Rokkarar rokka til góðs Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. september 2014 12:00 Smutty Smiff stendur fyrir tónleikunum. Vísir/GVA Smutty Smiff stendur fyrir góðgerðartónleikum á sunnudag og hefur fengið til liðs við sig nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Um er að ræða styrktartónleika fyrir Frosta Jay Freeman. Frosti er aðeins sjö ára gamall en greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem kallast Ataxia telangiectasia en Frosti er þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn, sem leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi líkamans. Ekki er til lækning við sjúkdómnum, né hægt að hindra framgang hans og því beinist meðferð fyrst og fremst að því að auka lífsgæði Frosta. Fram koma Bubbi Morthens, Daníel Ágúst, Dimma, Helgi Björns, Pollapönk og margir fleiri listamenn. Fyrir utan tónleikaveislu verða afar sjaldgæfar ljósmyndir boðnar upp en um er ræða ljósmyndir sem hinn heimsfrægi Bob Gruen hefur tekið af listamönnum á borð við John Lennon, Led Zeppelin, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og fara fram í Háskólabíó. 50% afsláttur er fyrir 15 ára og yngri ef keyptir eru miðar í móttöku Miði.is í Skaftahlíð 24 eða við innganginn í Háskólabíói.vísir/gva Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Smutty Smiff stendur fyrir góðgerðartónleikum á sunnudag og hefur fengið til liðs við sig nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Um er að ræða styrktartónleika fyrir Frosta Jay Freeman. Frosti er aðeins sjö ára gamall en greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem kallast Ataxia telangiectasia en Frosti er þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn, sem leggst meðal annars á taugakerfi og ónæmiskerfi líkamans. Ekki er til lækning við sjúkdómnum, né hægt að hindra framgang hans og því beinist meðferð fyrst og fremst að því að auka lífsgæði Frosta. Fram koma Bubbi Morthens, Daníel Ágúst, Dimma, Helgi Björns, Pollapönk og margir fleiri listamenn. Fyrir utan tónleikaveislu verða afar sjaldgæfar ljósmyndir boðnar upp en um er ræða ljósmyndir sem hinn heimsfrægi Bob Gruen hefur tekið af listamönnum á borð við John Lennon, Led Zeppelin, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og fara fram í Háskólabíó. 50% afsláttur er fyrir 15 ára og yngri ef keyptir eru miðar í móttöku Miði.is í Skaftahlíð 24 eða við innganginn í Háskólabíói.vísir/gva
Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira