Land Ho keypt af Sony Þórður Ingi Jónsson skrifar 15. september 2014 10:30 Alice Olivia hlakkar til að sýna vinum og vandamönnum myndina. Skjáskot „Þetta er búið að vera alveg brjálað, myndin fór fyrst á Sundance-kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pictures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og listakona sem leikur í hinni bandarísk-íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Myndin hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er einstaklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi seinustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson, rekur Alice vinsæla fylgihlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frumsýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum. RIFF Tengdar fréttir Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg brjálað, myndin fór fyrst á Sundance-kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pictures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og listakona sem leikur í hinni bandarísk-íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Myndin hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er einstaklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi seinustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson, rekur Alice vinsæla fylgihlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frumsýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum.
RIFF Tengdar fréttir Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30