Gott fólk sem gerir vonda hluti Frosti Logason skrifar 11. september 2014 07:00 Í dag er 11. september – dagsetning sem ég tengi ósjálfrátt við hryðjuverk og trúarofstæki. Í helgarblaði Fréttablaðsins las ég viðtal við Madsjíd Nili, mjög viðkunnanlegan sendiherra Írans á Íslandi. Íran er áhugavert ríki. Stjórnskipan þar mætti flokkast sem íslamskt lýðveldi. Þar ríkir trúarræði, með talsvert flókinni blöndu klerkaveldis og einhvers konar lýðræðislíkis. Íranski embættismaðurinn er í óþægilegri stöðu þegar hann tjáir sig um trúarbrögð sem stjórntæki á fólk og þjóðir. Hann viðurkennir að hryðjuverk og öfgafólk séu eitt helsta vandamál Mið-Austurlanda um þessar mundir. En bætir strax við að trúarbrögð séu ekki orsökin. „Hvaðan fá þeir fjármagnið og vopnin?” spyr Madsjíd Nili. Þarna fetar sendiherrann sömu braut og þeir sem aðhyllast vinsælar samsæriskenningar á borð við þá, að fámenn, en mjög valdaþyrst gyðingaklíka, í Bandaríkjunum sé meginuppspretta haturs og illverka í heiminum. Er þér alvara Madsjíd Nili? Er það virkilega tilfellið að ungir múslimar frá Bretlandi, Ástralíu og Noregi fari nú í stórum stíl til Sýrlands og Íraks til að afhöfða saklausa blaðamenn, krossfesta kristna og gyðinga og taka þátt í fjöldaaftökum á múslimum sem ekki tilheyra hinu rétta íslam vegna þess að það eru svo miklir peningar í jihad-bransanum? Eða lýsir þetta hugsanlega vanþekkingu sendiherrans á mannlegu eðli og náttúru? Vissulega getur gamla villimannseðlið verið ríkt í mörgum okkar á köflum. Í gegnum árþúsundir hefur það komið okkur að einhverju marki áfram í harðri lífsbaráttu mannkyns. En þróunarlíffræðingar eru flestir sammála um að samkenndin hafi ráðið mestu í þeirri baráttu. Það er hennar vegna sem við Vesturlandabúar fyllumst viðbjóði og sorg þegar við heyrum af opinberum hengingum samkynhneigðra á torgum úti í Teheran, höfuðborg íslamska lýðveldisins Írans. Vont fólk mun alltaf gera vonda hluti. Síkópatar gera það líka. Þeim er ekki sjálfrátt. En til að fá gott fólk til að framkvæma þann hrylling sem við sjáum daglega í fréttum frá Mið-Austurlöndum um þessar mundir, þá þarftu trúarbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Í dag er 11. september – dagsetning sem ég tengi ósjálfrátt við hryðjuverk og trúarofstæki. Í helgarblaði Fréttablaðsins las ég viðtal við Madsjíd Nili, mjög viðkunnanlegan sendiherra Írans á Íslandi. Íran er áhugavert ríki. Stjórnskipan þar mætti flokkast sem íslamskt lýðveldi. Þar ríkir trúarræði, með talsvert flókinni blöndu klerkaveldis og einhvers konar lýðræðislíkis. Íranski embættismaðurinn er í óþægilegri stöðu þegar hann tjáir sig um trúarbrögð sem stjórntæki á fólk og þjóðir. Hann viðurkennir að hryðjuverk og öfgafólk séu eitt helsta vandamál Mið-Austurlanda um þessar mundir. En bætir strax við að trúarbrögð séu ekki orsökin. „Hvaðan fá þeir fjármagnið og vopnin?” spyr Madsjíd Nili. Þarna fetar sendiherrann sömu braut og þeir sem aðhyllast vinsælar samsæriskenningar á borð við þá, að fámenn, en mjög valdaþyrst gyðingaklíka, í Bandaríkjunum sé meginuppspretta haturs og illverka í heiminum. Er þér alvara Madsjíd Nili? Er það virkilega tilfellið að ungir múslimar frá Bretlandi, Ástralíu og Noregi fari nú í stórum stíl til Sýrlands og Íraks til að afhöfða saklausa blaðamenn, krossfesta kristna og gyðinga og taka þátt í fjöldaaftökum á múslimum sem ekki tilheyra hinu rétta íslam vegna þess að það eru svo miklir peningar í jihad-bransanum? Eða lýsir þetta hugsanlega vanþekkingu sendiherrans á mannlegu eðli og náttúru? Vissulega getur gamla villimannseðlið verið ríkt í mörgum okkar á köflum. Í gegnum árþúsundir hefur það komið okkur að einhverju marki áfram í harðri lífsbaráttu mannkyns. En þróunarlíffræðingar eru flestir sammála um að samkenndin hafi ráðið mestu í þeirri baráttu. Það er hennar vegna sem við Vesturlandabúar fyllumst viðbjóði og sorg þegar við heyrum af opinberum hengingum samkynhneigðra á torgum úti í Teheran, höfuðborg íslamska lýðveldisins Írans. Vont fólk mun alltaf gera vonda hluti. Síkópatar gera það líka. Þeim er ekki sjálfrátt. En til að fá gott fólk til að framkvæma þann hrylling sem við sjáum daglega í fréttum frá Mið-Austurlöndum um þessar mundir, þá þarftu trúarbrögð.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun