefur fyrir löngu skapað sér sess sem einn framsæknasti og frumlegasti matreiðslumaður sem Ísland hefur alið, en hann sendir nú frá sér sína fyrstu matreiðslubók, North: The New Nordic Cuisine of Iceland. Hana skrifaði hann ásamt matreiðslubókahöfundinum Jody Eddy.

Árið 2009 opnaði Gunnar Dill Restaurant í Norræna húsinu þar sem hann hefur gert nýstárlegar tilraunir með óhefðbundið íslenskt hráefni sem á sér enga hliðstæðu hérlendis. Dill Restaurant hefur hvarvetna hlotið lofsamlega umfjöllun, bæði í íslenskum og erlendum miðlum.

Gunnar hefur undanfarin misseri búið til matseðlana á Sæmundi í sparifötunum á Kexi Hosteli og á veitingastaðnum við Hverfisgötu.

Í dag ætlar hann að bjóða fólki í smakk, drykk og kynningu á Dilli Restaurant í nýjum húsakynnum að Hverfisgötu 12 á milli klukkan klukkan 16 og 18.

Gunnar heldur vestur um haf í september og október til þess að kynna bókina og heimspekina sem hvílir að baki eldamennsku hans. Nú þegar hafa verið staðfestar níu uppákomur í tenglsum við bókina í Kaliforníu, Ohio, Illinois og New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.